Ég sagði þetta.

 

Alveg satt, ég sagði þetta og meira að segja bloggaði um þetta.

Að það væri ekki hægt að breyta samningi einhliða aftur á bak. Augljóst mál, grundvallarforsenda réttarríkisins, skiptir engu máli þó góðkunningjar Jóns Steinars eigi í hlut.

Marínó Njálsson og hans fólk hjá HH sögðu þetta líka, Marínó á örugglega ótal bloggfærslur þar sem hann hamraði á þessu með sömu rökfestunni og þegar hann lagði drögð að falli gengislánanna.

 

En það sagði enginn stjórnmálamaður þetta.  Kannski hugsanlega einhverjir Framsóknarmenn en þríflokkurinn æmti hvorki eða skræmti þó bankamafían færi ránshendi um eigur viðskiptamanna sinna.

Þríflokkurinn hefur aldrei lagt eitt eða neitt til sem hefur gagnast almenningi þessa lands  í uppgjörinu við Hrunskuldir og bankamafíu.  Kannski einhverjar vaxtabætur handa stórskuldugum vinum sínum en þar með upp talið.

Ef auðræðið hefði verið búið að eyðileggja Hæstarétt eins og að var stefnt, þá hefði Jón Steinar og vinir hans haft sigur, almenningur sæti fastur á skuldaönglinum.

Hvað segir það um stjórnmálastétt okkar???

Hvað segir það um þríflokkin og hvað segir það okkur sem þjóð að til skuli finnast fólk sem styður flokka sem hafa ekki axlað ábygð sína á Hruninu með því að aðstoða fórnarlömb Hrunsins, almenning í landinu.

Hvað segir það um Alþingi Íslendinga að allar bætur handa almenningi hafa komið frá Hæstarétti, ekki löggjafarvaldinu eða framkvæmdarvaldinu.  Slefan milli þess og bankamafíunnar hefur aldrei slitnað, í ekki eitt einasta skipti hafa hagsmunir fólksins í landinu verið hafði til hliðsjónar þegar tekist var á við afleiðingar Hrunsins.

Og það er öruggt að nú verði grátið og grátið því dómurinn mun eitthvað minnka arðinn  hjá amerísku vogunarsjóðunum

 

Og það er líka öruggt að þríflokkurinn mun sameinast um verðtrygginguna sem aldrei fyrr og allir sótarraftarnir sem lugu að þjóð sinni í aðdraganda Hrunsins munu verða fegnir til að fábúlera um gamla fólkið, lífeyrinn og annað sem mun hverfa ef Hrunskuldir verði leiðréttar.

Eins og lífeyrir lifi sjálfstæðu lífi og sé algjörlega óháður því að ungt fólk fái þrifist hér á landi.  

Að hann sé óháður efnahag landsins og velferð heimilanna, eins og að gamla fólkið eigi enga afkomendur nema þá hugsanlega í Noregi.

Og auðrónarnir sem voru ekki búnir að kaupa upp réttarfarið, þeir munu nota fjölmiðla sína undir alla þessa sótarrafta í trausti þess að ef heimskan sé endurtekin nógu oft þá munu nógu margir láta blekkjast svo þríflokkurinn þori að standa gegn réttlætinu.

 

En réttlætið verður ekki þaggað niður, ekki héðan af.

Spurningin er bara hvort það náist fram með góðu eða með heykvíslum.

Það er eina valið sem þríflokkurinn hefur.

 

Ennþá.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Lánin bera neikvæða raunvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ómar

Rétt skal vera rétt Ómar og því bendi ég þér á að Lilja Mósesdóttir mótmælti svo sannarlega setningu þessara ólaga Árna Páls Árnasonar á sínum tíma.

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/folk-sem-misst-hefur-allt-sitt-hlytur-ad-hofda-skadabotamal---their-sem-setja-svona-olog-eiga-ad-vikja

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 18:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Péur Örn.

Það ærir alla óstöðuga að telja upp öll flokksbrotin svo ég sagði kannski og skaut síðan á þríflokkinn sem styður þessa ríkisstjórn.

Og er rétt að byrja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2012 kl. 19:16

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Svo varðandi lögin þá má sjá á vef Alþingis hverjir greiddu þeim atkvæði sitt. Lilja var fjarverandi þegar sú atkvæðagreiðsla fór fram.

http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=43879

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.2.2012 kl. 19:23

4 identicon

Heill og sæll Ómar, enn og aftur og ætíð

Þóttist vita það, að nú hæfi skæruliðinn stórsókn:-)

En varðandi það sem Kaldi segir, þá mótmælti Lilja ólagasetningunni með því að ganga þá úr þingsal,

enda vildi hún ekki sitja í þeim þingsal, sem ólög ætluðu að setja og höfðu tryggt sér meirihluta til þess. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 19:34

5 identicon

Ókostir verðtryggingar og sveiflukendrar krónu sífellt að verða ljósari - þessi niðurstaða kemur heim og saman við það sem fjármálasérfræðingar hafa fullyrt lengst af,

þ.m.t. forstjóri Össurs í dag.

Jonsi (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 21:03

6 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, það er svo sem ekki nýtt að ríkisstjórn Íslands—hverjir sem hana skipa—geri flest rangt en Hæstiréttur flest rétt; en það sannast hér.

Birnuson, 15.2.2012 kl. 22:45

7 Smámynd: Árni Halldórsson

Ég vil ekki taka frá Lilju það sem hún hefur unnið sér inn. En Pétur má horfa á þetta http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?horfa=1&raeda=rad20101117T154924

Það er ekki að heyra að hún hafi áttað sig á hvað var vont við lögin, en henni bar þó gæfa til að sjá að þau voru vond.

Ég vil að þingmenn greiði atkvæði gegn frumvörpum sem þeir telja slæm, hvað sem þú gerir ekki gera ekki neitt.

Árni Halldórsson, 16.2.2012 kl. 01:14

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ókostir verðtryggingar og sveiflukendrar krónu sífellt að verða ljósari

Þvert á móti, þá sýnir þessi dómur kosti þess fyrir lántakandann, að þurfa ekki að greiða aukalega fyrir víisitölutengingu höfuðstóls lánsins.

Með eða án krónu þá eru þessi óverðtryggðu lán núna orðin hagstæðasti valkosturinn sem í boði hefur verið undanfarin ár. Því þau eru í óverðtryggðum krónum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 02:19

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Jonsi, sammála þér en ekki gagnályktun þinni.  Gjaldmiðill sveiflast vegna óstjórnar en líka þegar sveiflur eru í tekjuflæði gjaldmiðilsvæðisins. 

Óstjórn er heimatilbúin, og veldur alltaf sveiflum þó ríki taki upp gjaldmiðil erlendra ríkja.  En óstjórn er eitthvað sem mennirnir stjórna.  Tekjusveiflan er hins vegar erfið til skamms tíma og ef gjaldmiðill fær ekki að flökta í takt við hana þá ertu komin með strúktúrvanda sem er jafn skaðlegur og óstjórnin.

Eitthvað sem menn eru að sjá í Evrópu í dag þó Jón hjá Össur sé ekki kunnugt um það.

Birnuson, hefur þetta ekki eitthvað með strúktúrinn að gera?, Hæstiréttur nýtur þess vafasama heiðurs að vera endalegt ákvarðanavald, en stjórnvöld þurfa að lúta lögum.  En þetta snýst ekki um eitthvað sem er rangt heldur um eitthvað sem  er klárta fyrirfram augljóst lögbrot, kallast þjófnaður.

Árni, málið er aðeins flóknara og hefur með flokksaga að gera.  Menn ganga í takt eða láta sig hverfa ella úr skrúðgöngunni.

Guðmundur, krónan er mannanna verk, verðtryggingin hennar þar á meðal.  Eins er það með vextina á þessum óverðtryggðu lánum, ég vildi ekki eiga slík langtímalán í dag þegar kemur að hefnd bankanna.

Þess vegna þarf helst að vera búið að loka þessa menn inni áður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 339
  • Sl. sólarhring: 770
  • Sl. viku: 6070
  • Frá upphafi: 1399238

Annað

  • Innlit í dag: 289
  • Innlit sl. viku: 5144
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband