3.2.2012 | 08:42
Nútíminn tekur böðla og dæmir.
Þetta mættu íslenskir vinstrimenn sem tóku það að sér í verktöku að níðast á heimilum landsins hafa í huga.
Vinstrimaðurinn í Kambódíu gat ekki notað það sem afsökun að hann hefði aðeins framfylgt skipun yfirmanna sinna, íslenski vinstrimaðurinn, sem vitnar í forlögin, að það hafi verið örlög hans að níðast á samborgurum sínum, hann mun líka hljóta dóm sögunnar sem bendir á að allir böðlar höfðu frjálsan vilja og gátu sagt Nei, sagt Nei við yfirmenn, sagt Nei við forlögin, sagt Nei við auðmenn.
Það er þannig að þó byssur eða peningar tryggi böðlum völd í augnablikinu þá eru slík völd fallvölt og sakborningastúkan tekið við að hægindum valdsins.
Sérstaklega hefur nútíminn reynst erfiður öllum þeim sem stunda níð og níðingshátt gagnvart samborgurum sínum. Tími Stalíns og annarra ómenna er einfaldlega liðinn.
Í dag lítur fólk á sig sem manneskjur, ekki fórnarlömb. Það rís upp, það berst, og það sigrar.
Líka á Íslandi.
Kveðja að austan.
Dæmdur í lífstíðarfangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.