29.6.2011 | 07:33
Evran brennur í Aþenu,.
Hvar mun hún brenna næst???
Madrid, Lissabon, Dublin, Róm eða Brussel?????
Það eina sem er öruggt er að bruni hennar er rétt að hefjast.
Kveðja að austan.
Enn óeirðir í Aþenu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2011 kl. 10:40
Stjórnleysi stjórnvalda í þessum löndum er helsta eldsneytið. Svipað og var á Íslandi á bólutímanum.
Njörður Helgason, 29.6.2011 kl. 20:26
Þetta er úr Financial Times -
Skv. þessu - gæti verið ný grísk krísa á 3. mánaða fresti.
Fyrir utan það, spái ég vanda í sambandi við Írland, en það á einnig við það land, að þeir þurfa sennilega viðbótar björgunarpakka - vegna þess, að mjög ólíklegt er einnig að Írland muni geta farið út á markaðinn á næsta ári og sókt sér frekari fjármögnun. En vaxtakrfa í dag hjá þeim er milli 10-11% fyrir 10. ára lán, sem er hærra en þegar þeir voru neyddir til að taka björgunarlán í fyrsta lagi.
Til samanburðar, voru þeir vextir sem ísl. ríkið fékk nýlega 4,993%.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.6.2011 kl. 23:29
Takk fyrir innlitið félagar.
Guðmundur, sumt er hægt að segja í fáum orðum, og aldrei þessu vant gat ég það í þessum pistli. En þá toppar þú mig með myndinni. Eina sem hægt er að segja, "nákvæmlega".
Einar, það er öllum ljóst að þetta breytir ekki neinu. Eiginlega grunar mig að Grikkirnir samþykki allt til að fá lánið, en ætli sér svo að reyna að vinna úr stöðunni á vitrænan hátt, ef ekki þá verður blóðug uppreisn.
Hins vegar vantar einn þátt inn í jöfnuna, og það er hagur fjárfesta að veðja gegn vanda evruþjóða. Bara það eitt mun valda evrubrunanum því Grikkland og önnur smáríki eru aðeins sýndarárásir til að tékka á viðbrögðum evrópskra yfirvalda.
Og þar sem þau eru röng, þá er ljóst að Ítalía, Spánn og Belgía verða fljótlega fyrir árás.
Og þá verður bál.
Njörðu, athugasemd þín er örugglega vel meint en út úr kú. Spáðu aðeins í að það sem þú kallar stjórnleysi er ekki nýtilkomið, hefur oftast verið verra.
Hver er þá vandinn?????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.6.2011 kl. 08:56
Úr kúnni? Stjórnleysi er þegar stjórnvöld. Þ.e. ríkisstjórn og Alðingi lætur lög fara í gegnum Alþingi og gleyma mikilvægum hlutum.
Það var reyndar þannig á stjórnleysistíma sjálfstæðisflokksins að allt fór í gegn sem var formanninum tilhlýðilegt.
Njörður Helgason, 30.6.2011 kl. 16:21
Blessaður Njörður.
Kúahirðar eru alltaf velkomnir á þetta blogg.
Þeir útskýra líka margt. Til dæmis af hverju þeim finnst þetta og þeim finnst hitt.
En svona í alvöru talað, hvað kemur Grikkjum Sjálfstæðisflokkurinn við?????
En ef það hjálpar, þá getum við fengið grísk ungmenni til að mótmæla níðingsskapnum gagnvart fólki í skuldaerfiðleikum, svona þegar þau eru búin að hrekja ESB innrásarliðið úr landi.
Ómennska á hvergi að líðast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.6.2011 kl. 17:18
Já austanmaður. Ég er aðeins með samlíkingu á íslenska hruninu og því gríska.
Njörður Helgason, 30.6.2011 kl. 20:36
Svo þykir mér fjósafýla góð. Finn hana svo sjaldan í dag.
Njörður Helgason, 30.6.2011 kl. 20:36
Jamm, hún er eðalykt, rífst ekki um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.6.2011 kl. 23:56
Einar Björn: Írland mun líklega ekki þurfa fleiri "björgunarpakka". Þeir hafa ákveðið að fara íslensku leiðina og eru núna að vinda ofan af þjóðnýtingu stærsta bankans þar í landi, með allt að 90% afföllum fyrir kröfuhafa. Undarlegt þögn hefur ríkt um þessa stórfrétt í fjölmiðlum.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2011 kl. 16:47
Blessaður Guðmundur, áttu link á þessa frétt???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.7.2011 kl. 18:00
Hef ekki frétt af þessu, þó hef ég verið að fylgjast með erlendu pressunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.7.2011 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.