Siðblindan er algjör.

 

"Ekkert tap af eign í bönkunum".

Orð sem ekki eru höfð eftir formanni Öfgafrjálshyggjuflokks Íslands, þessum sem sefur ekki á nóttinni fyrr en auðmenn og auðfyrirtæki  ráða öllu í vestrænum samfélögum. 

Enda er sá flokkur og formaður ekki til.

Það var foringi íslenskra vinstrimanna sem mælti þau.

Maður sem skammast sín ekkert fyrir að hafa afhent amerískum vogunarsjóðum íslensku bankana.

 

Í Bretlandi og Bandaríkjunum voru stórbankar endurreistir með nýprentuðum seðlum úr seðlaprentsmiðjum viðkomandi landa.

Þeir voru ekki endurreistir fyrir skattfé almennings, ekki endurreistir með erlendum lántökum.

Og þeir voru ekki endurreistir með blóði almennings.

 

Það er hraustlega mælt hjá foringja íslenskra vinstrimanna að ríkissjóður hafi ekki tapað krónu.

En almenningur ásamt smærri fyrirtækjum landsmanna hefur verið gerður að beitilöndum vogunarsjóða sem hugsa það eitt að blóðmjólka hverja krónu út úr fjárfestingum sínum.

Vogunarsjóðirnir keyptu kröfur á hendur hinum föllnu bönkum fyrir brotabrotabrot af nafnvirði þeirra en þeir ætla sér að fá þá fjárfestingu margfalda til baka með sem minnstum tilkostnaði.

Og þeir eru bara rétt byrjaðir að mjólka.

Og um langa framtíð munu þeir hirða hvern lausan eyri úr hagkerfinu.

Það er ef siðblindan verður ekki hrakin fljótlega frá völdum.

 

Það grátlega er að við hrun græðgiskapítalismans var lag að endurreisa nýtt bankakerfi á forsendum fólks, venjulegs fólks sem vill lifa í heiðarlegu og manneskjulegu þjóðfélagi.

Það var hægt að gefa græðginni rauða spjaldið, það var hægt að úthýsa sýndargjörningum fjármálaþjófa.

Og það var hægt að senda verðtrygginguna á öskuhaugana, hún var fyrir löngu farin að vinna gegn eðlilegu fjármálaumhverfi og efnahagsstöðugleika.

 

 

En valdasjúkir stjórnmálamenn glutruðu því tækifæri.

Og því fór sem fór.

 

En að hreykja sér að því.

Að hreykja sig af ráni og þjófnaði.

Það er ekki öllum gefið.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekkert tap af eign í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ætlast þessi umskiptingur til að einhver trúi þessu????????????????

magnús steinar (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 16:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, honum hefur gengið bærilega að blekkja og svíkja fram að þessu.

Á hann ekki sviðið í dag???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2011 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 204
  • Sl. sólarhring: 842
  • Sl. viku: 5412
  • Frá upphafi: 1328225

Annað

  • Innlit í dag: 175
  • Innlit sl. viku: 4847
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband