14.7.2011 | 00:37
Hagstofan hlýtur að hækka hagvaxtarspá sína.
Hækkun á olíu eykur hagvöxt samkvæmt reiknimódeli Hagstofunnar, því hún ýtir undir einkaneyslu.
Maturinn á heimsvísu er líka að hækka, það skilar sér líka í aukinni neyslu heimilanna, og þar með aukningu á einkaneyslu.
Og ef Steingrímur myndi líka hækka skattana, þá væri þetta komið hjá Hagstofunni, hún myndi spá yfir 5% hagvexti, strax í ár.
Og hinir auðtrúuðu myndu trúa eins og nýju neti, og Merkel myndi biðja Jóhönnu að koma aftur í heimsókn í næstu viku svo hún gæti komið þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem tækju á málum sínum, líkt og Íslendingar hafa gert undir skeleggri forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, að þeir uppskæru hagvaxtaspár sem aldrei hefðu sést áður á þvílíkum tímum.
Já, það er ekki svo slæmt að ekki megi finna eitthvað jákvætt við það.
Og fyrst að hagsnillingar okkar finna hagvöxt hjá ofursköttuðum skuldaþrælum, þá ætla ég líka að sjá eitthvað jákvætt við þessa olíuhækkun.
Hvað það er veit ég ekki en þetta er örugglega mjög jákvætt fyrir efnahagslífið.
Annað er bara bölvuð neikvæðni.
Kveðja að austan.
Bensínlítrinn kominn í 240 kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hagvöxt það það eru hæðir vsk. reikninga er hægta að hækka, með sölu byggingarefna til að valda sem minnstum almennum tekjuhækkunum. Til að auka eftir almennra neytenda í frjálsum markaðríkjum eftir vsk.reikningum þá hækka rekstarfyrirtækin tekjur sinna starfsmanna almennt til að gera þeim kleift að kaupa fleiri einingar á mann á. Borða meira, cerios kaupa fleiri, fara oftar í bíó, ... . Aukin framleiðsla sem helst í fimm ár telst innri raunhagvöxtur. Skilar raunávöxtum af hlutbréfum þessra fyrirtækja í frjálsum kauphöllum bréfum sem má skipti í reiðufé á öllum tímum, ef fyrirtækin eru með litla starfmannaveltu. Hinsvegar er það hækkun á húsnæðiskostnaði almennra starfsmanna sem kyndir hagvexti án þess að framleiðsla vsk.raunverulegrar þjónustu eða varnings aukist á innri markaði. Húsnæðiskostanaður tengist veðmati, og langtíma veðlánavöxtum erlendis.
Júlíus Björnsson, 14.7.2011 kl. 02:50
Allt mikið rétt Júlíus en svona til að forðast allan misskilning, þá var ég að hæða stjórnvöld og Hagstofu.
Vegna hækkana á aðföngum og erfiðleika í okkar helstu markaðslöndum, þá er kaupmáttur þjóðarbúsins að dragast saman, slíkt er ekki ávísun á aukin hagvöxt eins og logið er að hinum vitgrönnum fréttamönnum Ruv sem birta hagspárnar eins og tímamóta sannleik.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.7.2011 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.