Þarf að bjarga himnaríki????

 

Í Evrópu efast menn um himnaríki á jörð, halda jafnvel að það þurfi að bjarga því.

 

En örvæntið ekki, hjálpin er á leiðinni.

Riddarar Samfylkingarinnar skeiða yfir hafið til Brussel þar sem þeir munu útskýra fyrir vantrúuðum að evran sé tákn stöðugleika og velmegunar.

Og að það þurfi ekki svona mikinn pening í björgunarsjóð því íslenskan krónan sé aðeins örmynt og það dugi að leggja hana niður.

Og ef menn trúa ekki þá munu Árni Páll og Össur sýna leiðara Fréttablaðsins uppá tölu frá Hruni þar sem hamrað er á staðreyndum evrusvæðisins með meitluðum rökum og tilvitnunum í Eirík Bergmann og Þorvald Gylfason.

Og láti markaðurinn ekki sannfærast þá mun Árni draga upp viðtæki og stilla á Ruv, frekari vitnanna þarf ekki við, þar eru aðeins góðar fréttir um evru.

"Og ef það hjálpar til þá munum við greiða ICESave til að tryggja nauðsynlegan fjármálastöðuleika" segja riddararnir.

 

Og þar með kemst aftur stöðugleiki á í Evrópu.

Því þetta er allt misskilningur,.

Það þarf ekki að bjarga himnaríki.

Það þarf aðeins að sækja um veru þar, fá aðild og allt verður þá svo gott.

 

Annað, annað er bara áróður Davíðs.

Vitiði það ekki???

Kveðja að austan.


mbl.is Björgunarsjóður fjórfaldaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er greinilegt að allt er komið út í horn í þessari björgunartilraun.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.9.2011 kl. 09:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Glæsilegur pistill Ómar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk góða fólk.

Samfó getur farið í bíó; "Heaven can wait", hún var ágæt minnir mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2011 kl. 16:54

4 identicon

Flottur ....  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 18:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2011 kl. 21:18

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Bjargræði Evrópu felst í því að íslendingar standi saman að einni aðgerð. Þessi að gerð þarf að framkvæma mjög snöggt, öruggt og fumlaust.

Hún fest í því að ná í alla forkólfa SF senda þá til ESB og bjarga Evrópu. Það mun skapast stöðugleiki  í Evrópu um leið og Árni Páll og Össur opna munninn. Þeirra orð eru svo sannfærandi að allir munu róast við strax-

því þau orð, eru orð  frelsarans. Himnaríkið er hólpið, mun vera hrópað.

Það er orðið stórt hagsmunamál fyrir okkur íslendinga að bjarga Evrópu.

Sameinist um björgun Evrópu og byrjum aðgerðina.

Eggert Guðmundsson, 27.9.2011 kl. 00:38

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið góða fólk.

Eggert, ég myndi leggja í ferðasjóð, ef til kæmi.

Nei, annars ég held að Evrópubúar hafi ekkert gert mér, ég held að við þurfum að leysa okkar vandamál sjálf, ekki flytja þau út líkt og ríkar þjóðir gera við hættulegan úrgang.

Það er þetta með þingsetninguna og pottana, það mætti íhuga eitthvað slíkt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2011 kl. 08:20

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér er þessi umsóknarþráhyggja með öllu óskiljanleg. Ég efast um að það myndi neinu breyta hjá aðildarsinnum þótt það brytist út styrjöld milli ríkja innan EU svæðisins.

Árni Gunnarsson, 27.9.2011 kl. 10:44

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni, mann setti hljóðan þegar maður last fréttina frá aðalfundi Hrunverjasamtakanna, þau virðast ekkert hafa lært og núna er það forgangur að koma landinu i Evrópusambandið sem logar stafnanna á milli.

Blindan er svo mikil að sjálfsagt myndi styrjöld engu breyta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 508
  • Sl. sólarhring: 539
  • Sl. viku: 4351
  • Frá upphafi: 1329882

Annað

  • Innlit í dag: 410
  • Innlit sl. viku: 3779
  • Gestir í dag: 367
  • IP-tölur í dag: 357

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband