Mannréttindabrot í Fjarskaistan.

 

Eru fólki hugleikin þessa dagana.

Sérstaklega fólki sem á einhvern hátt tengist vinstri flokkunum sem halda tugþúsundum manna í heljargreipum Hrunskulda.  

Þessu fólki er aldrei tíðrætt um þau mannréttindabrot að fólk sé skuldaþrælkað eða borið út af heimilum sínum vegna fjármálahamfara sem auðrónar landsins bera ábyrgð á.

Það hefur hinsvegar miklar áhyggjur af stöðu mála í Fjarskaistan sem er eins og allir vita land víðsvegar um heiminn sem fári vita um og ennþá fáir geta tengt sig við.

Og það sem meira er, áhyggjurnar eru sérstaklega miklar þegar hin forboðna umræða um Réttlæti handa heimilum landsins nær uppá yfirborð fjölmiðla eða inná Alþingi.

Þá bókstaflega rignir yfir þjóðina uppákomum um eitthvað alveg skelfilegt sem á sér stað einhvers staðar langt langt í burtu.

 

Það ömurlegasta við þessa siðblindu er að oft er eitthvað góðviljað góðmenni fengið til að koma uppákomunum á framfæri.  Einhverjir sem fjölmiðlamenn í vinnu hjá auðmönnum, geta talað við án þess að auðtengingin blasi við öllum.

Það dregur samt úr áhrifunum þegar fólk fattar að viðkomandi góðviljaði einstaklingur hefur ekki lyft litla fingri til að hjálpa einstæðu móðurinni í Breiðagerði eða öðrum einstæðum mæðrum þessa lands. 

Enda hefur hinn sjálfhverfi einstaklingur ekki hugmynd um að um 40% einstæðra foreldra lifir í ótta Útburða.

Hann hefur ekki hugmynd um það því það hefur aldrei hvarflað að honum að kynna sér neyð samlanda sinna.

Viðhlæjendur hans, vinstrivinir auðrónanna, halda líka að honum glamúr lýsingum um hinn meinta efnahagsbata þjóðarinnar og sýna honum ótal heimil velstæðs fólks sem hefur fengið megnið af skuldum sínum afskrifað af vinum sínum í bankakerfinu.

Á heimilum hinna afskrifuðu er nefnilega gaman að vera glamúros þó það sé ekki fínt í Kristalhöllinni í Fjarskaistan.

 

Annar ömurleiki er sá að hin meintu brot gegn almennum borgurum vegna byggingar þessar auðrónahallar eru aðeins brot af þeim ömurleika sem hefur átt sér stað í þessu héraði Fjarskaistan, Aserbaídsjan.  Og langt í þau verstu.

En fyrir söngvakeppnina ræddi það enginn, þá háði baráttufólk þar fyrir mannréttindum sína vonlitlu baráttu án nokkurs stuðnings frá hinum góðviljuðu á Íslandi..

Það var ekki þetta baráttufólk sem bað hina góðviljuðu að rísa upp gegn athyglinni sem landið fær, og það ætlar að nýta þjóð sinni til góðs, það voru íslenskir auðrónar sem skipulögðu þessa uppákomu.

Það eru þeir sem eiga allt undir að þjóðin ræði önnur réttlætismál en sín eigin. Og það er engin tilviljun að fjölmiðill þeirra, Ríkisútvarpið, blási þessa umræðu upp.  Það er nefnilega takmörkuð fyrir hvað lengi er hægt að fjalla um meinta mengun í áburði eða óvottað salt.  

 

En fólkið í Aserbaidsjan vill þessa keppni, hún eykur þjóðarstolt þeirra og samkennd.  

Hún ljær líka baráttufólki um mannréttindi tækifæri til að þrýsta á stjórnvöld, það er allavega ekki fangelsað á meðan keppnin fer fram.  Það fær kannski 5 dýrmætar vikur til að tjá sig í fjölmiðlum án þess að vera lamið í klessu.

Það hefur aldrei áður fengið 5 vikur frjálsar, ekki einu sinni eina viku, ekki einn dag.

Og núna standa auðrónar á Íslandi fyrir átaki til að svipta því þessu frelsi.

 

Þeir sem aldrei hafa þurft að sækja kúgun og ofbeldi vegna skoðana sinna, vita ekki hvað einn dagur í frelsi er dýrmætur, hvað miklum skilaboðum er hægt að koma á framfæri þennan eina dag.

Látum ekki íslenska auðrónana eyðileggja þann dag.

 

Þeir hafa gert nógu illt af sér samt.

Þeir bera út börn af heimilum sínum og við erum svo siðferðislega brengluð að við lyftum ekki litla fingri þeim til varnar.

 

Gerum ekki eymd okkar verri með þvi að þykjast góðmenni í Fjarskaistan.

Því við erum ekki góðmenni.

 

Góðmenni líða ekki Útburð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Evróvisjón í skugga kúgunar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já maður spyr ekki að þessu vinstra pakki. Alltaf að skipta sér að mannréttindabrotum. Meiri andskotans plágan.

hilmar jónsson, 8.2.2012 kl. 18:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Er það Hilmar, segðu mér.

Getur þú bent mér á eitt blogg því til sönnunar, eina grein, eitthvað???

Ég er að meina eftir 9. feb 2009, ég kann hin ágætlega á nokkur seifuð fyrir utan ótölufjölda blaðagrein sem blésu mér kapp í kinn.

Að ég minnist ekki á ljóð og bækur, um verkamenn og öreiga eða fátækt fólk.

En eftir feb 2009, þar þrýtur þekking mín þannig að fróðleikur að mér fróðari væri vel þeginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2012 kl. 18:52

3 identicon

RUV-ohf er líka duglegt að flytja okkur fréttir af óánægðum þegnum Sýrlands

Svo mjög að það virðist vera fátt annað að gerast erlendis

Grímur (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 19:20

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það virðist fátt annað að gerast herlendis heldur

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.2.2012 kl. 21:22

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Grimur ef ad tad væru drepin fjøldi mans her a hverjum deigi eftir skipun fra stjornvøldum,ætli vid yrdum ekki feigin ef einhverjir fjølmidlar erlendis mundi fjalla um malid,en tad er greinilegt ad tad skiftir meira mali hvort velstætt folk i Baku tarf ad flytja eda ekki,tvi ef tid kinnid ikkur maliid ta er tetta eitt af dyrari hverfum borgarinnar og verd a fermetra svipad og i godu kverfi i Reykjavik,eg er ekki tar med ad seigja ad tad skifti ekki mali ad manrettindin eru brotin tarna,en hvar voru allir tessir verndarar manrettinda tegar kepnin var haldin i Ruslandi Serbiu Tyrklandi Ukrinu Israel,alt lønd tar sem manrettindi eru trodin fotum,eda tegar Kinverjar tvinga folk i hunduda tusunda tali til ad flytja fra heimilum sinum.

Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.2.2012 kl. 14:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þeir voru kannski í vettvangskönnun í Fjarskaistan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2012 kl. 14:21

7 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Haha ja ætli tad ekki,og svo verdum vid bara ad vona ad teir hafi ekki verid teknir i rassin tarna i Fjarskaistan

Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.2.2012 kl. 14:44

8 identicon

Ísrael er land þar sem verstu óvinir ríkisins, hryðjuverkamenn sem segjast vilja eyða landinu og drekkja hverjum einasta meðlimi meirihlutans á hafi úti...og álíka fallega hluti, hafa kosningarrétt, og fá ókeypis háskólamenntun í fangelsum þegar þeir eru fangelsaðir fyrir hryðjuverk. Palestínskir Ísraelar, arabar með arabískan ríkisborgararétt, eru margir hverjir mjög vel menntaðir, og þó nokkur fjöldi situr á alþingi...Reyndu að lesa væni og ekki bera saman fugl og fisk. Mannréttindabarátta vesturlanda hefur alltaf verið leidd af gyðingum, þeir fundu eftir allt saman upp "vinstristefnuna", og leiddu áfram hægri stefnuna líka reyndar. Marx, Trotsky, Milton Friedman, you name it...allt gyðingar, þú skilur? Og það voru næstum bara gyðingar sem nenntu að mótmæla þrælahaldinu í Bandaríkjunum á sínum tíma (vel yfir 90% allra hvíta sem mættu á svæðið, restin mest Quaker fólk, ...þú getur fundið tölur um þetta ef þú leitar, vel skjalfest og hluti af opinberri bandarískri sögu) og enn í dag nenna nær eingöngu gyðingar þar í landi, eða hlutfallslegur meirihluti þeirra sem mótmælir, einu né neinu mannréttindabroti, að gera eitt né neitt. Frægustu feministarnir voru líka margir gyðingar. Og í dag eru helstu talsmenn mannréttinda fólk eins og Naomi Klein og Noam Chomsky etc, ef þú ferð út í hörðustu vinstrilínuna, og þetta eru nær allt gyðingar...enginn annar treystir sér í djobbið. Ef þú ferð á Occupy Wallstreet mótmælin í New York núna eru um 85% allra sem nenna að mæta þar núna gyðingar, það er slatti en þó furðuhátt hlutfallið inni á Wallstreet...svo rjóminn til vinstri og hægri er og var alltaf gyðingar, og það á líka við um götuhetjurnar. Þannig að Ísrael og Fjarskaistan samanburðurinn virkar ekki alveg, enda frekar fráleitt. Hvar væri nútíminn án Einstein, Freud og félaga, Marx, Milton og svo framvegis? Já, hvergi? Og hver ert þú? Afurð Kristins (=Ný-Gyðingdómur) Velferðarsamfélags (=Ný-Marxismi= af gyðingi komið). En þú hefur gaman af að "bite the hands that feed you" greinilega. Reyndu nú að bera smá virðingu fyrir andlegum foreldrum þínum sem þú skuldar það, og fleirum en Jesús frá Nazaret, að hafa hætt að höggva mann og annan í torfbænum þínum í villimannaheimi allra á móti öllum. Smá þakklæti er bara kurteisi!

Sannsögull (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 03:34

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir að heiðra mig með nærveru minni Sannsögull, en ef þú vilt að ég munnhöggvist við þig þá verður þú að læra að fókusa þig.

Takk fyrir innlitið Þorsteinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2012 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband