8.7.2011 | 08:50
Osama á sér margar bræður.
Fjölskylda hans er fjölmenn í Bandaríkjunum.
Osama drap eftir trúarbrögðum.
Bræður hans í Bandaríkjunum drepa eftir kynþætti eða þjóðfélagsstöðu.
En þegar upp er staðið, þá eru þetta allt lítilsigldir morðingjar, með vísa vist í helvíti.
Þar munu þeir bræður sameinast í anda, og vonandi fá tilsögn í iðrun.
Það er nefnilega aldrei of seint að iðrast.
Kveðja að austan.
Fangi tekinn af lífi í umdeildu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 452
- Frá upphafi: 1412814
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 391
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bölvað rugl er þetta ...
Al Quaida er í dag, stuðningsmenn Bandaríkjanna og voru það áður einnig. Þeir eru að "styðja" NATO og Vesturveldin gegn Ghaddafi.
Morðingjarnir, eru Bandaríkjamenn sjálfir. Og þar er fleira saklaust fólk drepið en nokkurs staðar annars staðar ... þeir drepa fólk um allan heim í miljóna tali og kalla það "Collateral Damage". Börn sem falla, eru kölluð hafa "tengst hryðjuverkamönnum" ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 09:25
Og hvert er þá rugíð Bjarne??
Þetta með iðrunina???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.7.2011 kl. 10:19
Þetta er hin eitruðu trúarbrögð(Stríðstól) Abrahams, það versta sem mannkynið hefur búið til.
Helvíti er ekki til góurinn, himnaríki ekki heldur; Bara auðtrúa menn sem hlaupa á eftir glópabulli.
DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 10:35
DoctorE, AMEN
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 10:41
Hvaðan hefur þú Bjarne þessar upplýsingar að í Bandaríkjunum sé fleira saklaust fólk drepið en nokkurs staðar? Og með þessar miljónir fólks sem þeir drepa um allan heim, hvaðan fékkst þú þær upplýsingar?
Haddi (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 11:33
Þú segir að bræður hans (Osama) í Bandaríkjunum drepi eftir kynþætti eða þjóðfélagsstöðu. Talandi um kynþætti og þjóðfélagsstöðu skaltu lesa þetta: http://www.grapevine.is/Features/ReadArticle/They-Are-Not-Leaving
Haddi (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 11:59
litlir kallar að kvabba um eitthvað sem þeir hafa ekkert vit á, leiðandi hvern annan í villu, blindur leiðir blindan og haltur haltan fram af bjargbrún fáfræðinnar, þar sem enginn virðing er lengur borinn fyrir sannleikanum, og menn hika ekki við að kalla óra sína sannleika, lygina raunverulega og fremja mannorðsmorð eins oft og annað fólk skiptir um nærföt. Þannig er heimur hinna fáfróðu sneyddur sannleika og mannvirðingu.
geispi (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 15:55
Jæja Ómar! það er naumast að þú fékkst heimsóknirnar! Landsliðiðsmenn í trúleysi.
Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2011 kl. 16:54
Blessuð Helga, alltaf gaman að gestagangi.
Doktor, það er augljóst að helvíti er til því einhvers staðar verða vondir að vera, kannski meiri spurning um þetta í efra, hvort nokkur þörf sé fyrir það.
Haddi, hefur þú aldrei heyrt getið um stílbrögð, og færa eitthvað í stílinn. Til dæmis fékk einn ágætur sjómaður hér alltaf heilan helling af fiski þegar fátt var til að landa.
En hvað tengil þinn varðar, þá þakka ég þá sendingu, sé samt ekki hvað hann komi efni þessa pistils við, eða þjóðfélagskúgun í Bandaríkjunum við. Minnir mig dálítið á rökfærslu góðs kommúnista hér í bæ, sem sagði alltaf þegar gúlagið kom til tals, "já en keisarinn lét nú hengja nokkra".
geispi, "snork".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.7.2011 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.