7.7.2011 | 19:36
Hvernig get börn tengst uppreisnarmönnum???
Er þá alltí lagi að drepa þau, því þau tengjast uppreisnarmönnum. Er sem sagt allt réttdræpt ef það tengist uppreisnarmönnum???
Hví getur talsmaður Nató ekki harmað mannfall saklaus fólks og beðið guð og góða menn um fyrirgefningu???
Veit hann ekki að orðalag hans hefur heyrst áður, og er ein aðal réttlæting hryðjverkastýrenda þegar þeir senda fólk út á örkin til að sprengja saklaust fólk í loft upp.
"Að það sé ekki saklaust, það tengist óvininum".
Og þess vegna megi drepa það.
Sem er aldrei rétt því mannslíf er heilagt, það hugarfar er forsenda mennskunnar, forsenda siðmenningarinnar.
Að við drepum ekki hvort annað ef það hentar tilgangi okkar.
Aðeins sú föttun mun hindra næsta stórstríð, sem ef af verður, verður það síðasta í sögu mannkyns.
Og það er tími til kominn að tengja.
Áður en það er um seinan.
Kveðja að austan.
Konur og börn létust í loftárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 257
- Sl. sólarhring: 692
- Sl. viku: 5841
- Frá upphafi: 1399780
Annað
- Innlit í dag: 226
- Innlit sl. viku: 4990
- Gestir í dag: 222
- IP-tölur í dag: 222
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er því orðið um seinan, það er nánast öruggt að það verði stríð.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 20:16
Það er aldrei neitt um seinan Bjarne, aldrei, og máttur hugsandi fólks er mikill.
Í dag er bylting hugarfarsins á fullu, en það heyrist lítið í þeirri byltingu, því hún er hljóðlát, hún á sér stað innra með fólki.
Fólk er að uppgötva að það er fólk, vitiborið fólk sem vill aðeins gera þá hógværu kröfu til lífsins, að fá að lifa. Þess vegna mun það taka höndum saman við annað vitiborið fólk, og taka stjórnina úr höndunum á óvitaliðinu sem stjórnar öllu eftir lögmálum skammsýni og græðgi, kryddaða með yfirmáta heimsku.
Óvitarnir eru til dæmis að rústa samfélögum Suður Evrópu með því að refsa þeim fyrir að ástunda ekki þýskan aga, að kunna ekki að marsera í gæsagang. Þeir halda að þeir séu guðir og megi allt, skemma og eyðileggja aldagamla menningu Miðjarðarhafslanda.
Þrælka fólk, gera það vinnuþrælum skulda sinna.
Þess vegna mun sú hljóða sprenging sem verður á Íslandi, þegar verðtryggingin, auðrónarnir, gjammandi ga ga liðið auk annarra stuðningsmanna skuldaþrælkunar almennings og afsal sjálfstæðis þjóðarinnar í hendur á erlendum lánardrottnum auðrónanna, verða tekin og sett á safn, og hinn almenni maður mun sameinast um þau einföldu sannindi að það eigi að vera lifandi í samfélögum fólks, verða almenningi í Evrópu hvatning til að gera slíkt hið sama.
Og hann mun aftengja þau öfl sem sjá skammtímagróðarhag í eyðingu mennskunnar.
Þetta er eins öruggt og tveir plúss tveir eru fjórir, eina óvissan er hvenær fólk rís upp til byltingar á Íslandi. En það er jú alltaf óvissa í lífinu.
En ég á eftir að verða afi þó það verði upp á himnum.
Um það ríkir engin óvissa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.7.2011 kl. 21:37
Sæll Ómar! Það fór um mig bjartsýnisfiðringur,við lestur þessarar setningar; Og hann (hinn almenni maður) mun aftengja þau öfl sem sjá skammtímagróðahag í eyðingu mennskunnar; Þegar vonin ein er eftir!!! Maður hefur reynt að klóra líkt og kattarkvikindi,með þeim stóru sömu ættar,,,ljónunum,, bráðum bresta þilin,og við losnum úr álögum og endurheimtum mennskuna.
Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2011 kl. 01:05
"Í dag er bylting hugarfarsins á fullu, en það heyrist lítið í þeirri byltingu, því hún er hljóðlát, hún á sér stað innra með fólki."
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.7.2011 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.