14.12.2011 | 15:27
Er Steingrímur að boða afsögn sína????
Eða er hann að ljúga þegar hann segir að "nú bíði Íslendinga að taka til ýtrustu varna"???
Annars er þessi fullyrðing hans rökleysa, kölluð dilemma í stærðfræðinni, það er þegar yrðing fól í sér fleiri en eina fullyrðingu sem voru ósamræmanlegar.
Vissulega má færa rök fyrir að ICEsave vörnin sé í góðum höndum í dag, Árni Páll hefur staðið með þjóð sinni eftir síðasta Nei-ið, og öll vinnubrögð hans og málflutningur til fyrirmyndar.
Kannski þess vegna sem Steingrími vill að hann víki, kallast bretagreiði, og að Björn Valur taki við að stýra ýtrustu vörn??
En hvernig getur Árni Páll varist á meðan Steingrímur og Jóhanna grafa stanslaust undan honum???
Allavega mega þau aum vera ef vörn Árna á að kallast "ýtrasta vörn þjóoðarinnar".
En tilgangur þessa uppvakningspistils var ekki að minna á þá staðreynd að frá fyrsta degi sínum í ríkisstjórn hafa Vinstri Grænir svikið þjóð sína í ICEsave deilunni og beitt öllu sínum kröftum og afli (sem er betur fer lítið) í þágu ICEsave þjófnaðartilraunar breta.
Minningin um þau aumu örlög íslenskra vinstrimanna mun lifa sem hryllingsaga, sögð á síðkvöldum, um langan tíma, líklegast á meðan sögur verða sagðar hér á landi.
Nei, ég hnaut um þessi orð, of sorglegt til að láta kjurt liggja.
"sagði að samstaða væri mikilvæg og að fara ekki í gömlu Icesave-skotgrafirnar. Látum Icesave ekki verða Tröllann fyrir þessi jól eins og þau síðustu,;
og haft eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Hreyfingarinnar.
Fyrir mig er þetta óendanlega soglegt því ég batt miklar vonir við Borgarahreyfinguna á sínum tíma. En það er ekki nóg að hafa góðan vilja til að breyta landi sínu, og þá væntanlega til góðs, hafi fólk ekki skilning eða manndóm að verja það þegar á það er ráðist, þá á það ekkert erindi í stjórnmál.
Því kúgarar og ofbeldismenn þrífast á svona hugarfari, að það sé ófínt að verjast.
Og í raun er það stuðningur við ofbeldi og yfirgang að stimpla varnarliðið sem "eitthvað lið í skotgrafarhernaði".
Pólverjar sem mönnuðu skotgrafirnar 1939 voru ekki að fórna lífi sínu vegna meðfæddrar þrasgirni eða vilja til að standa í átökum. Þeir voru í vanmætti sínum að verjast árás illmenna úr austri og vestri, illmenna sem höfðu sigur, og sá sigur kostaði fjórða hvern Pólverja lífið, flestir dóu vegna harðræðis sigurvegaranna.
Ungi Bosníubúinn, sem blaðamaður Morgunblaðsins talaði við einn fagran vordag á kaffihúsi í Sarajevó, var ekki að halda uppí hæðirnar til að manna skotgrafir, skotgrafanna vegna, hann var að reyna í vanmætti sínum að hindra að illmenni skytu samlanda hans, saklaust fólk, á færi, hann var að verja land sitt og þjóð, ekki hugtakið land og þjóð, heldur raunverulegt fólk, konur og börn, aldraða og sjúka, fólkið sitt.
Íslendingar sem tóku til varnar í ICEsave fjárkúgun breta, voru að verja það þjóðfélag velferðar og mannúðar sem við tókum í arf af áum okkar.
Við vorum að verja sjúkrahúsin okkar, heilsugæsluna, skólana, almannatryggingarkerfið, og við vorum að verja sjálfstæði þjóðarinnar.
Framtíð barna okkar.
Við vorum ekki að manna skotgrafir, "af því bara".
Og harmur þjóðarinnar, stóra skýring þess að hér hefur ekkert breyst frá Hruni, er að Andstaðan áttar sig ekki á þessu.
Og er því í raun verra en ekkert.
Kveðja að austan.
Tekið til ýtrustu varna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 278
- Sl. sólarhring: 830
- Sl. viku: 6009
- Frá upphafi: 1399177
Annað
- Innlit í dag: 236
- Innlit sl. viku: 5091
- Gestir í dag: 227
- IP-tölur í dag: 224
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá kallinn mættan galvaskan á svæðið.
Birgitta ... jóla hvað? Þetta er einmitt stóri vandinn Ómar, að stjórnarandstaðan er að stærstum hluta farin að "kóa" með stjórninni í svona "jolly good feeling" ... það er miklu verra en ekkert.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 22:18
Já Pétur, það er ekki endalaust hægt að halda sig út í óbyggðunum og hvað er betra en að uppvakningur skrifi um uppvakning, kenndan við ICEsave.
En þetta er vandinn, Hrunverjar ráða öllu, og móta þjóðfélagið á ennþá ógeðslegri hátt en fyrr. Og komast upp með það meðal annars vegna karakterleysis stjórnarandstöðunnar. Reyndar er íhaldið þriðji flokkurinn í stjórn og Framsókn á fortíð sem gerir þeim erfitt fyrir en Andstaðan, fólkið sem ætlaði að breyta, það brást.
Það mjálmar á meðan samfélag okkar er eyðilegt, varanlega.
En ICEsave var það heillin, það þarf einhver að skrifa um að málstaður þjóðarinnar byggist ekki á meintum endurheimtum, heldur lögum og reglum.
Reglum siðaðs þjóðfélags og lögum réttarríkisins.
ICEsave er ættað úr ranni villimennskunnar, forneskjunnar og ógn við sjálfa siðmenninguna. ICEsave er prófsteinn hvort Evrópa lærði eitthvað af síðustu heimsstyrjöld og kæfi ofríki og níðingshátt í fæðingu eða hvort það fái að dafna enn einu sinni þar til hinn siðaði maður verður að grípa til vopna og verja siga og sína.
ICEsave er hluti af því níði sem fátækari lönd evrusvæðisins þurfa þola af hendi elítunnar og ICEsavevörnin er brimbrjótur hins siðaða manns gegn því níði.
Hvort við erum fólk eða þrælar.
Frjáls eða í ánauð.
Uppvakningar hafa risið upp af minna tilefni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2011 kl. 08:19
Gott að sjá að þú ert kominn aftur í skæruliðagallann, Ómar. Og ég tók eftir þessum veiku orðum Margrétar og skildi ekki hvað hún meinti en skildi samt að orðin voru of veikluleg. Hvílík vonbrigði. Hvað á það að þýða þegar þeir sem voru kosnir til að verja land og þjóð tala af svo veikum mætti um að allir skuli nú vinna saman?? Vinna saman já, þó við stöndum andspænis kúgun og yfirgangi, já ´illmennum´ og ´villimennsku´ eins og þú orðar það alltaf svo vel.
Elle_, 17.12.2011 kl. 12:39
Blessuð Elle.
Það þarf víst að vakta þetta lið á meðan einhver svik eru möguleg.
Þau ráða ekki við innrætið greyin.
Annars er þetta allt meinhægt.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 17.12.2011 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.