16.1.2012 | 15:43
Þið eruð öll vond við mig.
Segir Jóhanna enn og aftur með grátstaf í kverkum.
Þjóðin hafnaði ICEsave.
ASÍ vill að hún standi við gefna samninga.
Samtök atvinnulífsins krefjast efnda á yfirlýsingum um sköpun starfa (eða var það sköpun heimsins???), hvernig sem Jóhanna greyjið hafi átt að geta staðið við þær yfirlýsingar.
En hvað er Jóhanna að kvarta, hver talar lengur um Skjaldborg heimilanna???
Kveðja að austan.
Gagnrýndi harðlega Samtök atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt hver talar um Skjaldborgina
og hver hefur skapað Skjaldborg um fjármagngeigendur
Magnús Ágústsson, 16.1.2012 kl. 15:52
Enda er þetta allt saman bara "rangur misskilningur" að sögn Jóhönnu, og við trúm henni alveg,,,,or NOT
Dexter Morgan, 16.1.2012 kl. 15:57
Aðþessi kerling skuli ekki sjá sóma sinn í að hætta og segja af sé rmeð skömm er ótrúlegt. Svo er talað um aðra menn sem landráðamenn þegar Jóhönnu verður minnst sem mesta skrímslisins í þessu öllu saman. Hún hefur gert meiri óskunda en verstu útrásarvíkingar og klárlega verið einn slakasti stjórnmálamaðurinn í sögu lýðveldisins. Fólk á að biðja fyrir henni, það er ljóst hún er ekki með öllum mjalla.
Baldur (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 16:14
Blessaðir félagar.
Magnús, það er viss snilld að láta höfuðsvikin gleymast.
Dexter, Jóhanna er mjög misskilin manneskja, trúðu mér.
Baldur, ekki minnast á bænir hér á meðan Dexter er á svæðinu, hann er eins og góðlátlegi búálfurinn í Spiderwick annálunum sem umbreyttist í tröllaukið skrímsli þegar minnst er á bænir, það er Dexter, hinn þegar hann æstist upp.
Og svo eigum við að vera góð við Jóhönnu, í hófi, í mjög miklu hófi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2012 kl. 16:28
Sæll.
Allt tal Jóhönnu endurspeglar hve illa hún er að sér í efnahagsmálum og úr takti við veruleikann. Nei, nei, fólk er ekkert að flýja land sem aldrei fyrr. Hvað er hún búin að skapa mörg störf í pontu? Hvað ætli þeim hafi fækkað mikið í raun? Framkvæmdir hafa einnig verið stoppaðar af, þar ber Bakka sjálfsagt hæst.
Icesave átti að bjarga öllu, það átti sem sagt að bjarga öllu með því að bæta enn á hrikalegar skuldir okkar. Við erum fjórða skuldugasta þjóð heims en því miður virðist flestum sama um þá staðreynd.
Hún og hennar fólk hefur gert vont ástand enn verra og reynt að afsaka eigin getuleysi með því að kenna sífellt öðrum um. Aumara verður það varla.
Helgi (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 16:53
Blessaður Helgi.
Það eru margir í stjórnarandstöðu þessa daganna, ef marka má Jóhönnu.
En ég held að Hrunverjar, þar með Samtök atvinnulífsins séu bara mjög ánægðir með störf ríkisstjórnar hennar.
Og ég byggi það mat mitt á að endurskipulagning atvinnulífsins er öll á þann veg að þeir sem komu okkur á hausinn, þeir fá að halda sínu.
Og fá ESB í kaupbæti.
En Jóhanna greyjið kannski skilur það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2012 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.