19.1.2012 | 22:59
"Peningarnir tóku völdin."!!
Segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Loksins tekur hann af skarið og viðurkennir að mikið hafi farið úrskeiðis. Og að flokkur hans beri ábyrgð. Ábyrgð sem flokkurinn hefur neitað að horfast í augun á.
Sjálfstæðisflokkurinn vogaði sér rétt eftir Hrun að skipa kattarþvottarnefnd undir handleiðslu Hrunverjans og ICEsave glæpamannsins, Vilhjálms Egilssonar, þar sem niðurstaðan var að Hrunið hefði orðið vegna útþenslu ríkisins.
Og þessi niðurstaða var samþykkt á landsfundi flokksins, skipti engu þó flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn frá því á síðustu öld og farið með fjármála og forsætisráðuneytið lengst af þeim tíma.
Ef þessi niðurstaða hefði verið rétt að Hrunið mikla hefði orðið vegna óstjórnar Sjálfstæðisflokksins, þá hefði eina rökrétta niðurstaðan landsfundarins verið að leggja flokkinn niður og að landsfulltrúarfulltrúar sem og aðrir trúnaðarmenn flokksins hefðu selt eigur sínar til að bæta fórnarlömbum afglapa þeirra einhvern hluta af þeim skaða sem flokkurinn hafði valdið þeim.
En það tók enginn mark á þessum kattarþvotti, það vissu allir að hann var yfirklór. Yfirklór sem sett var fram svo flokkurinn þyrfti ekki að horfast í augun á raunverulegri ábyrgð sinni.
Ábyrgðinni á því að "peningarnir tóku völdin" á ríkisstjórnarárum hans. Og að flokkurinn kaus að styðja peningana þegar slóst í brýni á milli þeirra og sterkasta leiðtoga flokksins í áratugi.
Davíð var settur á eftirlaun í Seðlabankanum. Skilaboðin voru skýr út í samfélagið, enginn, enginn kemst upp á milli flokksins og peninganna.
Sjálfstæðisflokkurinn var það forhertur að hann kaus að frekar að fórna fyrrum formanni sínum, Geir Harde, í sýndarréttarhöld Landsdóms, en að berjast fyrir heiðarlegu uppgjöri á því sem miður fór.
Hvort sem það var hræðslan við fortíðina eða áframhaldandi þjónkun við peningaöflin er ekki gott að segja, en staðreyndin er að flokkurinn kaus að taka ekki upp baráttu fyrir hönd Geirs Harde, það var átakanlegt að fylgjast með hvað Geir var einn fyrstu mánuðina eftir Landsdómsákæruna. Það má færa rök fyrir að krókódílartár Steingríms Joðs hafi verið stuðningur miðað við þögn flokkssystkina hans.
Þá er ég að tala um raunverulega þögn, ekki máttlaust glamur sem enginn hlustaði á.
Hvað gerðist í haust veit ég ekki, en það er ljóst að smán saman hefur nýr leiðtogi verið að fæðast í flokknum. Bjarni Ben hefur ítrekað verið staðinn af því að hugsa sjálfstætt og koma fram eins og hann væri formaður stærsta flokks landsins, en ekki dúkkulísa sem aðeins er höfð til skrauts.
Tillaga hans gegn mestu smán í nútímasögu Alþingis er til marks um að veðrabrigði séu að verða í íslenskri pólitík. Það þarf kjark til að ganga gegn peningaöflunum og málpípum þeirra á Ríkisútvarpinu og fjölmiðlum Jóns Ásgeirs.
Það er bein ávísun á átök og uppgjör.
Ef ákæran á hendur Geir Harde verður dregin til baka þá verður Alþingi að sjá til þess að rannsókn á Hruninu fari fram og að hún verði unnin að óháðum utanaðkomandi aðilum.
Þar með er ljóst að ítök peningaaflanna í íslensku þjóðfélagi er úr sögunni því vald þeirra er ekkert ef málaliðar þeirra á fjölmiðlum og í Háskólanum eru teknir til rannsóknar og þeir látnir svara til saka fyrir gjörðir sína. Þar með er ekki lengur hægt að þagga niður heiðarlega lýðræðislega umræðu.
Og þar með er ekki hægt að meina heimilum landsins um nauðsynlega hjálp.
Morgundagurinn er því ögurstund íslensks þjóðfélags í mörgum skilningi.
Ef hið ólíkleg gerist, að meirihluti myndist á þingi fyrir heiðarlegu uppgjöri, þá er þjóðin komin á beinu brautina og Hrunið mun fljótt aðeins verða ljót martröð sem flestir vilja gleyma. Og munu gleyma þegar stjórnvöld stjórna fyrir fólk en ekki fjármagn.
En þó peningaöflin nái að múta nógu mörgum til að hindra heiðarlegt uppgjör þá er ljóst að veðrabrigðin í Sjálfstæðisflokknum munu hafa þau áhrif að krafan um uppgjör verður ekki þögguð.
Beinasta leiðin til þess er að flokkurinn sjálfur takist á við fortíð sína á opin og heiðarlegan hátt.
Ögmundur Jónasson gaf tón sem flokkurinn getur fylgt. Að hann viðurkenni það sem miður fór en haldi sig við þá staðreynd að flest sem gerðist var ekki meðvitað í þeirri merkingu að menn héldu að þeir væru að sigla þjóðarskútunni í þrot.
Og ef enginn illvilji var til staðar þá, þá er til staðar heiðarleiki í dag sem fær flokkinn til að læra af mistökum sínum og axla ábyrgð á þeim skaða sem varð vegna Hrunsins.
Skaða sem má hikstarlaust bæta með því að gera tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna að sínum.
Og taka síðan höndum við gott og heiðarlegt fólk í öllum flokkum við að byggja upp heiðarlegra og réttlátara þjóðfélag.
Í anda klassískrar stefnu kristilegra íhaldsflokka sem leggja áherslu á að velferð og mannúð er samofin markaðsþjóðfélaginu (kapítalismanum) og gegn síngirni og siðblindu Nýfrjálshyggjunar.
Back to the basic eins og sagt var í gamla daga.
Kannski er þetta draumsýn en ljóst er að aðeins heiðarlegt uppgjör getur komið í stað þess að draga ákæruna á hendur Geir Harde til baka.
Uppgjör sem allir flokkar geta farið í gegnum ef þeir aðeins vilja.
Ég styð það uppgjör.
Tími peningaaflanna er liðinn.
Kveðja að austan.
Bjarni: Ögmundur hefur vaxið mjög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.