30.12.2011 | 09:09
Útkast ráðherra að boði Evrópusambandsins.
Fátt gerist í dag sem á sér ekki samsvörun í sögunni.
Evrópusambandið í dag minnir um margt á MiðEvrópubandalagið, kennt við Austurríki, eins og það var á síðustu áratugum 19. aldar. Eftir umrót byltinganna hafði miðstjórnin í Vín þurft að gefa eftir vald sitt út í héruð, þau höfðu sjálfræði varðandi sín innri mál en Vín stjórnaði hernum og fór með utanríkismál.
Embættismannakerfið í Vín reyndi að halda þessu laustengdu bandalagi saman og þegar einstök héruð gengu beint gegn Valdinu þá voru "réttkjörin" stjórnvöld sett af og skipaðir voru kommissarar sem sóttu valdboð sitt til Vínar en ekki "þjóðþinga".
Eitthvað sem við sjáum svo skýrt í dag þegar Brussel setti af réttkjörna stjórnendur Grikklands og Ítalíu og setti í þeirra stað fulltrúa sína án þess að viðkomandi þjóðir fengu að skipa sínum málum með lýðræðislegum kosningum.
Reginmunurinn á þessum tveimur bandalögum er samt sá að MiðEvrópubandalagið var að leysast upp því miðstjórnarvaldið hafði ekki afl til að kúga þjóðir sem vildu yfirgefa sambandið. Og einstakar þjóðir vildu út því hugmyndafræði þess tíma var gegnsýrð af þjóðernishyggju og að hver þjóð ætti að stjórna sínum málum án þess að lúta boðvaldi "yfirþjóðlegs valds".
Evrópusambandið hins vegar er að stefna í hina áttina, hugmyndafræði þess er hugmyndafræði Bismarcks kanslara í aðdraganda sameiningar þýsku ríkjanna. Hann boðaði sterkt miðstjórnarvald og rökin voru nauðsyn þess að standa saman og mynda eina sterka heild gagnvart "ytri" ógnum.
"Hinir sterku stjórna heiminum, hinir sundruðu lúta valdi þeirra".
"Miðstjórn versus valddreifing, einræði versus lýðræði".
Málflutningur þýskra ráðamanna, jafnt í stjórnmálum sem viðskiptum, eru gegnsýrður af hugmyndaheimi Bismarck. Evran fær ekki þrifist nema til komi sameiginleg efnhagsstjórn sem aftur kallar á miðstýrt vald, að ríki afsali sér sjálfsforræði sínu og lúti miðstýrðu valdi.
Hið stærra samhengi er svo að sundruð Evrópa á ekki neina framtíð í alþjóðlegri samkeppni þar sem risaríki Asíu munu öllu ráða í krafti stærðar og fjölmennis.
Í raun erum við að hlusta á gömlu ræður Bismarck sem hafa verið aðlagaðar að tungutaki og raunveruleika 21. aldar. Hann er hugmyndafræðingurinn, hann er maðurinn sem mótar stefnuna.
Og undir þessa stefnu er Evrópa að gangast, með góðu þar sem hún er stefna hinnar nýju stjórnmálastéttar, Eurokratanna, og með illu því almenningur í fátækari Evrulöndunum er rúinn inn að skinni svo hin sameinaða mynt fái lifað.
Í dag er verið að bjarga mynt, ekki fólki.
Og til að henni verði bjargað verður að sameina Evrópu.
Næst verður það sameiginlegur her, sameiginleg utanríkisstefna, sameiginleg stefna í alþjóðlegum viðskiptum, og að lokum sameiginlegt ríki.
Ríki sem verður til þegar einhver ytri ógn er tali næganleg til að réttlæta stofnun þess. Og það mun gerast fyrr en margan grunar því í sögulegu tilliti erum við stödd í atburðarrás áranna 1905-1914 og skotgrafirnar eru ekki langt undan.
En af hverju er ég að draga upp þessar sögulegu samsvaranir og lýsa raunveruleikanum á bak við leiktjöldin í Evrópu???
Hvað kemur það fyrirhuguðum útkasti ráðherra í ríkisstjórn Íslands við???
Þeir sem þekkja til sögu Bismarck kanslara eru ekki í vandræðum með að svara þeirri spurningu. Hann vissi eins og er að til að mynda sterkt ríki úr ólíkum bræðingi sjálfstæðra ríkja sem fyrir eru þá þurfti að huga að jafnt hinu smáa sem hinu stóra. Þess vegna byrjaði hann til dæmis á að flengja Danakonung og ná í þýska þegna hans áður en hann lagði í stærri og sterkari nágranna.
Þeir sem eiga hnattlíkan eða hafa skoða slíkt líkan, vita svarið, Norðurslóðir og hið takmarkaða aðgengi Evrópusambandsins að þeim slóðum.
Hængurinn er að Ísland fær ekki aðild á meðan ICEsave deilan er óleyst, allavega á meðan bretar hafa eitthvað um málið að segja.
Það er ætlast til að íslenskum stjórnmálamönnum að þeir undirgangist sekt gagnvart regluverki sambandsins og greiði málamyndarskaðabætur því til staðfestingar.
Sektin næst ekki með dómi því íslensk stjórnvöld hafa engin lög og engar reglur brotið.
Sektin næst aðeins með uppgjöf ríkisstjórnar Íslands. Uppgjöf sem þjóðin samþykkir, eða réttara sagt rís ekki gegn.
Þess vegna gengur ekki að hafa í ríkisstjórninn mann sem ákvað að virða niðurstöðu síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu um ICEsave. Mann sem ákvað í kjölfarið að standa með þjóð sinni en ekki Brusselvaldinu.
Hann á að afhausa líkt og Jón Arason forðum.
Valdið líður ekki mótþróa.
Uppstokkun á ríkisstjórn Íslands hefur ekkert með Jón Bjarnason að gera.
Kveðja að austan.
Ráðherraspilin stokkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá er bara spurningin hvernig við getum hafið útkast ráðherra í boði þjóðarinnar?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 09:50
Já, það er önnur Ella, spurning hver verður eftir???
Og því miður stærri spurning, hver kemur í staðinn??
Því þegar upp er staðið þá er það stefnan og framkvæmd hennar sem skiptir máli, ekki hver framkvæmir hana.
Þegar stefnan er röng er alfarsælast að láta mestu bjána á byggðu bóli sjá um framkvæmd hennar.
Í því ljósi ættum við kannski að hafa þessa ríkisstjórn áfram, eins og hún leggur sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2011 kl. 10:10
Verðum við ekki að hafa þá von og trú á það að það hljóti að koma að því að viti borið fólk fari að sjá það að það þurfi að skipta þessum bjálfum út og gefi kost á sér til þess.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 18:17
Jú, vonum það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2011 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.