Útburðurinn ber út einstæðar mæður á meðan afskrifaði auðmaðurinn kaupir glæsivillur.

 

Hvað fékk þessi maður marga milljarða afskrifaða????

Hefðu þær dugað til að einstæðar mæður þessa lands hefðu haldið heimilum sínum???

 

Sér almenningur ekki svívirðuna að undir pilsfaldi íslenskra vinstrimanna geta auðrónarnir haldið áfram veislunni eins og ekkert hafi gerst.

Eins og þeir hafi ekki sett þjóð sína á hausinn og dæmt þúsundir í vonlaust líf skuldaþrælsins.

Svínaríið er á ábyrgð vinstrimanna, ekki Geirs Harde, ekki Davíðs Oddssonar.

Smán vinstri manna er algjör og svívirðan að neita heimilum landsins um réttlæti, mun lifa löngu eftir að sögur verða hættar að verða sagðar, svo mikil er hún.

 

Útburðurinn er nafnið sem sagan mun gefa ríkisstjórn þeirra.

Aumt fólk er lýsingin á stuðningsfólki hennar.

Og svín verður notað um þá sem rændu þjóð sína og kostuðu síðan her hrægamma til að meina fórnarlömbum sínum um réttlæti.

 

En hvað verður sagt um þjóðina sem lét þetta yfir sig ganga, veit ég ekki.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Guðmundur í Brimi keypti hús Hannesar Smárasonar
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Djö... Ég er hundfúll... ég skrifaði einsog þú um þessi kaup Guðmundar... Og tengingin við fréttina var rofin vegna "kvartana". Geta þessir aular s.s ritstýrt mbl.is...?

Jahérna...!

Sævar Óli Helgason, 9.2.2012 kl. 20:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sævar.

Ég held að þessir meintu aular geti gert það sem þeim sýnist eins og aðrir sem ráða sínum húsum.  Ef við kjósum að vera hérna þá sættum við okkur við þeirra leikreglur, förum annað ef við teljum að okkur þrengt.

Ég er hérna því það þjónar tilgangi skrifa minna, hér mótar þú álit hins almenna manns sem kemur til að afla sér frétta eða kynna sér viðhorf fólks og skoðanir.  Önnur svæði, eins og til dæmis Eyjan, eru glötuð hvað þetta varðar, þar eru þeir sem eru þegar ákveðnir og rök og áróður dugar lítt á.  

Þess vegna fannst mér það alltaf fyndið þegar SamfóICEsaveklíkan gafst upp á Moggablogginu eftir að Davíð varð ritstjóri.  Gáfu okkur þar með frítt spil og skíttöpuðu áróðursstríðinu.

Ég met því Moggamenn mikils fyrir að leyfa mér að staðsetja mína skotgrafir hér og fæ ekki séð að þeir kippi sér mikið upp við þó ég sneiði að þeim reglulega, sérstaklega í IcEsave deilunni á meðan Evrópuarmur íhaldsins réði öllu hérna.

Eins hef ég ýmislegt sagt sem ég svona fyrirfram bjóst við að kostaði mig dvöl á teppinu eða jafnvel rauða spjaldið án aðvörunar.  

Ég til dæmis hélt að ég kæmist aldrei upp með að færa rök fyrir því að velferðarráðherra og hans menn væru sækopatar, og það ítrekað, bæði í fyrirsögn og annað.  Mætti halda að innst inni hafi Moggamenn verið á móti eyðingu landsbyggðarsjúkrahúsaþjónustu.

Veit samt ekki, hef aldrei talað við þá.

En ég virði ein mörk hér, ég veitist aldrei persónulega að fólki, tel það ekki persónulegt þó ég segi að Össur sé fífl, sem ég gerði einu sinni eða tvisvar, alveg óvart, stíllinn bað einfaldlega um það.

Til dæmis hér að ofan þá kalla ég Guðmund aðeins afskrifaðan auðmann, sem getur ekki talist meiðandi en þegar ég tala um svín þá er það almenn skírskotun. 

Af hverju ætti einhver tiltekin persóna að móðgast???

Þá er hún að samþykkja skilgreiningu mína og breyta þar með kenningu í áþreifanalega staðreynd, það er að einhver telji hana rétta og vilji því að hún sé þögguð.  

Að sjálfsögðu leiða menn svona hjá sér, hitt er bara til að skemmta skrattanum, það er mér.

Þannig að málið er bara að læra inná húsreglur og þá ættu árekstrar að vera í lágmarki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2012 kl. 20:44

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðmundur í Brim telur sig saklausann af Hruninu. Það fé sem tapaðist vegna hans aðgerða var nefnilega bara froða! Ætli hann borgi fyrir hús Hannesar með froðu? Eða er húsið sjálft kannski froða?

Eitt er víst að það var engin froða sem Guðmundur lifði á í undanfara hrunsins, það voru illa fengnir peningar. Það var heldur engin froða sem felld var niður af hans skuldum, heldur grjótharðir peningar, sem almenningur þarf nú að greiða.

Það gæti hins vegar hæglega vrið froða í hausnum á þessum blessaða manni, að minnsta kosti vellur froða út um munninn á honum!!

Gunnar Heiðarsson, 10.2.2012 kl. 07:13

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Engu við þetta að bæta Gunnar.

Ofboðslega sagðir þú margt um kjarna málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2012 kl. 09:02

5 Smámynd: Umrenningur

Hún er undarleg ritstjórnin hér á blog.is. Það er klipt á tengingu við þessa frétt en fyrir 2 vikum var í lagi að sóðabloggari tengdi við þessa frétt á meðan leit var enn í gangi. Það er eitthvað mikið að siðferði þjóðar sem yptir öxlum og lætur svona lagað yfir sig ganga.

Kveðja að sunnan

Umrenningur, 10.2.2012 kl. 12:07

6 Smámynd: Umrenningur

Umrenningur, 10.2.2012 kl. 12:09

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Umrenningur, það voru kaldar kveðjur sem Gísli Garðars fékk þegar hann háði sitt dauðstríð.

Megi minning um góðan dreng lifa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2012 kl. 12:23

8 Smámynd: Umrenningur

Tek undir það.

Umrenningur, 10.2.2012 kl. 12:40

9 Smámynd: Umrenningur

Þetta ætlar að ganga illa hjá mér, vonandi réttur tengill núna.  http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1219422/

Umrenningur, 10.2.2012 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband