Menn hafa áður "verið sem lamaðir".

 

Gagnvart skipunum frá Berlín.

Og þá eins og nú snérust skipanirnar um mannvonsku og djöfulskap, um Helför.

Og hvílíkar mannleysur eru evrópskir stjórnmálamenn að taka fríviljugir þátt í Helförinni gegn grískri þjóð. 

Myndu þeir gera sínum eigin þjóðum þetta???

Munum að allar hörmungar eiga sér sína byrjun, þá byrjun að fólk láti sig hlutskipti náungans sig engu varða, ef það hefur hag af ómennskunni eða það telur að hún  láti sig í friði.

En ómennskan lætur engan í friði, ekki til lengdar, og þess vegna er talað um Hörmungar nasismans, Hörmungar kommúnismans, Hörmungar frjálshyggjunnar svo ég nefni meginhelstefnur pólitískra trúarbragða.

Og í Evrópu í dag eru fjórðu Hörmungarnar í uppsiglinu, Hörmungar Eurokratans.

Þar sem fólki er ekki hlíft svo fjármagnað megi skrimta.

 

Allt á sér sína byrjun.

Kveðja að austan.


mbl.is Gríðarlegur þrýstingur á Grikki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhvað sem bendir til þess að þrýstingur frá Þjóðverjum hafi verið eitthvað minni þegar tryggja á átti endurheimtur kröfuhafa á Íslandi eftir hrun?  Ég held ekki.

Þýski fjármálaráðherran lét verst og hafði hæst af þeim mannskap sem sótti að Árna Mathiesen þegar evrópskir ráðamenn settu á svið 24 klst. Icesave dómstól í ömurlegri tilraun til þess að þvinga íslensk stjórnvöld til þess að kyngja Icesave ógeðsdrykknum rétt eftir hrun.

Og fulltrúum Deutsche bank var boðið sérstaklega á fund með íslenskum ráðamönnum þegar þurfti að fá staðfestingu kröfuhafa snemma árs 2009 fyrir því að aðförin að skuldugum heimilum landsmanna væri útfærð eins og þeir óskuðu.

Er nokkur maður sem trúir því að þeir ráðamenn sem sem við sitjum uppi með núna myndu standa í fæturnar ef kvæst yrði á þá á þýsku?  Ég held ekki. 

Seiken (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 12:23

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ómar...Husunarháttur þjóðverja hefur ekkert breist í Aldanarás..þeir einir hafa litið á sig sem hina útvöldu þjóð allra þjóða.Drottna og ráða,vei þeim sem vilja inn í ESB..

Vilhjálmur Stefánsson, 5.2.2012 kl. 12:50

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Vil benda Vilhjálmi á að lesa aðeins betur yfir söguna.

Rómverjar, Svíjar, Danir Frakkar(Napoleon), og fleiri hafa verið í keppni um þennan vafasama titil.

Þó mun rétt vera að Þjóðverjar hafa oftar en hinir litið á sig sem hina "útvöldu" þjóð sem skuli drottna yfir heiminum.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.2.2012 kl. 12:55

4 identicon

Þetta getur ekki veirð satt

RUV ohf minntist ekkert á þetta

og vor ástkæri forsætisráðherra hefur margoft sagt að allt verði miklu betra á Íslandi þegar þessu aðlögunarferli að ESB lýkur.

Grímur (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 14:19

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Veit ekki Vilhjálmur hvort þeir einu þjáist af þessari minnimáttarkennd og tek undir með Ólafi að lítil typpi koma víðar við sögu.

En kjarninn er samt sá að það er verið að níðast á fólki í Grikklandi og hin siðaða Evrópa gerir ekkert í því.

Og þetta er ekki í fyrsta skiptið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2012 kl. 15:02

6 Smámynd: Björn Emilsson

Þjóðverjar eru afkomendur Asseríumanna. Þessi þjóðflokkur er herskár og illskeyttur og leggur undir sig lönd og lýði. Siður þeirra er að útrýma þeim þjóðum sem þeir leggja undir sig, samanber útrýmingu gyðinga. Nú eru þeir á góðri leið með að leggja undir sig Evrópu. Lítur helst útfyrir að þeim takist það í þetta sinn. Méð nýjum aðferðum þó. Sama blasir við islendingum, þegar þar að kemur, þeim verður útrýmt. Þjóðverjar eru stærsti inntlytjendahópur Bandaríkjanna. Þeir stjórna þar hermálum og geimferðum með heimsyfirráð að markmiði.

Björn Emilsson, 5.2.2012 kl. 17:55

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Vá, það er ekki oft sem ég er toppaður Björn.

Minni samt á að ég er að tala um meðreiðarsveina, og ef maður útvíkkar aðeins það hugtak, væntanlega meðreiðarsveina.

Hvernig samræmist meðferðin á Grikkjum hugsjónum íslenskra jafnaðarmanna???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2012 kl. 18:29

8 identicon

Nazistar kölluðu sig Þjóðernis Jafnaöarmenn. Varla finnanlegt verra afl. Islenskir jafnaðarmenn eru menn með jafnaðarstefnu, góðmennsku og réttlæti að leiðarljósi, samanber Norðurlönd. Blanda sem ekki á við í harðri veróld ofbeldismanna. Sú jafnaðarstefna sem er rekin og ræður á Islandi í dag á ekkert skylt við jafnaðarmennsku. Ráðamenn á Islandi eru harðsvíraðir kommúnistar af gamla skólanum, sem eru loksins að ná takmarki sínu ´Sovét Island' Þessvegna sjá þeir fyrir sér Sæluríkið í Austri í formi ESB. Þeim verður þó ekki kápan úr því klæðinu, því Þjóðverjar munu senn undiroka alla Evrópu að Rússlandi ekki undanskildu. Bandaríkin styðja og vernda ESB og mun sjá til þess að þessi draumur þeirra rætist.

Bjorn Emilsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 189
  • Sl. sólarhring: 745
  • Sl. viku: 5473
  • Frá upphafi: 1327019

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 4855
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 164

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband