4.10.2011 | 15:57
Verkalýðshreyfingin þarf að gera upp syndir sínar.
Meðal lifandi manna gerast þær ekki meiri.
Hún ásamt atvinnurekendum þvingaði ríkisstjórnina að afhenda AGS yfirráð yfir efnhagsstjórn landsins.
Efnhagsstjórn sem þýddi hávaxtastefnu sem þjóðin upplifir núna sem algjöra stöðnun í fjárfestingum og framkvæmdum.
Hliðarverkanirna voru svo 507 milljarðar í ICESave og AGS krónubraskaralánið sem kostar ríkissjóð árlega einhverja tugi milljarða í beinhörðum gjaldeyri. Á meðan blæðir heilbrigðiskerfinu út. Og bótaþegar svelta því sami peningurinn er ekki notaður tvisvar.
Verklýðshreyfingin gaf Jóhönnu Sigurðardóttur það afla að neita almenningi um leiðréttingu Hrunskuldanna, það var hún sem barðist gegn öllum réttmætum leiðréttingum á verðtryggingunni og hún barðist gegn leiðréttingu gengislánanna.
Hin algjöra heimska og mannvonska, því bæði þornar öll velta í hagkerfinu sem og að tugþúsunda heimila komast á vonarvol.
Og verklýðshreyfingin berst fyrir aðild að ESB og upptöku evru.
Til að vernda evruna er velferðarkerfi jaðarríkja skorið niður, og dugar ekki til. Evrunni verður ekki bjargað.
Samt er þetta eina baráttumál ASÍ.
Að landið gangi í ríkjabandalag og taki upp dauðan gjaldmiðil.
Þegar heimskan, afglöpin og mannvonskan eru lögð saman þá fæst út syndasumma sem fáir eða engir núlifandi menn geta státa sig af.
Kannski einhverjir í Norður Kóreu, veit það ekki annars.
Jú og einhverjir þjóðníðingar lifa í Kambódíu.
Og maður spyr sig hvernig verkafólk lætur þetta yfir sig ganga, að verkalýðshreyfingin styðji erlend ríki í að fjárkúga almenning, að verkalýðshreyfingin vinni gegn kjörum þeirra með stuðningi við AGS, að verkalýðshreyfingin svíki heimili landsins á ögurstundu Hrunsins.
Það eina sem mér dettur í hug að aðeins útlenskumælandi fólk sæki fundi og þeir séu mataðir á óstaðreyndum um störf ASÍ.
Þess vegna er það mesta þjóðþrifarmál að þjóðin ráði túlka og sendi á fundi hjá verkalýðsfélögum og upplýsi fundarmenn um sannleikann.
Um heimskuna, afglöpin og mannvonskuna.
Og þá er sá vandi úr sögunni.
Kveðja að austan.
Skiptar skoðanir um aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 440
- Sl. sólarhring: 734
- Sl. viku: 6171
- Frá upphafi: 1399339
Annað
- Innlit í dag: 372
- Innlit sl. viku: 5227
- Gestir í dag: 343
- IP-tölur í dag: 338
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá athugasemt hér Ómar, ég hef hvergi séð að verkalýðshreyfinginn í heild vilji ESB aðild, það er forsetinn sem hefur persónugert þetta áhugamál sitt í nafni hreyfingarinnar. Í raun og veru ættu menn innan hreyfingarinnar að láta til sín heyra og leiðrétta forsetann ef hann er að tala svona umboðslaus.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 17:05
Blessuð Ásthildur.
Mér vitanlega hefur ASÍ ályktað um aðildina, Starfsgreinasambandið, Rafiðnaðarsamnbandið og einhverjir fleiri. Og þessi umræða hjá AFLI er gegn slíkum einhliða ákvörðunum því málið sé umdeilt innan hreyfingarinnar.
Ef meinið væri Gylfi forseti þá væri Ísland ekki í þessum ógöngum í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2011 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.