"Er hægt að bjarga evrunni???"

 

Spyrja menn í Evrópu.

Menn spyrja líka hvað gerist ef hún hrynur.

Á Íslandi er hún "klettur í hafi" í huga þeirra sem ráða landinu.

 

Og vegna þessa "kletts í hafi" vildu þeir leggja hundruða milljarða skattpíningu á landsmenn vegna ICEsave reikninga Landsbankans.  Þar gekk ASÍ harðast fram, þegar þó illskásti samningurinn var borinn undir þjóðina þá gaf ASÍ þá umsögn að þjóðin hefði frekar átt að borga Svavarssamninginn.

Það hefði auðveldað henni að klífa "klettinn".

Og líklegast þess vegna lagðist ASÍ gegn leiðréttingu Hrunskulda heimilanna, það gat truflað klettaklifrið.

"Berið kross lífsins og þið munuð uppskera á himnum".

 

Hvað er hægt að segja um fólk sem ennþá hamrar á kostum evrunnar fyrir íslenskt efnhagslíf??

Og telur hana "klett í hafi".

Deyjandi mynt sem ógnar öllu fjármálakerfi Evrópu.

Er þetta óráðshjal eða kaldrifjuð valdapólitík manna sem þjóna öðrum húsbændum en þeim sem hafa lögheimili hér á landi???

 

Eða er þetta skortur á kjarki að geta ekki beðið þjóð sína afsökunar á mistökum sínum og afglöpum.

Kostir evrunnar var undirliggjandi mótív í ICEsave svikunum, í svikunum gagnvart heimilum landsins, og í stuðningi við óráð AGS, hávaxtastefnu sjóðsins og þá leið að taka risagjaldeyrislán til að borga út krónubraskara.

Það var alltaf sagt að við verðum að sýna ábyrgð svo ESB leyfi okkur að vera með í klúbbnum og taka upp evruna.

Evran var alltaf afsökunin fyrir ógæfuverkum þessa fólks.

 

Núna á dauðastund evrunnar ætti þetta ógæfufólk, í stað þess að stunda óráðshjal, að biðjast afsökunar á gjörðum sínum, segja "fyrirgefið, mér varð á".

Og það ætti að segja sig frá öllum ábyrgðarstörfum, og jafnvel ganga í klaustur og gera yfirbót.

Ná sátt við guð og góða menn.

Og það gæti jafnvel beðið fyrir evrunni í leiðinni.

 

En að gera sig að fífli með því að tala um "klett í hafi" í erlendum fjölmiðlum, það ætti eiginlega að banna það.

Hvað heldur fólk um þjóð sem lýtur stjórn manna sem bulla svona.

Sem halda lík lifandi og kenna síðan gjaldmiðli lands síns um sína eigin óstjórn.  Kenna dauðum hlut um að þjóðin eyddi meira en hún aflaði.  Að kjarasamningar án innistæðu væru krónunni að kenna, að hún hafi hreinlega skipað þeim að semja um það sem ekki var til.

En líkið sem er lifandi, það hefði aldrei leyft það, það hefði bannað þeim fáráðin.

 

Já, hvað má eiginlega segja um þjóð sem lýtur stjórn svona afglapa???

Eða þjóð sem lætur misþyrmingar á löndum sínum viðgangast því þrældómur Hrunskuldanna er ekkert annað en fólskuverk afsiðaðra manna.

Það er í raun óskiljanlegt að þjóðin skuli umbera þetta lið, að hún skuli ekki vera búin að gefa því öllu rauða spjaldið.

 

En við fáum tækifæri á morgun klukkan hálfellefu, tækifæri til að sýna hug okkar til afglapa og afglapamanna.

Mætum öll með rauða spjaldið og notum það.

 

Við eigum öll líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kostir og gallar ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 247
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 1450
  • Frá upphafi: 1321333

Annað

  • Innlit í dag: 223
  • Innlit sl. viku: 1249
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 208

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband