Fjárkúgurum er aðeins svarað á einn hátt.

 

Þeir eru kærðir, dæmdir og settir í grjótið.

Jafnvel þó þeir kalli sig ESA.

 

Munum að samstarf ESA við bresku fjárkúgarana er brot á íslenskum hegningarlögum, á norskum hegningarlögum, á breskum hegingarlögum.

Eini valkvíði íslenskra stórnvalda er fyrir hvaða dóm á að stefna þeim.

Fjárkúgun er þannig glæpur að þessir menn njóta ekki friðhelgis, ekki frekar en þeir stæðu í kókaínsmygli.  Eða stunduðu mannsal í skjóli stofnunar sinnar.

 

Munum að hafi verið vottur að tilefni fyrir ESA að rannsaka íslensku neyðarlögin, þá var það gert haustið 2008, og þá á leiðbeinandi hátt um bestu framkvæmd.  EES samningurinn er skýr um rétt EFTA ríkja til neyðarráðstafana, um það deilir enginn nema fjárkúgarar og annað glæpahyski sem halda alltaf blákallt fram að lögin sem segja, "þú mátt ekki stela", þýði, "þú átt að stela".

Núna þremur árum seinna þá er það ekki einu sinni hálvitagangur að elta ólar við menn sem þykjast hafa vald til að skipa sér að innri málum ríkja, þvert á lög landsins og þvert á þann samning sem þeir sækja formlegt vald sitt til.

Ekkert annað en glæpavilji fjárkúgarans útskýrir þá hegðun.

Og það er tímabært að íslensk stjórnvöld snúist til varnar á þann hátt sem lög ætla.

 

Skrípaleikurinn um ICEsave verður aðeins stöðvaður í dómssölum sakadóms, hvort sem það er í Osló eða Reykjavík, eða London.  Og það á að stöðva skrípaleikinn.

Aðeins þannig getur ICEsave stjórnin bætt fyrir syndir sínar, aðeins þannig öðlast hún fyrirgefningu þjóðarinnar.  Aðeins þannig fær hún æru sína á ný.

Og vonandi mun hún gera skyldu sína.

 

Fjárkúgun er glæpur, það á enginn að komast upp með hana.

Kveðja að austan.


mbl.is Kröfum ESA svarað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband