Það þarf ekki að ræða samningsmarkmið við ESB.

 

ESB semur ekki, það hefur þegar samið sín lög og reglur.

Það eina sem sambandið gerir er að athuga hvað fljótt væntanleg aðildarríki geti tekið upp lög og reglur sambandsins.  

 

"30/06/2011 EU Member States decided on 30 June to close accession negotiations with Croatia, which should allow for the signature of the Accession Treaty by the end of the year. Following the ratification procedure in all Member States and Croatia, accession is foreseen for 1 July 2013. This decision marks a successful end to six-years of negotiations during which Croatia has been asked not only to adopt new laws and regulations to comply with EU standards, but also to implement them, thus proving the reforms have taken an irreversible course of action. It was agreed by Member States that the Commission will closely monitor up to the date of accession Croatia's fulfilment of the commitments undertaken in the negotiations and its continued preparations to assume the responsibilities of EU membership upon accession."
 

Þessa frétt mátti lesa á vef ESB og hún fjallar um endalok viðræðna sambandsins við Króatíu.   Það tók Króatana 6 ár að taka upp lög og reglur sambandsins og þá var viðræðunum lokið. 

Það var ekki verið að ræða samningsmarkmið eða semja.

ESB ætlast til að þær þjóðir sem vilja ganga í sambandið, hafi kynnt sér hvaða reglur gildi í sambandinu og að þær taki þær upp.  Í undantekningartilvikum gefur sambandið umþóttunartíma, en það breytir ekki lögum sínum og reglum fyrir einstaka þjóðir sem vilja inn.

Enda gengi slíkt ekki í fjölþjóðaríkjasambandi.

ESB semur ekki, það aðlagar.

 

Og bændur og aðrir þurfa að fara að horfast í augun á raunveruleikanum.

Ef þeir vilja ekki í Evrópsambandið, þá taka þeir ekki þátt í aðlögunarviðræðunum undir því yfirskyni að þeir séu að semja.

Það er ekki bæði sleppt og haldið.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja ræða samningsmarkmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er algjörlega sammála þér Ómar, það virðist vera erfitt fyrir suma að skilja hlutina og þá sérstaklega Utanríkisráðherrann hann Össur Skarphéðinsson sem gengur með þær stjörnur í augunum að Ísland sé ekki eins og önnur Lönd og muni þess vegna fá varanlegar undanþágur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.7.2011 kl. 08:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg, mér finnst tímabært að einhver taki af skarið, og segi; "við tökum ekki lengur þátt í þessum skrípaleik".

Það var sótt um á röngum forsendum, að það ætti að semja við ESB, en á slíkt lokaði ESB eftir Norska Nei-ið í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.

Og umsóknin nýtur aðeins stuðnings um þriðjungs þjóðarinnar.  

Og það á ekki að líðast að þriðjungur þjóðar kúgi meirihlutann líkt og Samfylkingin er að gera í þessu máli.

Bænur ættu að hafa forystu um og segja, Nei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.7.2011 kl. 09:20

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er sammála. Þetta er endalaust ofbeldi minnihluta hóps.

Snorri Hansson, 7.7.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband