5.2.2012 | 14:10
"Ekki benda á mig" ber alla ábyrgð.
Og almenningur borgar reikninginn.
Hins vegar hefur Jón Ásgeir þann manndóm sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki, að leggja til stofnun Sannleiksnefndar.
Sannleiksnefndar sem hefur það hlutverk að rannsaka allt og alla. Stjórnmálamenn, háskólamálaliðana, fjölmiðlafólkið sem seldi sálu sína fyrir feitan almannatengil.
Því það var lygin sem gerði Hrunið mögulegt og það er lygin sem viðheldur níðingsháttnum gagnvart heimilum landsins.
Og sannleiksnefndin hefur það afl sem þarf til að afhjúpa hana og það er sannleikurinn sem mun gera þjóðina frjálsa.
Þegar aðalhrunsmiðurinn hefur þann kjark sem þarf til að gera þjóðina frjálsa þá spyr maður sig hvað dvelur Orminn langa.
Af hverju situr hann útí Móum og tuðar endalaust um þátt annarra í Hruninu. Hann ætti að vita að það er enginn betur til þess fallinn að segja rétt frá hans hlut en hann sjálfur og eina formið sem gerir þá Sögn trúverðuga er form Sannleiksnefndarinnar.
Og sannleikurinn mun gera hann frjálsan svo hann geti eytt ellinni í annað en eilíft tuð út i þennan skuggalega náunga sem gengur undir nafninu "Ekki benda á mig".
Hann gæti til dæmis eytt ellinni í að berjast fyrir Réttlæti handa Fórnarlömbum Hrunsins.
Og þar sem hann er rammígur að afli þá gæti hann eins og Þór forðum, lagt Útburðinn í fjötra þannig að fátæk börn þurfi ekki lengur að óttast að vera rekin út rúmum sínum og send út á Gaddinn til að veslast þar upp í fátækt og örbirgð Hrunskuldanna.
Það er nefnilega þannig að það er margt hægt að gera til að rétta sinn hlut hjá almættinu og þegar upp er staðið þá er það sem telur þegar líf manns er gert upp.
Og hvað sem verður sagt um Jón Ásgeir Jóhannesson að þá er hann eini gerandinn sem hefur lagt til stofnun Sannleiksnefndar.
Og áður en menn fordæma hugmynd hans þá mættu menn spá í af hverju valdelítan kom Hrunuppgjörinu í þann farveg að aðeins einn maður var dreginn til ábyrgðar.
Valdaelítan þolir ekki sannleikann, forsenda valda hennar er Lygin.
Sannleikurinn mun svipta hana völdum.
Þess vegna vill valdaelítan að "Ekki benda á mig" beri alla ábyrgð.
En var valdelítan ekki búin að afskrifa Orminn???
Hví þorir hann ekki gegn henni???
Kveðja að austan.
Hafnar því að bera ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 257
- Sl. sólarhring: 692
- Sl. viku: 5841
- Frá upphafi: 1399780
Annað
- Innlit í dag: 226
- Innlit sl. viku: 4990
- Gestir í dag: 222
- IP-tölur í dag: 222
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað vill Jón Ásgeir sannleiksnefndarformið. Þá er hann laus allra mál og ekki hægt að lögsækja hann fyrri neitt. Miljarðarnir á Bahama eða hvar þeir nú eru niðurkomnir í öruggu skjóli og ekkert vesen.
Þú ert nú eitthvað verulega að misskilja merkingu orðsins "manndómur"
Landfari, 5.2.2012 kl. 16:07
Hefur Jón Ásgeir manndóm? Það er frétt fyrir mig. Hann eða kona hans reka 365 fjölmiðla sem reka Esb-Fréttablaðið sem reynir með lygastarfsemi (dæmi) að véla íslenzku þjóðina inn í Evrópusamband sem er í höndum 10 gamalla nýlenduvelda. Hverjum var Jón Ásgeir að þókknast, ef eða þegar hann ákvað að reka þennan afleita fjölmiðil með tapi?
Svo var hann ásamt Bakka(varar)bræðrum ábyrgur – með lymskulegum aðferðum að ýmissa mati – fyrir þeim stórfyrirtækjum sem fengu þau lán sem ollu hálfu tapi íslenzkra lífeyrissjóða við bankahrunið! Alls var þetta hálfa tap sjóðanna upp á um 240 milljarða króna.
Heildartap lífeyrissjóðanna vegna hrunsins (um 480 ma.) "jafngildir um tveimur milljónum á hvern einasta Íslending sem á réttindi í sjóðunum. Þetta samsvarar iðgjöldum meðal-launamanns í tólf ár." (Rúv.)
Hefur Jón Ásgeir manndóm? Oft má taka orð þín eins og staf á bók, Ómar, en það geri ég ekki, vinur minn, í þetta sinn! Lúalegar eru aðferðir Evrópusambandsins gagnvart íslenzku þjóðinni, með mútu-boðsferðum manna til Brussel í hundraða tali, mútustyrkjum, stofnun Esvrópusambands-áróðursstofu, 230 milljónum í áróður á vegum hennar, og lúalegt er athæfi Esb-Fréttablaðs Jóns Ásgeirs og/eða konu hans gagnvart þjóðinni sömuleiðis!
Jón Valur Jensson, 5.2.2012 kl. 16:08
Blessaður Landfari.
Er einhver að ákæra Jón Ásgeir þessa dagana???? Veistu hvað ár er??? Hvað er langt um liðið frá Hruni????
En það er einkennandi fyrir meðreiðarsveina hans að vilja hanga eins og tannlaus hundur á ákærunni á hendur Geir Harde.
Hvað óttast þeir????
Sannleikann?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2012 kl. 18:34
Blessaður Jón Valur.
Hafi þessi pistill opnað augun þín fyrir því að þú eigir ekki að taka nokkuð sem frá mér kemur eins og stafur á bók, þá var það löngu tímabært og aðeins það eitt réttlætti pistilinn.
Ég er að mér vitanlega einn af örfáum mönnum sem hef gefið út þá yfirlýsingu í upphafi bloggferils míns að ég sé í stríði, bloggið sé mín skotgröf. Það flokkast þess vegna undir áróður og eitt að því síðasta sem ég hef í huga er að hafa það sem sannara reynist. Einu mörkin sem ég hef sett, og það er nauðsynlegt vegna virkni bloggsins, er að ég fer rétt með staðreyndir og leiðrétti mig ef á það er bent.
Annars reyni ég næstum því alltaf að setja hlutina upp á sem versta veg fyrir þann hóp manna sem sveik þjóðina í hendur ómenna AGS. Og þar með náttúrulega í ICESave. Jafnframt hef ég fyrirgefið öllum fornar væringar, ef þeir stóðu gegn AGS/ICEsave og hef haldið því samviskusamlega til haga.
Útburðurinn og fleira eins og heiðarlegt uppgjör við Hrunið er aðeins angi af hinu stóra stríði sem ég er í og allir þræðir í pistlum mínum leita í þá átt.
Flóknara er það nú ekki Jón Valur.
En svona smá forvitni, hvað hefur þú á móti Sannleiksnefndinni og um hvern heldur að ég sé að blogga, og þá með brýningu til góðra verka????
Hélt að það seinna væri augljóst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2012 kl. 18:48
Þakka þér Ómar minn, heiðarlegt svar þitt. Kem hingað aftur, þegar tími gefst til, er nýlega kominn heim og varð þá fyrst að gefa mig í slaginn við Esb-dindilmennsku sumra á /síðu Páls Vilhjálmssonar.
Jón Valur Jensson, 5.2.2012 kl. 20:03
Góður Ómar ævinlega og flottur baráttujaxl á blogginu.
Sigurður Haraldsson, 6.2.2012 kl. 02:02
Yrði ekki sannleiksnefnd eins og aðrar pantaðar nefndir sem myndi passa upp á það yrði bara stigið á sumar tær ekki allar? Hér virðist allt vera eins og í "the Animal farm" allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 08:01
Ómar. Ég viðurkenni að mér fannst þetta góð tillaga hjá Jóni Ásgeiri, með sannleiksnefndina. Ég tel hins vegar ekki að Jón Ásgeir, né hans stuðnings-flokkur, sé með siðferðislega heilbrigða og réttláta dómgreind sem til þarf, til að velja fólk í þá sannleiksnefnd.
Ég velti því fyrir mér hvort svona tillaga hefði nokkurn tíma komið frá þeim, sem rændu gamla Búnaðarbankanum og Landsbankanum á sínum tíma?
Ég held að Jón Ásgeir sé bara smákrimmi, og næstum ósýnilegur við hliðina á þeim Kaupa-þingið-bankana hvítflibba-glæpabankaræningjanna. Hvítflibbarnir eru þeir sem lengst komast í að kaupa sér lygara til að blekkja og rugla almenning, til að hylja sína afbrotaslóð.
Ég er ekki að verja Jón Ásgeir fyrir það sem hann ber ábyrgð á, heldur að beina kastljósinu að þeim sem eru miklu hættulegri, og virðast nánast sleppa við ásakanir, vegna sinna hvítflibbaglæpa (sem eru langalvarlegastir).
Sannleiksnefnd, er bara mjög góð tillaga hjá Jóni Ásgeiri! Þeir sem eru á móti þeirri tillögu, þurfa að koma með heiðarleg og trúverðug rök fyrir því, hvers vegna ekki ætti að hafa slíka nefnd til að fara yfir málin!
Eins og þú bendir réttilega á, þá verður tortímandi lyginni ekki útrýmt, og ekkert gert upp án slíkrar nefndar. Hver vill ekki heiðarlegt uppgjör, og hvað hræðast þeir, sem reyna að tala það niður?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2012 kl. 09:47
Jón Ásgeir víkst undan ábyrgð, segir: "Ekki benda á mig," bendir hins vegar sjálfur á aðra, ekki alla aðra, en langleiðina í það! Vill "stofnun sannleiksnefndar" sem hafa eigi svo viðamikið ætlunarverk, að nánast verði útilokað, að hún komist yfir það skammlaust, og eflaust yrði hún skipuð af pólitíska valdinu – sbr. rannsóknarnefndina sem var með aukaviðhengið, siðferðisnefndina, pólitískt skipaða, þar sem þess var gætt, að Samfylkingin hefði úrslitaáhrif, með gamla vopnasystur ISG úr Kvennalistanum, enda hvítþvoði hún Ingibjörgu Sólrúnu, sem hafði þó tekið völd og vitneskju af Björgvin G. Sigurðssyni, og hvítþvoði Jóhönnu líka, sem sat þó í fjögurra ráðherra efnahagsnefndinni, – en að dæma forseta Íslands út á lítið sem ekkert, það gátu þau, Kristín Ástgeirsdóttir og félagar!
Jón Valur Jensson, 6.2.2012 kl. 10:08
Takk Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2012 kl. 10:55
Blessaður Kristján.
Það liggur í hlutarins eðli að þá er það ekki Sannleiksnefnd, kannski hugsanlega einhver bastarður með litli essi og þá heldur deilan endalausa bara áfram og við lemjum á Óbermunum í bloggheimum þar til þeir láta undan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2012 kl. 10:57
Blessuð Anna.
Eins og oft áður nærð þú kjarna málsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2012 kl. 11:00
Blessaður Jón Valur.
Vel má vera að nafni þinn hafi eitthvað slíkt í huga, að þvæla málið út í eitt, og vel má vera að það sé öfl á þingi sem hafa hag af því. Eiginlega er allt sem bendir til þess.
En það kemur málinu ekkert við hvað okkur varðar. Ég fjallaði mikið um hugsunina á bak við Sannleiksnefnd á sínum tíma, lítið reyndar í pistlum en mikið í svona umræðum við samherja í athugasemdarkerfinu. Hugmyndafræðin er mjög einföld og hún virkar, sagan á eina lifandi sönnun þess. Ég ætla ekki að rifja upp mín skrif, vísa í ágætan pistil á bloggi Einars Björns frá því í gær þar sem hann skemar hugsunina og hugmyndafræðina mjög vel upp og vitnar svo í eldri pistla með linkum.
En ég ætla að rifja það upp að ég spáði því á sínum tíma að ef fólk sem í alvöru vildi breytingar, og það er fólk í öllum flokkum með annars mjög ólíkar lífsskoðanir, þá myndi það sameinast um slíkt ferli.
Því þetta væri eina ferlið sem næði atburðarrásinni uppá yfirborðið ásamt að afhjúpa leynda þræði og hagsmunatengsl. Hvað sem gerðist í framhaldinu, þá væri öruggt að gerendur Hrunsins næðu ekki að endurskapa ástandið undir sinni stjórn með þeim aðferðum sem þeir notuðu.
En ef þetta væri ekki gert, þá leitaði allt í sama farið, og ef eitthvað uppgjör færi fram, þá væri það með aðferðum kattarins.
Ég sagði þetta ári áður en skrípaleikurinn sem kenndur er við Landsdóm leit dagsins ljós.
Og ég held að fáir reyni í alvöru að bera á móti að allt það sem ég varaði við, hafi gengið eftir.
Ekkert uppgjör, sama gamla þjóðfélagið. Þú þekkir það vel á þínu skinni í sambandi við hið endurreista Baugsmiðlaveldi.
Meginstyrkur Sannleiksnefndar sem uppgjörstæki er sú einfalda staðreynd, að það er mjög erfitt að vera á móti sannleikanum, þá er eins og þú hafir eitthvað að fela. Sú aðferða að benda alltaf á "Ekki benda á mig", hún er ekki lengur trúverðug þegar þú hamast gegn því að "Ekki benda á mig" sé rannsakaður.
Og þegar Sannleiksnefndin er komin að stað, þá lýtur hún sínum eigin lögmálum, og enginn utanaðkomandi getur íthlutast í þá atburðarrás.
Með öðrum orðum, hún er snilld.
Og allir sem vilja heiðarlegt og réttlátt þjóðfélag, styðja þá hugmynd.
Og hún gagnast öllum, líka þeim sem hafa fortíð að verja, því sannleikurinn og afsökunin er forsenda fyrirgefningar, og fyrirgefning er forsenda siðaðs samfélags.
Og siðað samfélag er forsenda réttlætis sem er forsenda alls hins góða sem við viljum að sé til staðar í samfélagi okkar.
Og það sem meira er Jón Valur, ef þú gætir ekki að grunninum þá er endurreisnin dæmd til að mistakast.
Og þá til dæmis endum við í ESB.
Og varla viltu það???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2012 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.