Pólitískt trúboð og skortur á samkennd.

Hvernig þekkir maður þá sem nota ekki lengur dómgreind sína og skynsemi, heldur meta allt út frá hagsmunum þess pólitíska trúboðs sem þeir fylgja.

Jú, það er þegar þeir hætta að finna til með náunga sínum í neyð.

Ef neyðin eða hörmungarnar eru af mannavöldum, og mennirnir sem henni valda, eru þeir sem trúað er á.

 

Í ágætu bloggi Haraldar Hanssonar um "gríska harmleikinn" í gær var fjallað um slæmar afleiðingar evrunnar fyrir grískan almenning.  Honum er sendur reikningurinn sem misgengi evrunnar olli, og hann þarf að sæta því að skattfé hans fari í evruskuldir, ekki í að reka almannaþjónustu.  

Atvinnuleysi, skuldakreppa, fátækt er afleiðing evrunnar í Grikklandi.  

Eitthvað sem ekki er hægt að deila um.

 

Mætur maður, sem hefur látið sig margt aumt varða,  til dæmis slæma meðferð á mosa, jarðmyndunum og gæsum, kom inn í athugasemdarkerfið með þessa athugasemd; 

"Ábyrgðarleysi grískra stjórnvalda og spilling stjórnmála þar eru ekki "rest" heldur frumorsök. "

Vissulega er það rétt að grísk stjórnmál eru spillt, og stjórnmálamenn þar féllu fyrir velmegun bólunnar, en er það einsdæmi í heiminum???  Af hverju finnst þessum mæta manni það alltí lagi að krossfesta grískan almenning fyrir það sem mætti teljast lenska í hinum ófullkomna heimi mannsins??

Og það er ekki þannig að þetta sé eitthvað nýtt, saga sjálfstæðs ríkis Grikkja markast af vanhæfni í efnahagsmálum og almennri spillingu.

Samt hefur alltaf verið gott að búa í Grikklandi og almenningur haft í sig og á.  

Hvaða rétt höfum við á norðlægari slóðum til að setja okkur í dómarsæti yfir öðrum þjóðum????  Er okkar menning og lífsviðmið eitthvað æðri en þjóðanna við Miðjarðarhaf.  

Vissulega er það rétt að Grikkir eru lengi að vinna sér inn fyrir Bens,  en er eitthvað að því??  Er framleiðni eini mælikvarðinn á lífsgæði þjóða???  

 

Já segja fylgismenn Evróputrúboðsins, krossfestum helvítin svo evran lifi.  

Skorturinn á samkenndinni er algjör, fólk skal þjást svo trúin lifi.

Svona voru íslensku kommúnistarnir sem fóru um brautarstöðina í Kiev, sáu þar sveltandi og deyjandi börn, komu svo heim og sögðu frá sæluríki kommúnismans, sjálfu himnaríki á jörð.

Seinna mátti lesa í byltingarritum nýrrar kynslóðar kommúnista fögnuð yfir byltingareldmóðnum í Kambódíu þegar smáborgarar landsins voru reknir út í sveitirnar og látnir vinna hina göfugu jarðvinnu með berum höndum.  Það var svo kommúniskt göfugt en lítið spáð i forsendur þess að henda fólki aftur á steinöld. 

Hvað þá að spá í þjáningar þess og hörmungar.  Enda voru hin föllnu stjórnvöld bæði spillt og ábyrgðarlaus.

 

En það sem hinn mæti maður áttar sig ekki á, sem og aðrir mætir menn sem dásama hörmungar fólks og þjáningar í þágu evru og ESB er að hin meinta "óstjórn" Grikkja í efnhagsmálum hefur sjaldan verið minni en síðustu ár.  Og er það til komið vegna aga evrunnar.

Samt er aðeins núna verið að tala um að eyða grísku samfélagi.

Hver er munurinn???  Jú, áður höfðu Grikkir sinn eigin gjaldmiðil og hann þynntist út þegar kaupmáttur almennings endurspeglaði ekki kaupmátt hagkerfisins.  Í stað þess að vera 10 ár að vinna sér inn fyrri Bens, þá tók það þá 12 ár.

Það var ekkert flóknara en það.  

Mannlífið hélt svo áfram sínum vanagang, fólk sötraði sitt vín og át sína osta og bjó áfram í húsum sínum, og hélt áfram að sýsla við það sem það hafði tekjur af.  

Og samfélagið átti sínar eigur áfram, enginn ræddi um að afhenda þær erlendum fjármálahákörlum sem engu eira.

 

Austan megin við Eyjahafið býr þjóð að nafni sem rímar við Grikki, Tyrkir.

Þar er líka spilling, þar er líka margt ógáfulegt í gangi í efnahagsstjórnun og þar var kreppa fyrir nokkrum árum.

Í dag er þar uppgangur.

Munurinn er sá að Tyrkir hafa sinn eigin gjaldmiðil og þeir unnu sig út úr kreppunni án þess að eyðileggja innviði samfélagsins.  Eru sterkir í dag, verða sterkari á morgun.

En munu samt örugglega lenda aftur í kreppu.

 

Því kreppur koma og fara, en eiginlega aldrei áður hefur verið rætt um að gera upp þjóðir, eyðileggja innviði samfélaga þeirra, eins og gert er núna innan Evrusvæðisins.

Og aðeins pólitískt trúboð útskýrir þá heimsku og þá mannvonsku.

Pólitískt trúboð sem á mikið fylgi á Íslandi og þar sem fylgjendur þess hafa staðið fyrir álíka aðför að samlöndum sínum eftir að þeir náðu völdum eftir Hrun.

 

Pólitísk trúboð eru alltaf af hinu illa, þau eyðileggja dómgreind og vit fólks, þau eyða samkennd og mannúð.   Þau fá fólk til að vilja öðrum illt.

Þess vegna þarf evran að falla svo fólk öðlist aftur mennsku sína og mannúð.

Og vit sitt.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ómar; jafnan !

Þar; er kannski ólíku saman, að jafna. Tyrkir eiga sér; hið öflugasta bakland, í Fríverzlunarbandalagi Mið- og Suður Asíu; ECO - hvert; ekki er niðurnjörvað, í eitthvert reglugerða fargan, eins og hið Evrópska ESB. Kazakhar og Persar (Íranir), hverjir; framarlega fara, ásamt Tyrkjum, fyrir því ágæta bandalagi, myndu aldrei leyfa slíkri froðu, að vella þar um grund ir, hvort eð er.

Tyrkland; stendur á útsuður- jaðri Asíu, sem mörkum Evrópu, og á því allra kosta, það sama verður ekki sagt, um bræður mína í Grikklandi; því miður.

Hefði dugmikil Herstjórn verið í Aþenu, á sínum tíma, hefðu Grikkir ALDREI látið glepjast, af fagurgala Brussel inga, Austfirðingur vísi.

Með beztu kveðjum; sem ætíð - austur fyrir sanda og fljót /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 23:28

2 Smámynd: Elle_

Ómar, þú segir: Skorturinn á samkenndinni er algjör, fólk skal þjást svo trúin lifi.

Merkilegt hvað þetta kemur oft fram á ýmsa óhugnanlega vegu ofsatrúar eða ofstækis.  Já, fólk skal þjást af því guðirnir segja hitt og þetta.  Hvað ætli guð Jóhönnu og Össurar og þeirra ömurlega flokks heiti??     

Elle_, 16.7.2011 kl. 00:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Heldur það Óskar??, hefðu Frakkar ekki bara sent þeim nokkrar þotur og allir sáttir??

En án gamans, þess vegna er ég að líkja þessum þjóðum saman því þær völdu ólíka slóða, þó ferðalagið hafi verið svipað á árum áður.

Það þarf ekki að ræða velmegun Grikkja í ESB, þú ræðir ekki það sem ekki er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.7.2011 kl. 14:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Euro, Elle, euro og fyrir hann skal öllu fórnað.

En málið reyndar flóknara, og snertir alvald fjármagns yfir stjórnmálum Vesturlanda.

Og það er efni í aðra pistla, flestir reyndar samdir hjá mér, en fleiri mættu semja áður en við endum öll sem fjármagnsslavar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.7.2011 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 493
  • Sl. sólarhring: 719
  • Sl. viku: 6077
  • Frá upphafi: 1400016

Annað

  • Innlit í dag: 449
  • Innlit sl. viku: 5213
  • Gestir í dag: 431
  • IP-tölur í dag: 426

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband