Auðmenn geta treyst á sína.

 

Vinstrimenn, andófsfólk, alla þá nytsama sakleysinga sem þeir ná að fóðra í gegnum miðla sína, DV, Fréttablaðið og Ruv.

Markmiðið er að tryggja óbreytt ástand, að ekkert uppgjör fari fram.

Og árangurinn kemur skýrt fram í þessari skoðanakönnun, hinir rændu og svívirtu styðja kvalara sína.

Og niðurstaðan kemur fram í þessum upplýsingum;

"Heildarskuldir fyrirtækja sem fengu gefnar eftir skuldir vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar námu um 482 milljörðum króna. Í heildina gáfu fjármálafyrirtækin því eftir 69% þess sem skuldað var.  Fjárfestingar- og eignarhaldsfélög, sem skulduðu einna mest, þegar litið var til tegundar atvinnustarfsemi eða 42% af heildarskuldunum, fengu hlutfallslega mesta eftirgjöf skulda eða 83% af þeim 206 milljörðum sem þau skulduðu."

 

Já, það er gott að vera þjófur á Íslandi.

Kveðja að austan.


mbl.is Klofin þjóð í afstöðu til ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að vera alveg yndislegt að vera svona vinstri kjáni og nytsamur sakleysingi meðan á könnunni ölið er, en þegar ölið klárast hvernig verða timburmennirnir?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 17:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Er þetta ekki bara sýrutripp Kristján??, ég allavega skil ekki svona umvendingu á lífsskoðunum og stefnu.

Jafnvel hreinræktaður valdaþorsti útskýrir ekki hið siðferðislega gjaldþrota íslenskra vinstrimanna.

En bjánabelgirnir eru víða, AGS sérhæfir sig í að níðast á kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins, samt samdi flokkurinn við sjóðinn um skipulagða helför íslensku þjóðarinnar.  Sem hefði gengið eftir ef almenningur hefði ekki gripið inní ICESave svikaferlið.

Ég held að þetta sé bara farið að snúast um kjarna mennskunnar, hvað hinn siðaði maður lætur bjóða sér og sérstaklega náunga sínum.

Flokkarnir ná ekki almennt að höndla þá hugsun en innan þeirra allra er siðað fólk.

Þar liggur vonin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband