Munið eftir Wat Tyler!!!

 

Var hugsun sem flögraði í huga mér þegar Hagsmunasamtök Heimilanna þáðu líflínu ríkisstjórnarinnar eftir Rauða spjaldið haustið 2010.

Það er reyndar ekkert að því að þiggja líflínu þegar líf manns sjálfs er í húfi, en það er ekki klókt, ekki skynsamlegt, í raun varla barnalegt, eiginlega mjög heimskulegt, þegar kúgari manns og kvalari kastar henni út til að bjarga sjálfum sér, til þess að geta haldið áfram kúgun sinni og ofbeldi.

Og Hagsmunasamtök heimilanna björguðu ríkisstjórninni hausið 2010.

 

Áður en lengra er haldið er ágætt að rifja upp hver var þessi Wat Tyler.

Hann var foringi bændaruppreisnarinnar miklu á Englandi á fjórtándu öld og leiddi 50.000 manna bændaher inní London 1381 þar sem fátt var til varnar af hendi aðals og konungs.

Konungurinn, Ríkharður annar, fór ekki á taugum.  Hann hafði ekki her til að sigra uppreisnarmenn, en hann hafði vitið.  Hann nýtti sér reynsluleysi uppreisnarmanna og meðfædda undirgefni þeirra fyrir valdinu og dýrð konungsdæmisins.

Hann bauð Tyler til sáttarfundar, yfir steik, en með því eina skilyrði að bændaherinn yrði fyrst sendur til síns heima.  Þeir höfðu jú unnið og núna þyrfti að ræða framtíðarskipan mála.

Það þarf ekki að taka fram að Wat Tyler fékk sverð í matinn, ekki steik, og í kjölfarið voru helstu leiðtogar uppreisnarinnar teknir og drepnir.  Og heima í sveitum myrti aðallinn helstu "uppivöðulsseggina" öðrum til viðvörunar.  

Þessi Bændauppreisnin var ein af mörgum í Evrópu á þeim tíma og tugþúsundum bænda var slátrað eins og skepnum í kjölfar þeirra, en hún var sú eina þar sem bændur höfðu sigur, en töpuðu sigrinum vegna reynsluleysis leiðtoga sinna.

Reynsluleysi eða heimska, skiptir ekki máli, taktleysið varð þeim að falli.

 

En ég skal játa að mig grunaði ekki að sagan væri gjörsamlega að endurtaka sig á Íslandi haustið 2010.  Að sama kalda miskunnarleysið mætti almenningi.

En hinn meinti sáttarvilji stjórnvalda kom strax í ljós því á sama tíma og þau ræddu við Hagsmunasamtökin þá hófst skipulagður áróður í fjölmiðlum gegn tillögum samtakanna.  Ríkisútvarpið gegndi þar náttúrulega lykilhlutverkinu og því tókst að finna alla þá sem höfðu rangt fyrir sér um útrásina og í kjölfar haft jafn rangt fyrir sér eftir Hrun, að uppstöðu fólk sem sveik í ICESave, og láta þá finna alla þá foráttu sem hægt var að finna um tillögur HH, en á kostina var ekki minnst.

Og skipulögð níðherferð var hafin gegn helsta talsmanni samtakanna, hann var rægður i svaðið af málaliðahræætum Dagblaðsins og mútfufé ESB á Fréttatímanum.

Í stað viðræðna var boðið upp á nútímaútgáfuna af sverði, rógi og níð í fjölmiðlum.

Og að sjálfsögðu vann bankamafían þennan slag og arðrændi þjóð sína um 65 milljarða á síðasta ári, eða tæplega 5% af þjóðarframleiðslu, geri aðrir betur.

 

Ég er að minna á þessa sorgarsögu því ekki verður séð að Hagsmunasamtök Heimilanna hafi nokkuð lært af ósigrum sínum.

Þau eru samtök sem verja málstað tugþúsunda Íslendinga, þau geta auðveldlega safnað saman stærri "bændaher" en tók London á sínum tíma, sem var þó víggirt, en þau ná ekki að leggja undir sig Austurvöll.  

Þó er andstæðingar þeirra aðeins örfáir bankaræningjar og leppar þeirra í stjórnkerfinu.

 

Í hvert skipti sem vænleg vígstaða blasir við þá er sest niður og spjallað og í framhaldinu, já þó skrítið sé en komi reyndar ekki á óvart, þá Snork, snork, snork, baráttuvilji almennings er svæfður.

Í raun stórhlægilegt ef það væru ekki tugþúsundir manna sem þjást vegna þessara axarskafta.

En vissulega vilja menn vel og það má meta.

En friðarins menn vinna aldrei þungvopnaða ræningja.

Svo einfalt er það.

 

Og áður en við skömmum ríkisstjórnina og bankamafíuna fleiri blóðugum skömmum þá megum við íhuga hin fornu sannindi sem ég benti á í pistli fyrir ári síðan þegar Austurvöllur var tekinn en leiðtogarnir töpuðu sigrinum.

"Það er mjög einföld ástæða að illmenni velja sér sum fórnarlömb til að kúga en ekki önnur.  Þeir ráðast á þá sem ekki verja sig.

 

Í sjálfu sér er ekki meir um málið að segja.

Skýringin á ástandinu í dag finnst því miður í okkar eigin barmi.

 

Og ekkert mun breytast fyrr en Andstaðan áttar sig á þessum einföldu sannindum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hagsmunasamtökin ekki með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 207
  • Sl. sólarhring: 874
  • Sl. viku: 5938
  • Frá upphafi: 1399106

Annað

  • Innlit í dag: 176
  • Innlit sl. viku: 5031
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband