31.1.2012 | 21:16
Röng tenging hjá Kristjáni Þór.
Lög ESB eru skýr hvað varðar ábyrgð almannasjóða á einkareknum tryggingasjóðum. Hún er ekki til staðar, NOT þýðir EKKI. Skiptir ekki máli hvað margir evrópskir stjórnmálamenn halda öðru fram, dómsstólar, þar á meðal EFTA dómurinn dæma eftir lögum.
Lög ESB eru líka skýr um frelsi fjármálastofnanna um starfsemi í öllum löndum hins evrópska efnhagssvæðis og á því formi sem þau kjósa. Vilji þau reka útibú í öðrum löndum í formi dótturfyrirtækja, þá gera þau það, algjörlega óháð vilja stjórnvalda hvort sem það er í heimalandi eða gistilandi.
Og vilji þau það ekki heldur starfa undir eigin nafni og kennitölu, þá ráða þau því líka.
Þetta kallast frjálst flæði þjónustu og er geirneglt bæði í lögum ESB sem og í EES samningnum. Ef Geir Harde hefði neytt Landsbankann til að setja ICESave í dótturfélög, þá var það mafíuaðgerð, lögbrot sem hefði skapað íslenskum stjórnvöldum beina skaðabótaábyrgð gagnvart öllum hluthöfum bankans.
Þetta eru staðreyndirnar á bak við ICEsave og þó íslenskir stjórnmálamenn þekki ekki til þessa staðreynda, og bulli því í ákæru sinni á hendur Geir Harde, þá hefur slíkt bull engin áhrif á niðurstöðu EFTA dómsins.
Hann dæmir jú eftir skýrum gildandi lögum.
En bullið hins vegar sannar eitt, eitthvað sem lengi hefur verið grunað.
Alþingismenn, allavega meirihluti þeirra, eru fífl.
Og það er hið sorglega við ICEsave þátt ákærunnar á hendur Geir Harde.
Og það má spyrja sig, því enginn, allavega mjög fáir, og þeir vinna allflestir hjá Ruv, er svona vitlaus að ákæra einhvern með augljósu bulli, að hverra hagsmuna eru þingmenn að gæta???
Svarið er augljóst þegar athugað er hverjir fengu bankanna gefna, hverjir fengu afskrifað, hverjir ráða öllu í dag????
Bull í einu ákærunni vegna Hrunsins tryggir að enginn mun sæta ábyrgð vegna þess sem gerðist í aðdraganda þess.
Og það tryggir tilgangslaus hjaðningsvíg um Ekkert, á meðan landsmenn eru rændir sínum síðasta eyri.
Kristjáni Þór Júlíussyni væri nær að tengja ákæruna við þá sem græða á henni.
En honum er kannski sama, hann þjónar kannski ennþá auðráninu???
Allavega styður hann ekki réttlátar kröfur heimilanna.
Ekki þegar á reyndi.
Kveðja að austan.
Landsdómsmál auðveldar málsókn ESA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 486
- Sl. sólarhring: 710
- Sl. viku: 6217
- Frá upphafi: 1399385
Annað
- Innlit í dag: 412
- Innlit sl. viku: 5267
- Gestir í dag: 379
- IP-tölur í dag: 374
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar. Ef lygin er ótrúleg, þá er sannleikurinn alla vega enn ótrúlegri.
Þeir flýja sannleikann og réttlætið ekki mikið lengur, klíku-flokks-gæðingarnir á hinu spillta og "háa" alþingi.
RÚV-fjölmiðlarnir hljóta að hafa eitthvað á hann Kristján Þór, sem ekki þolir umfjöllun gömlu flokka-hákarlanna. Hákarlanna sem múta honum á einhvern hátt, og láta hann gera allt sem Sjálfstæðó-bankmann biður um!
Mafían er miskunnar og samvisku-laus, og kann sína vinnu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2012 kl. 23:54
Blessuð Anna, þeir eru margir verri en Kristján Þór, hann á til dæmis eina bestu blaðagreinina sem skrifuð hefur verið um vanda heimilanna. En þegar á reyndi þá brast honum kjark til að standa á sannfæringu sinni og það er miður, bæði fyrir hann, flokk hans og þjóðina.
Við megum aldrei gleyma því að það er aðeins eins skýring á að þessi ríkisstjórn erenn við völd, og það eru ekki hin söguleg svik vinstrimanna við jöfnuð og réttlæti, heldur sú staðreynd að þegar á reynir þá hefur forysta Sjálfstæðisflokksins alltaf komið með kutann og skorið stjórnina úr snörunni.
Tillagan um afturköllun Landsdómsákærunnar er aðeins nýjast dæma þar sem ríkisstjórninni er bjargað frá algjöri niðurlægingu því eins og ég bendi á þá halda ákæruatriðin verr vatni en botnlaus tunna suður í Borgarfirði svo ég vitni í sögn sem er ritstjóra Morgunblaðsins oft í huga.
Og hefði einhver alvara verið hjá forystu Sjálfstæðisflokksins að verja Geir Harde, þá hefðu efnisatriði málsins komið strax fram þegar Alþingi samþykkti hraksmánina á sínum tíma. Það er til dæmis hægt samkvæmt lögum að ákæra þá sem misbeita ákæruvaldi með fölskum ákærum. Það er ekki vörn fyrir Geir að minnast á bullið á vef sínum, og þá í röngu samhengi, rúmu ári seinna eftir ákæru. Vettvangurinn er auðvitað Alþingi, þegar glæpurinn átti sér stað, og framhaldið er síðan leið réttarríkisins þegar meirihluti Alþingis misbeitir valdi sínu á svona hroðalegan hátt.
Það er nefnilega þannig Anna að það grétu fleiri krókódílatárum en Steingrímur Joð þó Davíð sé aðeins með hans krókódílatár á sinninu. Það segir manni það að Davíð sé ekki að verja Geir Geirs vegna heldur er þetta allt hluti af pólitískum hráskinnsleik.
Hráskinnsleik sem hindrar réttlæti og sanngirni eftir Hrun.
Og hverjir græða??????
En Styrmir er með þetta, en því miður ekki margir aðrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2012 kl. 08:49
Sammála þér í flestu, en þó eru fleiri sökudólgarnir en þeir sem munda kutann og skera á snörunar. ÞEir eru einnig á Alþingi okkar.
Að ekki skuli vera komin fram nema ein -EIN- vantrauststilaga fram á Alþingi okkar- segir alla söguna um þá einstaklinga sem þjóðin kaus þangað.-
Brot á stjórnarskrá er ekkert mál. - td. tilraun SJS og JS í Icesavesamningum- Vegferð Össurar með samþykki Alþingis um erlend yfirráð.
Einungis tvö dæmi- eigum við að kafa dýpra?
Eggert Guðmundsson, 3.2.2012 kl. 00:39
Blessaður Eggert.
Nei, Nei margir eru sekir, líklegast erum við öll sek á einhvern hátt. Það er til dæmis hægt að vera sekur með því að nota aðferðir í varnarbaráttu sem virka ekki og þar með tryggja að óvinurinn vinni allar orrustur.
Kannski er það reyndar mesta sektin, og á þeim mælikvarða er allt það ágæta fólk sem hefur leitt varnarbaráttu heimilanna sekara en sjálf syndin, þrátt fyrir mikla og óeigingjarna vinnu.
En ég held mig alltaf við einhverja punkta í pistlum mínum, missi þá samt nógu mikið út um víðan völl þó ég haldi mig ekki við aðferðafræði Jóns Baldvins, "í fyrsta lagi, í öðru lagi, í ...".
Í pistlinum fyrir ofan var ég að benda á hið augljósa í ICEsave ákærunni og í framhaldi benti ég á tengingu sem gæti útskýrt hina slælegu vörn sjálfstæðismanna í Landsdómsmálinu.
Ég hnykki síðan á því í spjalli mínu við Önnu.
Ég reikna með að þú sért að vísa í Hreyfinguna og svik hennar við drauminn um réttlæti og heiðarlegt uppgjör. Ég tók hana fyrir í nokkrum pistlum í síðustu viku og þá fjallaði ég um hana, ekki íhaldið.
Þar á undan skammaði ég þá félaga mína í andstöðunni sem létu blekkjast í Landsdómsmálinu og svo framvegis.
Það liggur í eðli varnarbaráttunnar á þeim tímum sem fámenn stétt ofurríkra er langt komin með að rústa samfélögum sínum að margt er skammað og margir skammast. Með réttu eða röngu.
En stóra skömmin er að fólk sem þykist vera á móti, sem þykjist taka hag barna sinna og barnabarna fram yfir sinn eigin, að því er fyrirmunað að ná saman.
Að ná saman um eitthvað raunhæft sem gæti gefið börnum okkar bjartari framtíð en sá ömurleiki sem við blasir á næstu árum.
Og ég undanskil mig ekki í þeirri skömm en læt það vera að pistla um hana nema þá almennt séð.
En kjarninn er eins og þú bendir á, Máttleysi. Það er eina skýringin á að mjög fámenn klíka ræður öllu og notar völd sín til ills.
En á því eru skýringar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.2.2012 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.