16.2.2012 | 06:17
Stóð fjármálakerfinu engin ógn af greiðsluþroti heimilanna.
Blaðamenn hafa frá þjófadómnum mikla sífellt haft eftir ráðamönnum, hvort sem er hjá bönkum eða í stjórnarráðinu, að dómurinn ógni ekki fjármálastöugleika.
Eins og það sé svarið hjá þjófi þegar upp kemst um strákinn Tuma að gjörðir hans ógni ekki fjármálastöðugleika.
En það er samt ekki hin ömurlega blaðamennska málsins, að láta þjófinn réttlæta sjálfan sig í bak og fyrir.
Heldur spyr enginn, var það engin ógn við fjármálastöðugleika að ræna tugþúsundir fjölskyldna og gera margar þeirra gjaldþrota????
Lifir fjármálakerfið sjálfstæðu lífi???
Þarf það ekki á almenningi að halda, þjóðinni????
Ég spyr.
Kveðja að austan.
Tugmilljarðar til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar. Ég tek undir þessi orð þín. Það virðist sem sumum sé alveg ómögulegt að skilja þá staðreynd, að heimilin og fjölskyldurnar eru hornsteinar eðlilegs samfélags.
Ef þessar grunnstoðir bresta, þá má restin bara róa sinn sjó, með bankaræningjum og öllum heila kerfis-svikapakkanum, og svo sannarlega öllum að meinalausu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2012 kl. 06:31
Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvað gyðingar 1000 ára ríkissins hugsuðu eiginlega sem löbbuðu í halarófu inn í gasklefanna eða stillu sér þægir pg prúðir fyrir framan vélbyssurnar. Ég lít stundum á núverandi Ríkisstjórnir og valdhafa eins og bankarnir eru, sem sóðaskap í samfélaginu sem dritar niður fólk eins og hermennirnir sem stóðu vaktir við að skjóta niður.
Sumum varð illt að þeirri iðju enn öðrum alveg sama og það er furðulegt hvernig óþokkar fá að ráða miklu og stundum öllu. Verst er að sjálfsögðu þegar þeir vita ekki sjálfir að hegfðun þeirra jafnast á við hegðun verstu óþokka.
Peningagræðgi er tegund af heimsku sem er hreinlega ræktuð með hjálp hugarfars sem menn verða hreinlega að hafa, til að geta fótað sig í þessu snarbilaða fjármálakerfi bankanna og skattakerfi Ríkissins á Íslandi og reyndar víða um heim. Það eru ekki allir sem vinna í banka eða innan fjármálakerfissins sem eru gráðugir, enn sumir fá mann til að trúa á að fjandinn sjálfur sé til í alvörunni.
Sem ég trúi að sjálfsögðu ekki.
Við hliðina á því fólki eru margir aðrir eins og smá "púkar" sem vilja feta í fótspor þessara peningagráðugu sem þeir líta upp til, og restin af starfsfólkinu eru "Hinir Meðvitundarlausu" sem er stærsti hópurinn og eru bara þarna að vinna.
Stóryrirtæki með hjálp bankanna eru fyrir löngu búin að taka raunveruleg völd af Ríkisvaldinu og ég kann bara ekki nógu mikið til skilja hvort það sé neikvætt eða jákvætt. Pólitíkusar eru margir léttbilaðir í augum venjulegs fólks og það þarf líklegast að vera það til að geta fótað sig í þessum stöðum. Valdabaráttan er orðin milli risafyrirtækja og Ríkissins, og er grimm.
Bankarnir eru fyrir löngu hættir að skilja hlutverk sitt og misnota vald sitt fram og tilbaka samkvæmt lögum. Ríkið gerir það sama með hjálp laga og reglna sem eru orðin í raunveruleikanum eins og spennitreyja fyrir venjulegt fólk enn gefur aðlinum rétt á að ræna þá sem eru fastbundnir.
Lög og reglur fjármálanna eru orðin jafnflókin og að lifa eftir Guðsorði á miðöldum. Í stað fallaxar er komin fógeti og menn eru aflifaðir sálarlega í rólegheitunum meðp hjálp kerfissins í staðin fyrir að afhausas upp á gamla mátan. Fj-lmiðlar eru duglegir að taka þátt í leiknum, meðvitað eða óvitandi að kennt er að allt lífið snúist um fjármál og lítið annað.
Unglingar fara að reykja gras og nota eiturlyf til þess að gefa skít í bilaða veröld fullorðinna sem eru komnir í anna heim. Þeir hugsa með hryllingi um að verða eins og mótmæla á sinn hátt fullorðnum til mikillar armæðu. Erlendis í löndum þar sem vopnaframleiðsla er hluti af peningagræginni, eru vopn seld til landa sem enga möguleika hafa aðra enn að fjármagna vopnakaupin með peningum fengnum frá eiturlyfðasölu á götunni þar sem börn þeirra eru að alast upp. Allt fer í hringi og geggjunin heldur bara áfram.
Til að sleppa við að þurfa að fylgja þessum óþægilegu lögum og reglum á Íslandi er best að koma sér fyrir í góðum banka eða í sjálfu eftirlitskerfinu, skattinum eða sem rókisstarfsmaður. Enda kerfið, lögin og reglurnar búið til fyrir skrílinn eins og margir buisnessmenn kalla venjulegt fólk.
Það er algjörlega samkvæmt lögum er líka bannað að mótmæla þessu af einhverju viti hvað sem á dynur. Menn hafa leyfi til að rífa kjaft upp að vissu marki að sjálfsögðu. Þetta fjármálakerfi alltsaman er eins og risavaxið leikrit og fólk pínt og platað til að taka þátt í því.
Furðulegt en satt þá finnur fólk sig í þessu, bloggar bara, heldur fundi um málið og borgar. Það er margt líkt með "kúk & skít" þegar kemur að trúarbrögðum og fjármálakerfum.
Botnlaus valdabarátta, keppni milli buissnessmanna, hver hefur stærsta tippið, og þróuð er mállýska sem varð til hjá aðlinum og fjármálaapparatinu á sama hátt og slangur varð til hjá unglingagenginu, oft í sama hverfi. Vitfirringinn styðst við að stjórna allt og öllum með "nýu prestum nútímans", lögfræðingum sem nota hina einu sönnu bók sér til hjálpar, Lög og Reglur sem þjónar sma tilgangi og Biblían gerði fyrr á öldum.
Einhverjar eftirlegukindur halda enn í gömlu Biblíunna og aðrir stjórnast af þessari nýju Bankabibliu án þess að gera sér grein fyrir áhrifum þess til langframa. Þessi valdastrúktúr sem verður til með hjálp bankastofnanna sem gerir fólk fársjúkt á líkama og sál er sú tegund af þrælahaldi sem tók við af keðjum og svipum forneskjunnar. Eftirlitskerfið er orðið eins og Vatikanið með Páfann á toppnum.
Í stað svipunnar kemur fógeti með verkefni að taka eigur fólks upp í skuld sem honum sjálfum kemur ekkert við hvernig varð til. Án ábyrgðar gerir hann bara sinn hluta og afsakar sig gjarna þegar honum sjálfum finnst all vera gengið of langt. Það er trixið hjá aðlinum að dreifa valdinu akkúrat hæfilega til að geta setið fyrir ofan það og togað í þá spotta sem stýra hagsmunum í rétta átt.
Þessi dómur Hæstaréttar á móti bönkunum kemur eins og ferskur blær mitt í bullinu og maður fær það á tilfinningunna að til sé heilbrigt fólk með heilbrigða hugsun meðal dómara.
Óskar Arnórsson, 16.2.2012 kl. 07:41
Blessuð Anna.
Stóra spurningin er hvort peningar og meint hagsmunatengsl hafi eitthvað með þetta skilningsleysi að gera.
Enn stærri spurning er af hverju þjóðin lætur lygara og þjófa endalaust ljúga í sig.
Hvar setjum við mörkin, morð, mannát????
Eða eru engin mörk, komast þeir upp með hvað sem er??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 08:33
Hvernig væri að hætta að nota orðið fjármálakerfi? Kerfi tapa ekki peningum. Kerfi fara ekki á hausinn. Orðið kerfi er notað til að breiða yfir þá staðreynd, að átökin eru á milli eigenda bankanna (í flestum tilfellum amerískra vogunarsjóða) og íslenskra heimila og fyrirtækja.
BJ (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 08:48
Takk Óskar.
Þú kemur víða við og spyrð margs.
En það er þetta hvað þeir hugsuðu sem létu teyma sig eins og lömb til slátrunar. Hefðin kenndi þeim að andóf gerði aðeins illt verra, og að það myndu alltaf einhverjir lifa af ofsóknirnar. Unga fólkið sem vildi lifa spurði "af hverju berjumst við ekki???". Þegar það barðist í Warsjá, því sem næst með berum höndum, þá kostaði það drápsvélina menn og tæki að brjóta það á bak aftur.
En það tókst því uppreisnin var einangruð.
Í dag er unga fólkið í öðrum heimi, heimi appa og podda. Það hugsar ekki um kjör sín og framtíð, gerir sér ekki grein fyrir að vítislogar styrjalda eru framundan. Þar sem framtíð þess mun brenna til ösku.
Andófið í dag er bundið við miðaldra fólk og öfráa eldri sem eru að bögglast með réttlætiskennd. Rökin eru að þetta er rangt, að það sé rangt að fara svona með fólk eins og var gert við skuldara landsins eftir Hrun. Eða eyðileggja innviði samfélagsins vegna ICEsave skulda einkabanka.
Andófið er gegn kerfinu og hugsunarhætti þess.
Og þetta andóf er ákaflega veikburða.
Síðan erum við með hagsmunabaráttu ýmiskonar, barátta HH er dæmi um hana. Þá tekur fólk á einhverju afmörkuðu sem snertir beina hagsmuni þess en það réttir yfirleitt ekki litla fingri þegar kemur að órétti sem aðrir verða fyrir. Frekar að það styðji kerfið.
Við sjáum þetta í svo mörgu. Margir HH'arar styðja ríkisstjórnina í stríði hennar við landsbyggðina. Einn helsti andstæðingur heimilanna er á fóðrum hjá ESB andstæðingum, margir ICEsave andófsmenn eru líka í stuðningsliði ríkisstjórnarinnar þegar kemur að skjaldborg hennar um banka og auðmenn og svona má lengi telja.
Júlíus Sesar væri mjög ánægður ef hann hefði tök á að meta frammistöðu lærisveina sinna í fræðunum að deila og drottna.
Litla ljóta klíkan er mjög fámenn, á vissulega peninga og fjölmiðla og hefur keypt upp þríflokkinn en þetta eru örfá atkvæði í lýðræðisþjóðfélagi.
Aðeins sundrung Andstöðunnar og deyfð hins venjulega manns útskýrir völd hennar.
En það gleymdist að kaupa upp Hæstarétt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 08:59
Blessaður Bj.
Verður maður ekki að nota orðin sem íslenskt mál ætlar??
Til dæmis eftir dóm Hæstaréttar þá er orðið þjófnaður notað yfir þann gjörning að reikna vexti afturábak og sá sem framkvæmir þann gjörning er þjófur.
Nýyrði hafa þann ókost að það er ekki víst að allir þekki til merkinga þeirra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.