Vinnumaður breta ræðir um fyrirhugaða skuldaþrælkun Íslands.

 

Össur Skarphéðinsson, meðlimur í breska verkamannaflokknum, harður stuðningsmaður ICEsave fjárkúgunar breta, ræðir við Evrópska ráðamenn, um meinta aðild landsins að ESB.

Hans stóru rök eru upptaka evru og gengisstöðugleiki.

Össur, hefur ekki séð beina útsendingu frá Aþenu í dag, um þennan meinta gengisstöðugleika.

Eða honum er alveg sama, hann heldur kannski að þetta séu götumótmæli frá Tripólí.

 

Honum er líka alveg sama þó samningafólk ESB tali um "skuldbindingu" Íslands samkvæmt EES, og í þeirri skuldbindingu felist algjör vilji til að greiða breskum fjárkúgurum allt sem þeim dettur í hug að krefjast.

Honum finnst það alveg sjálfsagt að þjóðum ESB sé tilkynnt, fjöldamörgum árum seinna, að þau séu í ábyrgð fyrir fjármálamarkaði stærri ríkja, og eigi að greiða þá ábyrgð með blóði velferðarkerfisins.

Honum er alveg sama að ESB segist hafa vald til að leggja beina ríkisábyrgð á einstök aðildarlönd án þess að hafa til þess heimild, eða hvað þá að láta ríkisstjórnir viðkomandi landa vita.

Össur er alveg sama þó fólk deyi vegna ESB, hvort sem það er á Grikklandi, eða hans eigin landi, ESB sé guð sem öllu megi fórna fyrir.

 

Þess vegna ræðir Össur við ESB, hann ræðir um hvernig megi eyðileggja íslenskan landbúnað, og hvernig megi koma sjávarauðlindum Íslands á forræði ESB.

Hann ræðir um allt sem eyðileggur sjálfstæði Íslands.

Hann veit eins og er, að líkt og Þjóðverjar forðum, marglaunuðu innlendum Kvislingum óþurftarverk þeirra, mun hið Þýska ESB gera slíkt hið sama, enda er sagan og markmiðið hið sama, algjör drottnun Þýskalands yfir þjóðum Evrópu.

Össur sér fram á feita daga, þó þjóð hans þjáist vegna ICEsave fjárkúgunar breta.

Eða sjávarbyggir landsins þurfi að skríða til Brussel um áheyrn vegna ágang erlendra þjóða á miðum þeirra.

 

Össur er sama um allt, nema Össur Skarphéðinsson.

Og hann ræður í skjóli VinstriGrænna, flokksins sem sveik þjóð sína fyrir völd í hundrað og eitthvað daga.

Og Össur baðar sig í kastljósi fjölmiðlanna, hvert hans svikaskref er vandlega skráð af þeim.

Mútufé ESB féll ekki í grýttan jarðveg þegar því var sáð meðal íslenskra blaðamanna, þeir styggja ekki höndina sem fæðir þá.

 

Það er aðeins íslenskur almenningur sem upplifir martröð Eurokrata, hann fær evru og ICEsave.

Hann fær skuldaþrælkun og einkavæðingu almannaeigna vegna Evrópudraums Eurokrata.

Hann missir sjálfstæði sitt og framtíð, hans eina hlutskipti verður akkorð í þágu fjármagns.

 

Nema hann rísi upp og verjist.

Verjist eins og Grískur almenningur gerir í dag.  Og gerir á morgun.

Og segir, við erum fólk ekki þrælar.

Össur má éta það sem úti frýs.

 

"Össur má éta það sem úti frýs", þetta er það eina sem fjölmiðlar landsins eiga að segja að förum hins íslenska vinnumanns breta í ICEsave deilunni.

Hann má éta það sem úti frýs.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ræddi við framkvæmdastjórn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Akkurat það sem við munum gera, verjast og berjast,eina sem skal greiða eru maklegu málagjöldin. Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2011 kl. 17:53

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þegar menn eru svona langt gengnir eins og Össur, er hægt að spara pláss á Kleppi með að láta hann starfa áffram í Ríkisstjórn Íslands. Þar ber ekkert á honum enda eins og flestir hinir sem taka þátt í þessum ESB skrípaleik. Þegar menn eru ekki meðvitaðir um að þeir eru gangsterar af verstu sort, getur maður farið að skilja af hverju þjóðarleiðtogar geta yfirleitt gefið skipanir eins og að gera loftárásir á þegna sína, drepa þá og limlesta og finnast það síðan allt í lagi þegar þeir eiga að svara til saka.

ESB málið er stærsta glæpamál á Íslandi og verður bara minnst sem slíkst. Ég hef samt enn trú á að nógu margir heiðarlegir íslendingar séu til sem geti valið burt óvita landsins sem dreyma um að vera jarðaðir með evrulöndunum...

Óskar Arnórsson, 28.6.2011 kl. 17:54

3 identicon

Þetta er ein af ástæðum þess að það á að gefa veiðileifi á manneskjur sem eru sjálfum sér og þjóðinni allir hættuleg!

Gunnar (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 17:58

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Svo leyfir hann sér að tala um ítrekaðan vilja Íslendinga...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.6.2011 kl. 18:31

5 identicon

Núna er tíminn til að mótmæla hárréttur! Það þarf að koma því í evrópufréttirnar akkurat núna á meðan Össur er í viðræðunnum,  að Íslendingar fordæmi hans forheimsku! Hittumst öll á Austurvelli kl. 15:00 á morgunn! " Össur má éta það sem úti frýs" þarf að komast í heimspressuna!

anna (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 20:09

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Við skulum vona það Óskar, að fólki langi almennt ekki í jarðarför en það er ótrúlegt að hið akademíska "vit" skuli ekki gera alvarlegar athugasemdir við tímasetninguna, núna þegar enginn veit um framtíð evrunnar og evrusambandsins.  

Evran var jú ein helsta röksemd fyrir aðild að mér skilst.

Anna, ég er ekki viss um að fólk mæti og biðji Össur að éta það sem fraus hér fyrir austan og norðan i kuldahretinu, eða yfir höfuð að það mæti til að mótmæla einu eða neinu.

En kórinn er ekki einradda á meðan einhver nennir að andæfa og einhvern daginn gæti hann farið að syngja mótmælasöngva, en ekki í dag, ekki á morgun, og ekki hinn.

Helga, ég er líknsamur, er alveg til í skuldauppgjöf á maklegu gjöldunum, aðeins ef menn hætta þessari vitleysu, og fari að einhenda sér í að endurreisa samfélagið á forsendum fólks en ekki fjármagns.

Ingibjörg, Össur er ekki alveg með fulle fem þegar kemur að því að tjá sannleikann, en hann er sagnamaður góður.

Gunnar, það er kristilegra að sýna þeim fram á villu síns vegar, það reyni ég allavega í svona bloggpistlum.

Annars verð ég að játa og segja, það kom mér á óvart að einhver yfir höfuð skuli nenna að standa vaktina, svona núna yfir hásumarið, rétt á eftir ICEsave strögglið.  

Stöðubarátta er ekki sterkasta hlið okkar Íslendinga, við erum meira fyrir fæting og svo nennum við þessu ekki.  Og stjórnmálasnillingar eins og Össur Skarphéðinsson kunna að nýta sér það.  Hann bullar út í eitt, lætur ekki hanka sig á neinu, gefur alltaf eftir ef hann mætir andstöðu, og í rólegheitum færist þjóðin inn í ESB, eftir aðlögunarferlið þá er þjóðaratkvæðið aðeins um orðin hlut.

Eins gott að evran er að hrynja svo það reynir aldrei á aðild.

En við eðlilegar aðstæður hefði Össsur landað þeim stóra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2011 kl. 23:19

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

óeyrðir í grikklandi eru ekki evrunni að kenna.

voru þá óeyrðirnir á íslandi krónunni að kenna?

djöss rööööögl

Sleggjan og Hvellurinn, 30.6.2011 kl. 00:37

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, Sleggja mín, þú hefðir átt að láta Þrumuna um þessa athugasemd, hún hefði ekki gert svona lítið úr vitsmunum sínum.

Í það fyrsta er því hvergi haldið fram að óeirðirnar í Grikklandi séu evrunni að kenna, óeirðirnar eru vegna viðbragða við efnahagsvanda sem evran skapaði, og þau viðbrögð eru röng, og þá er um heimsku evrustjórnenda að kenna.

Óeirðirnar í Íslandi voru vegna viðbragða stjórnvalda vegna Hrunsins, ekki vegna Hrunsins.  Fólk fór fyrst út á götuna þegar það fattaði að stjórnvöld ætluð að leysa kreppuna alfarið á kostnað þess.

Eitthvað svipað á sér stað í Grikklandi núna, fólk sér að það á að borga evrukreppuna, ekki þeir sem högnuðust á evrubólunni.  

Og fólk er ekki svo vitlaust að það viti ekki að sá sem kemur með sleggju til að lagfæra hús eftir skemmdir, að hann ætlar ekki að gera við það.  Jafnvel þó hann titli sig smið.

En Eurokratar eru það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.6.2011 kl. 09:04

9 Smámynd: Elle_

Ómar, getur maður lagst lægra en að hjálpa erlendu valdi við að koma kúgunarsamningi yfir samlanda sína og vinna jafnframt hörðum höndum við að koma þeim undir sama erlenda vald?  Hvað þarf til að stoppa Jóhönnu og Össur??

Elle_, 30.6.2011 kl. 12:07

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, nú er stórt spurt Elle, sjálfsagt má finna eitthvað lægra þó ég þekki ekki til þess svona við fyrstu hugsun.

En það er spurning hvort þetta fólk geti toppað sig, það er aldrei að vita.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.6.2011 kl. 13:13

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evran skapaði ekki þennan efnahagsvanda.

 Árinni kennir illur ræðari á vel við núna.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2011 kl. 00:09

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sleggja mín.

Það má segja þér til afbötunar, að meinloku þinni deilir þú með fleirum, jafnvel hámenntuðum hagfræðingum.  Sem segir dálítið til um vitið í þeim geira.

Evran skapaði ákkúrat "þennan" efnahagsvanda, og sú lausn sem yfirstjórn evrumála býður uppá,  eyðileggur Grikkland og grísku þjóðina.  En eins og þú getur lesið um í ágætu innslagi Einars Björns hér á öðrum þræði, þá er ekkert sem segir að yfirmenn evrumála þurfi að vera hálvitar og vissulega var hægt að bregðast við vanda Grikkja á þann hátt að landið næði sig út úr erfiðleikum sínum.

En það var ekki gert, og þess vegna ber evran ábyrgð á þeim hörmungum sem yfir Grikki hafa dunið.  Svo við höfum það á hreinu.

Þú áttar þig ekki á að rökfærslan þín héldi ef núverandi vandi Grikkja væri sá fyrsti í sögunni, og hann stafaði af því að eftir evruna kunnu þeir ekki að stjórna efnahagsmálum sínum.  Þá væri hægt að tala um sjálfskaparvíti og svo framvegis.  En það afsakar samt ekki afglapahátt heimskunnar sem neyðarpakki ESB og AGS er því hann er rangur og gerir illt verra.

En ábyrgðin á ógöngunum væri samt Grikkja, ekki evrunnar.

En málið er Sleggja að Grikkir hafa alltaf verið að glíma við svona erfiðleika, þunglamalegt ríkiskerfi, slælega skattheimtu og annað sem hrjáir þá.  Með öðrum orðum, þeir höfðu ekki þá þjóðfélagsgerð og þann aga sem evran krefst.  Upptaka evrunnar var því mikil mistök, eitthvað sem þarf ekki mikið vit til að sjá.

En eftir að þeir tóku upp evruna, þá er í fyrsta skiptið verið að tala um ríkisgjaldþrot, eyðingu velferðarkerfisins, og yfirtöku alþjóðlegs auðvalds á almannaeigum og almannaþjónustu.

Áður þá þurrkaði gengisfelling út óraunhæfan kaupmátt, þjóðfélagið gat út á við ekki eytt meira en það aflaði.  Og lífið hefði gengið sinn vanagang, án þess að fátækt fólk væri kvalið og pínt, og án þess að blóðsugur yfirtækju eigur almennings.

Þjóðfélagsgerðin útskýrir af hverju Grikkir eru fátækir en Þjóðverjar, þurfa að aka Fíat á meðan Þjóðverjar aka Bens, en þeir áttu sitt, og höfðu í sig og á.

En í dag eru þeir gerðir upp því þeir ráða ekki yfir sínum eigin gjaldmiðli.  Það skiptir ekki máli hvort erlendi gjaldmiðill þeirra heitir evran eða dollar eða króna, þegar gjaldmiðillinn er erlendur, og þér er neitað um endurfjármögnun lána þinna, þá lendir þú í greiðsluþroti.  

Eitthvað sem sá sem ræður yfir sínum gjaldmiðli lendir aldrei í.

Evran er því skýring vandamála Grikkja.  Núverandi ástand er algjörleg án fordæmis, þó hefur gríska ríkið á sínum 180 árum lent oftar í greiðsluþroti en puttar mínir ná til að telja.  Aðeins núna er gríska þjóðin sett á uppboð, áður báru þeir tjónið sem lánuðu ríkinu fram yfir greiðslugetu þess.

Áður voru það gráðugir bankamenn sem sátu uppi með skellinn, núna er saklaus almenningur sem hafði ekkert með atburðarrásina að gera, látinn borga.  

Og þeir sem skilja ekki muninn eða sjá ekki rangindi þess að meðhöndla fólk eins og skynlausar skepnur, þeir eru ekki siðað fólk.

Og þetta er svona almennt séð um siðvilluna sem býr að baki meinloku þinni Sleggja mín.

Svo við tökum upptöku evrunnar sem sjálfstæðan orsakavald fyrir vanda Grikkja í dag, þá er ljóst að hún bjó til falskan kaupmátt, og hún útvegaði aðgang að ódýru lánsfé sem annars hefði ekki orðið í sama mæli og ef Grikkir hefðu haldið í gjaldmiðil sinn.  Hvorutveggja veldur að skuldir hlaðast upp í hagkerfinu.  Og það verður smán saman ósjálfært.  

En það er ekki hægt að taka hegðun hvers og eins og segja, "þú áttir ekki að kaupa hluti fyrir evrurnar þínar, eða þú áttir ekki að nýta þér þá lánamöguleika sem buðust".  Raunveruleikinn var bara svona og evran bjó til þann raunveruleika.

Þess vegna er fullt að öðrum þjóðum að glíma við sama vanda, að fá ekki endurfjármögnun á kjörum sem þau standa undir.  Það er fyrirsjáanlegt greiðslufall hjá allavega 6 ríkjum, öll með ólíkan bakgrunn, og sum hver með ágæta stjórnun ríkisfjármála.

Þar með þarf ekki mikla rökhugsun til að sjá að þar með er um kerfisvanda að ræða, en ekki vanda sem má rekja til vanvitahegðunar einstakra ríkja eins og Eurokratar hafa talið rhekklausum sálum eins og þér í trú um.

Þess vegna er talað um neyðarástand, um að menn séu að falla á tíma, að evran brenni upp og svo framvegis.

Og Sleggjan mín, þú átt að hafa skynsemi til að sjá það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2011 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 963
  • Sl. sólarhring: 1049
  • Sl. viku: 6171
  • Frá upphafi: 1328984

Annað

  • Innlit í dag: 830
  • Innlit sl. viku: 5502
  • Gestir í dag: 723
  • IP-tölur í dag: 710

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband