"..Skundum á þingvöll og eflum okkar heit".

 

Alþingi sækir umboð sitt til þjóðarinnar.

Í dag er óbrúanleg gjá milli þings og þjóðar.  

Gjá sem verður ekki brúuð með núverandi þingmönnum.

Þess vegna verður almenningur að skunda á Austurvöll með rauða spjaldið og biðja þá að víkja sem taka hagsmuni auðs og auðseiganda fram yfir hagsmuni almennings og þjóðar.

Séu virkilega til þingmenn við Austurvell sem vilja þjóð sinni vel, en treysta sér ekki til að starfa í þágu hennar af ótta við húsbændur sína, auðmenn, þá víkja þeir, afhenda öðrum keflið.

Og séu til þingmenn sem vilja vel, hafa skort kjark, en hafa öðlast hann, þá stíga þeir fram og gera nýja sáttmála við þjóð sína.

Sáttmála sem gerir almenningi og fyrirtækjum kleyft að lifa hér á landi feðra okkar og gerir mæðrum og feðrum þessa lands kleyft að ala börn sín upp á mannsæmandi hátt.

Í dag skortir ekki hús á Íslandi, hér er nægur matur og hér eru næg atvinnutækifæri.

Aðeins arðrán Hrunskuldanna og úrelt hugmyndafræði höfðingjanna að almenning eigi að bera út ef hann á í erfiðleikum, hindrar að fólk fái notið gæða landsins.

Og það á að gefa þeim rauða spjaldið sem styðja arðrán og útburð.

 

Gefum útburðinum frí, gefum auðræningjum frí.

Skundum á Austurvöll með Rauða spjaldið.

 

Við eigum öll líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hvar er skjaldborgin mín?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er með ukkur í huganum. Bestu kveðjur og gott gengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2011 kl. 09:59

2 Smámynd: Sandy

Vel skrifað að vanda, ég er alveg sammála þér Ómar. það er alveg magnað, að það fólk sem býður sig fram á þing og lofar að vinna að hagsmunum lands og þjóðar skuli vera svona fljótt að gleyma því loforði þegar það kemur á þing og stundar bara eiginhagsmunapólitík. Ég vona innilega að það verði breyting á því og alþingismennirnir fari að skilja, að taki þeir upp stefnu sem styrkir þjóðarhag þá fá þeir vinnufrið.

Sandy, 1.10.2011 kl. 10:21

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Baráttukveðjur frá 69°N í Noregi.  Hyskið út úr húsum þjóðarinnar.

Magnús Sigurðsson, 1.10.2011 kl. 10:28

4 identicon

Það virðist í raun ekkert að.

Á Austurvelli voru um 2500 manns nú. Á sama stað voru tugþúsundir í Gay Pride.

Það er því nokkuð ljóst að fólki finnst ekkert að!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 12:58

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er ekki málið fólk er þreytt og sárt, margir þora ekki að mótmæla vegna þess að þeir gætu misst vinnuna!

Sigurður Haraldsson, 1.10.2011 kl. 15:30

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góða kvöldið góða fólk.

Ég pikka þetta innslag mitt inn á síðustu mínútu þess dags sem gat verið síðasti dagur þessarar ríkisstjórnar.

Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn, þá átti ég ekki von á mörgum á Austurvöll.  Þátttakan kom mér glettilega á óvart.

En í hnotskurn er hún vandi þessarar þjóðar.

Og því miður Sigurður þá er ótti ekki skýring þess að þjóðin vill láta ræna sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2011 kl. 00:01

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar 12:58. Það er kannski einmitt vegna þess að á Gay Pride mæta tugþúsundir, sem samkynhneigðir njóta fullra réttinda.

Bara er annað væri nú hægt að segja um heimili landsmanna og baráttu þeirra fyrir réttlæti. Snúum ekki orsök og afleiðingu á hvolf.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2011 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 587
  • Sl. sólarhring: 641
  • Sl. viku: 6318
  • Frá upphafi: 1399486

Annað

  • Innlit í dag: 502
  • Innlit sl. viku: 5357
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 453

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband