3.10.2011 | 19:09
Æ,æ, skælandi bretavinagrey.
Dauðhræddur við þjóðina.
Hræddur að þurfa að standa skil gerða sinna.
Maðurinn sem sveik þjóð sína á ögurstundu, studdi fjárkúgun sem íslenska ríkisstjórnin lýsti formlega yfir við ESA að ætti sér ekki stoð í lögum, hann óttast að skjólið sem hann nýtur, hverfi þegar þjóðin hefur hrakið auðleppana úr stjórnarráðinu.
Hann veit að það varðar við lög að ljúga, að svíkja í þágur erlendra fjárkúgara. Eitthvað sem þessi fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins gerði svikalaust.
En hann er aumkunarverður greyjið, svikin voru öll í þágu málstaðar, málstaðar sem hann kallaði evru.
Og er ónýtur, eitthvað sem er búið að vera.
Skælið í honum er eins og þegar Grímur Ormstunga kom að rústum Ísarnagerðis og sá veldið sem hann sveik fyrir í rúst. Í stað þess að fá verðlaun, þá fékk hann úskúfun og smán.
Ætli það sé til ömurlegra en að upplifa fall þess sem maður sveik fyrir???
Veit það reyndar ekki því ég hef aldrei svikið land mitt og þjóð, veit ekki hvað rekur slíkt fólk áfram.
En ég veit að það þarf að hreinsa út síðustu hreytur bretasvikanna úr valdastöðum á Íslandi.
Ég veit að þjóðin krefst réttlætis, að skuldir auðmanna verði þeirra en ekki þjóðarinnar.
Ég veit að þjóðin mun stíga fyrsta skrefið til þess í kvöld.
Að hún mun mæta niður á Austurvöll með Rauða spjaldið og afhenda það þingmönnum auðmanna.
Ég veit að þjóðin er búin að fá nóg og hún mun sýna það í kvöld, á sinn hátt reyndar.
Og kvöldið í kvöld er upphafið af endalokum þeirra sem sviku.
Ég skil vel að þeir grenji, að þeir skæli, ráði ekki við bræði sína.
En ég vorkenni þeim ekki rass í rófu.
Þeir uppskáru eins og þeir sáðu.
Kveðja að austan.
Guðmundur: fáir að mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 71
- Sl. sólarhring: 1008
- Sl. viku: 5802
- Frá upphafi: 1398970
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 4923
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.