Stórfelld mannréttindabrot á íbúum.

 

Segja Ungt vinstrafólk í ályktun sinni.

Og hver eru þessi stórfelld mannréttindabrot???

Jú, samkvæmt frétt Ruv í kvöld er fátækt fólk borið út af heimilum sínum.  Án þess að fá fullar bætur.

Nei, það er ekki í Reykjavík, þar er aðeins venjulegt fólk borið út af heimilum sínum, ekki fátækt eins og allir vita og það fær engar bætur þó það hafi verið rænt öllu sínu.

Þetta er í Bakú, borg sem er oft í fréttum fyrir Útburð.

Já, það hlaut að vera eitthvað virkilega alvarlegt sem kveikt bál samúðar og samstöðu hjá þessu unga skólafólki, það lítur ekki upp úr námsbækum sínum og mótmælir fyrir einhvern tittlingaskít.

Og það er rétt, það er glæpur að bera fátækt fólk út úr húsum sínum.

Líka í Bakú.

Það þarf enginn að efast um framtíð þessa lands á meðan svona meðvitað fólk er til.  Fólk sem lætur sig þjáningu fátæks fólks varða.  

Mikið erum við Íslendingar lánssamir.

Kveðja að austan.


mbl.is Taki ekki þátt í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf godur Omar

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 23:19

2 Smámynd: Elle_

Við ættum alls ekki að keppa þarna og ættum að opinbera það.  Væri samt ekki nær að allir stjórnmálaliðarrnir stæðu í vegi fyrir að óvenjulegu og venjulegu börnunum okkar og fólkinu væri kastað út úr húsum?

Elle_, 9.2.2012 kl. 00:05

3 Smámynd: Elle_

Gætum við ekki annars verið þarna með fjölmiðla/fréttamenn samt?  Keppnin verður ekkert lögð niður þó við verðum ekki með. 

Elle_, 9.2.2012 kl. 00:19

4 identicon

"Jú, samkvæmt frétt Ruv í kvöld er fátækt fólk borið út af heimilum sínum.  Án þess að fá fullar bætur. "

Þetta er klárlega ekki rétt. Þetta er ekki fátækt fólk (það stendur hvergi í BBC fréttinni. Það er bara gert ráð fyrir því vegna þess að allir utan vestræna heimsins hljóta að vera fátækir) og það fær 230 þ.kr/fm. í bætur fyrir húsin. þ.e. fyrir 100 fermetra hús fær það 23 milljónir króna.

http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-16223311

Eignarnám er algerlega "legit". Það er meira segja gert á Íslandi öðru hverju

Egill (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 00:56

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Elle, hugsaður þetta aðeins betur, hvað hafa íbúar Azerbaidsjan gert þér???

Takk fyrir upplýsingarnar Egill, þetta er fróðlegt og bendir til að um skipulagðan óhróður sé að ræða.

Reyni mitt besta Helgi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2012 kl. 08:04

6 Smámynd: Elle_

Ómarðu, meinarðu að ég sé á villigötum?  Við værum ekki að standa gegn almenningi heldur stjórnvöldum og það ætti ekki að vera misskilið. 

Elle_, 9.2.2012 kl. 23:12

7 Smámynd: Elle_

NEI, ÓMAR. 

Elle_, 9.2.2012 kl. 23:13

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það ert þú Elle.

Svona atburður eins og söngvakeppnin fyllir almenning í Azerbaidsjan bæði gleði og stollti, núna er það loksins orðið hluti af Evrópu eftir að hafa verið kúguð hjánýlenda Rússa.

Það á við sín vandamál að etja en við bætum þau ekki með því að svipta þau þó þeirri gleði sem það hefur.  Það mun bæta sín vandamál sjálft.  Og því meiri samskipti, því hraðari umskipti.

Hvað varðar nákvæmlega söngvakeppnina þá er hún til að sameina en ekki til að sundra. Ef menn ætla að blanda einhverri rétthugsun í málið, þá er hún búin að vera því gildismat fólks er svo ólíkt.  Til dæmis finnst mér helförin gegn Grikkjum, á ábyrgð þjóða Evrópusambandsins vera mun alvarlegra dæmi en ég ætla samt ekki að segja Evrópu upp áskrift, en skamma hana eftir þörfum og tilefni.

Ef hins vegar er brotið beint á rétti fólks vegna keppninnar þá er tvennt sem þarf að gera. Annað að bæta þeim tjónið sem urðu fyrir miska, og hins vegar að Evrópusjónvarpið setji sér siðareglur.

Það er eðlilegur vinnugangur, allt annað er hræsni Elle.

Komdu svo heim frá Fjarskaistan og lemdu með mér á Útburðinum.  Ert þú ekki ennþá búin að átta þig á að meginþorri stuðnings ESB aðildar kemur frá fólki sem hefur þolað hremmingar krónunnar???

Og að barátta mín gegn Útburði er mun árangursríkari til að slá vopnið úr höndum ESB sinna en allt tuðið hjá Palla Villa.  Því hann hvetur til stuðnings við ESB með forneskju sinni í skuldamálum heimilanna.  Fólk sér í gegnum bullið og tengir það við skoðanir hans á ESB, sem er ekki bull.  

En bullið um skuldirnar er fólk nærtækara en einhver evruvandræði í Fjarskaistan og því hættir það að hlusta á rök Páls. Og segir, ESB andstæðingar hljóta að hafa rétt fyrir sér.

Það er skorturinn á samhengi Elle sem skýrir völd hinnar fámennu klíku í kringum Jóhönnu og Steingrím.

Heyrumst.

Ómar.

Ómar Geirsson, 10.2.2012 kl. 00:00

9 Smámynd: Elle_

Ómar, núna komstu með það.  Og mér finnst þú ættir að setja eftirfarandi orð beint inn í blogg Páls: - - - hann hvetur til stuðnings við ESB með forneskju sinni í skuldamálum heimilanna.  Fólk sér í gegnum bullið og tengir það við skoðanir hans á ESB, sem er ekki bull. - - -  Pétur Blöndal mætti líka fá að heyra það oftar.  

Elle_, 10.2.2012 kl. 00:12

10 Smámynd: Elle_

´ÓRÁÐSÍU´ málflutningurinn er allur öfugsnúinn og bara passar ekki neitt við fjöldann þó hann passi við nokkra.  Það var gríðarlegt gengisfall og ofsaverðbólga og skilninginn vantar. 

Elle_, 10.2.2012 kl. 00:16

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Elle mín, ég er alltaf með það, hélt að þú vissir það.

Og þú ert líka með það og engu við að bæta sem þú segir hér að ofan, því þú segir það beint frá hjartanu.

En það er ekki mitt að skamma Palla, hann er ágætur á sinn hátt og hans vegna vona að ég að hann hafi sannfæringu fyrir forneskju sinni en sé ekki að þjóna þeim sem borga honum laun.

En hann skaðar málstaðinn gegn ESB meir en hann bætir.  

Lestu pistil Hólmfríðar Bjarnadóttur, ég ætla að linka á hann hér á eftir í síðasta pistli mínum um Útburðinn.  Hólmfríður þekkir hvað það er að vera níddur niður í skítinn af bankamönnum og hún vil engum það hlutskipti.  Þess vegna vill hún evru, og þess vegna hefur hún stutt ríkisstjórnina í ESB og ICEsave, hún taldi og hugsanlega telur enn, ICEsave vera hundsbitið sem þjóðin þarf að sætta sig við til að komast í skjól evrunnar.  Við verðum að hafa í huga að Hólmfríður og svo margir með hennar sáru reynslu, mótuðu þessar skoðanir sínar áður en veikleikar evrunnar komu í ljós.

Þó ég sýni enga miskunn í pistlum mínum þá skil ég alveg afstöðu heiðarlegs fólks sem tók þá ákvörðun að láta ICEsave yfir sig ganga því það taldi meiri hagsmuni í húfi.

Og meðan fólki í skuldaerfiðleikum er engin miskunn sýnd, þá mun það alltaf leita útgönguleiða.  Og þegar talsmenn ESB andstæðinga hæða það í þokkabót, þá er eðlilegt að það verði hallt undir málstað innlimunarsinna.

Því hagsmunir heimilisins eru alltaf í fyrsta sæti Elle.

En þessu er að ljúka, er að koma mér að verki, þarf fyrst að klára athugasemdirnar.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 10.2.2012 kl. 08:52

12 Smámynd: Elle_

Ómar, allavega nokkrir Evrópusambandassinnar eins Magnús Helga og Sigurð M. Grétarsson sem töluðu gegn leiðréttingu skulda.  Og Vilhjálmur Þorsteinsson var með þeim hörðustu gegn skuldurum.  Rök Hólmfríðar hafa að mínum dómi alltaf verið óskiljanleg og ég hef enga vægð við neinn sem vildi sættast á kúgunarsamninginn, nema þeir dragi stuðninginn til baka.  Þú ert bara ´stórari´ en ég að geta það.

Elle_, 10.2.2012 kl. 15:03

13 Smámynd: Elle_

Ha, ha, ég var að laga og allt kom öfugt út: - - -allavega nokkrir Evrópusambandssinnar eins Magnús Helgi og Sigurður M. Grétarsson - - -

Elle_, 10.2.2012 kl. 15:05

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Elle, enn og aftur skrifar þú án þess að hugsa.

Ég var ekki að afsaka ICEsave stuðning Hólmfríðar, ég var að benda þér á af hverju hann stafaði.

Og ég benti þér á að þúsundir hugsuðu eins og hún.

Og allt tal ESB andstæðinga gegn heilbrigðri skynsemi í skuldamálum heimilanna, það eykur fylgi ESB innlimunarsinna.

Þessi staðreynd þýðir ekki að ég sé sammála, hún er einfaldlega staðreynd um hvernig menn skjóta sig í fótinn.

Svo ég víki að Hólmfríði, þá var pistill hennar uppgjör við Vilhjálm, ef þú læsir þann pistil sem Vilhjálmur komst að þeirri niðurstöðu að stórnvöld ættu ekki að leiðrétta Hrunskuldir því það kostaði útgjöld fyrir ríkissjóð (allar aðstoðir við fólk í neyð kosta pening, Viðlagasjóðsgjald var lagt á vegna hamfaranna í Vestmannaeyjum) og síðan rök Marínós, þá skyldir þú hvað pistill Hólmfríðar væir sterkur.

Það ef þú værir á móti Útburði.

Ég var ekki að ræða um ESB aðild, ég var að ræða um Útburð.  En vegna stuðnings Palla við Útburðinn (fjármálaöfl og ríkisstjórnina) þá býr hann til andstæðinga sinna eigin skoðana.

Hvað er flókið við þessa rökleiðslu Elle????

Hvað þarf að tapa mörgum orrustum til að þú kveikir???

Og hvaða taktík skilaði eina sigrinum sem Andstaðan hefur náð, ICEsave sigrinum???

Að halda í stríð án taktíkar er bein ávísun á ósigur.  Það kennir sagan en íslenska Andófið er ólæst á staðreyndir og tapar því öllum sínum stríðum.

Og Útburðurinn græðir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2012 kl. 17:13

15 Smámynd: Elle_

Ómar, já eg orðaði það vitlaust en í alvöru hugsaði ég fyrst.  Og veit þú varst ekkert að afsaka það heldur sagðistu skilja það.  Og ég var að meina að ég hefði ekki einu sinni vægð til að skilja það.  Og ég skildi vel málflutninginn þinn um óvægð andstæðinga EU eins og Páls í skuldamálum, Ómar, og hvað það gæti skemmt.  Hví heldurðu að ég skilji það ekki?  Og já, ég hef alltaf viljað að óeðliega hækkaðar ránskuldir vegna kolfalls gengisins og ofsaverðólgu vegna falls bankanna og innanbúðaþjófnaðar yrðu leiðréttar.  Skrif Hólmfríðar nenni ég alls ekki að lesa lengur samt.  

Elle_, 10.2.2012 kl. 18:30

16 Smámynd: Elle_

Og ég var líka að benda á að nokkrir EU-inngöngusinnar hefðu verið nokkrir hörðustu andstæðingar gegn leiðréttingu ránskulda.  Og nefndi 3 og hef að vísu bent á ósamræmi Magnúsar Helga fyrr og í síðu Páls, þar sem Magnús Helgi var að dásama evruna eins vanalega og ráðast á ísl. krónuna vegna hækkana skulda.  Já, sami maður og barðist eins og brjálað ljón fyrir að ´óráðsíufólkið´ tæki á sig ránið.  Fáránleiki fáránleikans kemur líka vanalega frá honum og nokkrum öðrum EU-yfirtökusinnum.  Vonandi skemmdi það líka fyrir þeim.

Elle_, 10.2.2012 kl. 19:09

17 Smámynd: Elle_

Og eitt enn um sömu menn, Ómar, vil ég segja: Þeir börðust líka eins og ljón fyrir ICESAVE.   Gjörsamlega óskiljanlegir og allir úr sama ómannúðlega flokknum.

Elle_, 10.2.2012 kl. 19:31

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Elle, ef þú værir að berjast gegn Útburði, þá læsir þú skrif Hólmfríðar, þó að þið hafið tekist á í öðrum málum.  Það sem gerir skrif hennar sérstakt er tvennt, það er aldurinn því hún er á þeim aldri þar sem flestir hafa áhyggjur af lífeyri sínum og eru því ginkeyptir fyrir lýðskruminum um að leiðrétting á skuldum unga fólksins bitni á lífeyri þeirra þegar orsakasamhengið er þveröfgt.

Hitt er að þau koma innan úr herbúðum óvinarins því Samfylkingin er sá flokkur sem einarðast hefur varið verðtrygginguna.

Svo má kannski bæta við að þau koma frá hjartanu.

Hugsanafeill þinn er að loka á þau fyrirfram vegna annarra erja og þar með ert þú búinn, fyrirfram að útiloka að þú náir þeim árangri sem þú gætir náð.  Menn dilka ekki þegar heildarhópurinn í Andstöðunni er ekki nógu stór.

Og þessi hugvilla er meginskýring þess að gamla valdaklíkan ræður öllu.

Það er ekki nóg að vera á móti, og geta fært ótal rök fyrir að maður hafi sýnt það, ef sú taktík sem maður velur, skilar þeim árangri að maður nær ekki árangri.

Það er þetta sem ég er að benda á Elle, ekki að þú skiljir ekki að forneskja Páls skaðar málstað ESB andstæðinga, þú tókst það strax fram að þú sæir það samhengi.

Elle, í stríði verður maður að berjast með öllum sem vilja manna skotgrafirnar gegn óvininum.

Og í baráttunni gegn Úburðinum eru margir ICEsave sinnar.  Og í óvinahópnum margir sem áður voru samherjar í ICESave.

Þannig er nú það Elle.  Ætla núna að spjalla við Sigurð, og mun ekki leiðast það.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 11.2.2012 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 610
  • Sl. sólarhring: 639
  • Sl. viku: 5255
  • Frá upphafi: 1326786

Annað

  • Innlit í dag: 560
  • Innlit sl. viku: 4658
  • Gestir í dag: 528
  • IP-tölur í dag: 514

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband