15.2.2012 | 19:03
Glæpastjórnin þarf að víkja.
Og allir þingmenn hennar að segja af sér.
Menn vissu kannski ekki betur um gengislánin en eftir að dómur féll þá ákvað ríkisstjórn Íslands einhliða að viðskiptavinir bankanna yrðu rændir.
Það heitir þjófnaður, sem er glæpur.
Ríkisstjórn Íslands er því glæpastjórn.
Og Ísland glæpamannaríki ef hún situr áfram.
Hraunið á að hýsa þetta fólk, ekki Alþingi.
Kveðja að austan.
Sigmundur: Hæstiréttur dæmir ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1412719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1773
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt heiðarlegt og sanngjarnt fólk tekur hilshugar undir réttmæta kröfu þína Ómar.
En mig langar að benda á, að það er dæmi um yndislega gráglettnina að nú situr í stól Árna Páls, sem ólögin eru kennd við, Steingrímur Jóhann Sigfússon sem barðist sem fjármálaráðherra fyrir hönd hrægamma og erlendra vogunarsjóða og reyndi ítrekað að valdnauðga Icesave-klafanum á íslenskan almenning. Nú situr hann sem efnahags-ogviðskiptaráðherra (auk landbúnaðar- og sjávarútvegsmála) og segir öllum að þegja sem benda honum á að hann sé nú berstrípaður sem keisarinn í allri sinni útrás til Brussel, höfuðstöðva ESB, þangað sem ferð hans var alltaf heitið, sama hvað hann reynir að þagga það niður. Hann hefur logið og svikið svo oft að enginn, nema nánasta hirð hans, trúir honum lengur. Traust þjóðarinnar á VG er nú mælt á nokkrum fingrum og þeir gefa honum brátt endanlega fingurinn. Sömu sögu er að segja um hausfrau Johanna og allt flokkadráttaliðið undir pilsfaldi hennar, sem nú er tvístrað og veit að tími hennar er nú endanlega liðinn.
Munum að Lilja Mósesdóttir mótmælti kröftuglega á þingi ólögum Árna Páls og einnig ítrekuðum Icesave valdnauðgunar tilraunum Steingríms:
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/folk-sem-misst-hefur-allt-sitt-hlytur-ad-hofda-skadabotamal---their-sem-setja-svona-olog-eiga-ad-vikja
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 19:27
Í fréttinni, sem ég vísa til segir ma.:
Dómur um vaxtagreiðslur gengislána féll í dag og er Lilja Mósesdóttir ein þeirra sem fagnar niðurstöðu dómsins.
segir Lilja Mósesdóttir sem fer með forystu í Samstöðu. Hún vill nota tækifærið og skora á ríkisstjórnina.
Lilja segist einkum og sér í lagi vera ánægð fyrir hönd skuldsettra heimila. segir LiljaPétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 19:40
Lilja er flott en ég skildi samt aldrei af hverju hún bauð sig fram fyrir VG því alþjóðlegt auðmagn hafði þá þegar innlimað flokkinn.
Það var eins og hún hefði aðeins lesið stefnuskrá flokksins eða ræður stjórnarandstöðuleiðtogans Steingríms Jóhanns Sigfússonar.
En ekki hvað Steingrímur sagði eftir að hann varð ráðherra.
En það er svo sem liðin tíð, vonandi gengur Lilju og öllu hennar fólki sem best að fóta sig fram að kosningum og virki sem alvöru afl á þjóðina.
Ekki veitir af.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2012 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.