Evran er pólitísk trúarbrögð.

 

Um það er ekki deilt. 

Helstríð hennar er dæmi um afneitun stjórnmálamanna líkt og sambærileg dæmi frá Austur Evrópu þegar sósíalisminn lifði löngu eftir að öllum var ljóst að hann var handónýtur og skilaði engu nema stöðnun og fátækt.

 

En pólitísku trúarbrögðin eru fleiri en evrutrúin.

Við Íslendingar búum við ein, kallast verðtryggingin fjárskuldbindinga  og byggist ekki á hagfræðilegum rökum svo ég vitni í Ragnar Arnalds.  

Vegna hennar er fjárhagur íslenskra heimila ein rjúkandi rúst.

Samt lemja menn hausnum í stein og reyna að verja óskapnaðinn..

 

Og þeir hörðustu koma úr röðum ESB andstæðinga.

Einn sá harðasti hér í Netheimum er fóðraður af hagsmunaöflum útgerðar og milli þess sem hann bloggar gegn ESB, þá hamast hann á steininum þannig að hörðustu evrusinnar hljóta að verða stoltir af.  Og er ég þá að vísa í samkennd þeirra sem afneita staðreyndum vegna annarlega hagsmuna eða pólitískra trúarbragða.

En það sem ESB andstæðingarnir fatta ekki er að kostuð áróðursherferð þeirra gegn heimilum landsins skapar beint fylgi við Evruna.

Í raun eru þeir mennirnir sem fóðra andstöðuna við krónuna.

Því ungt fólk í skuldakreppu verðtryggingarinnar leitar sér útgönguleiða.

 

Og þá geta pólitísk trúarbrögð virkað sem raunhæfur kostur.

Þau losna jú við verðtrygginguna.

Og það er það eina sem skiptir þau máli í dag.

 

Á mannamáli kallast þessi heilaga krossferð ESB andstæðinga gegn heimilum landsins að skjóta sig í fótinn.

Og þótti aldrei árangursrík í veiðiskap.

 

Enda er Ísland á hraðbyri inní ESB.

Kveðja að austan.


mbl.is Ragnar Arnalds: Tálbeitan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 440
  • Sl. sólarhring: 560
  • Sl. viku: 5085
  • Frá upphafi: 1326616

Annað

  • Innlit í dag: 400
  • Innlit sl. viku: 4498
  • Gestir í dag: 384
  • IP-tölur í dag: 368

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband