30.9.2011 | 18:01
Gefum þjóðinni von.
Og ríkisstjórninni frí.
Mætum með rauða spjaldið á morgun.
Og yfirgefum ekki Austurvöll fyrr en leppar útrásarinnar segja af sér.
Byggjum svo upp gott og réttlátt samfélag.
Kveðja að austan.
Býst við 20 þúsund manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 124
- Sl. sólarhring: 700
- Sl. viku: 5663
- Frá upphafi: 1400420
Annað
- Innlit í dag: 108
- Innlit sl. viku: 4866
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 106
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já takk. Þjóðin þarf von og þessi stjórn mun ekki veita hana.
Meðlimum núverandi ríkisstjórnar verður aldrei nokkurn tímann fyrirgefið fyrir að ráðast á heimili landsmanna þegar þau voru mestrar hjálpar þurfi.
Seiken (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 19:36
Nákvæmlega Seiken, að koma að nauðstöddum manni og ræna hann og svívirða með þeim orðum að þú sért að hjálpa honum, það er líklegast það lægsta.
Mun verra en einfaldlega að ræna manninn.
Og svo er það framtíðin, hvað leiðsögn felst í stjórnvaldi sem skynjar ekki ógnina sem er framundan og gerir því engar ráðstafanir til að mæta, til dæmis hnökrum í viðskiptum, eða eitthvað miklu verra.
Við lifum fordæmalausa tíma, en strútur ræður för.
Með ekkert heilabú, aðeins stórar lappir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.9.2011 kl. 20:21
Ómar sammála hverju orði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 22:31
Mæting á Austurvöll ég mun verða í fremstu víglínu og skammast mín ekki fyrir það lifi lýðræðið og frjáls og fullvalda ríki!
Sigurður Haraldsson, 30.9.2011 kl. 23:21
Omar eg er lika sammala og mindi maeta a Austurvoll ef eg gaeti tad
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 00:10
Loksins verðum við ekki 12,niður í 5.minnisstæðast er nafna mín gaf mávunum.
Helga Kristjánsdóttir, 1.10.2011 kl. 01:51
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Jafnvel þó við teljum bara Helgur, þá verða fleiri en 12. En 5 og 12 þekkja það að magnast upp og fæða þúsundir.
Í dag munu þúsundir fæða lýðræðið og skapa þannig sjálfum sér og sínum von.
" lifi lýðræðið og frjáls og fullvalda ríki!".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2011 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.