Almenningur Grikklands rís upp gegn gjörspilltri stjórnmálastétt.

 

Og hann rís upp gegn arðráni síðnýlendustefnu Þýskalands, ESB.

 

Fólk lætur ekki bjóða sér að almannaþjónustu sé lokað, eða aldraðir og öryrkjar séu sveltir.  

Fólk lætur ekki bjóða sér að almannaeigur séu afhendar hýenum hins alþjóðlega auðvalds á hrakvirði.  

Fólk sættir sig ekki við kúgun, arðrán og skuldaþrælkun.

Fólk er fólk, ekki þrælar.

 

Efnahagsvandi Grikkja á sér aðeins eina skýringu, og það er falskur kaupmáttur evrunnar.  

Falskur kaupmáttur sem gerði hagkerfið ósjálfbært, það eyddi meira en það aflaði.

 

Lausnin á efnahagsvanda Grikkja er því mjög einföld, hún felst í einhliða endurskipulagningu skulda og upptöku innlends gjaldmiðils.  Gjaldmiðil sem endurspeglar grískan kaupmátt, ekki þýskan.

Þessa lausn mega handhafar kjötkatlanna, Eurokratar Grikklands, ekki hugsa sér.

Þeir vilja frekar þrælka þjóð sína, eyðileggja stofnanir hennar, eyðileggja efnahaginn.

Eyðileggja allt svo evran skaðist ekki, svo ESB skaðist ekki.

 

Þeir eru sama aumingjaliðið og þeir íslensku samverkamenn bresku fjárkúgaranna, sem vildu selja þjóð sína fyrir boðsmiða að kjötkötlum Brussel.  Boðsmiða sem var aðeins fyrir útvalda.

Sama aumingjaliðið og heldur núna til Brussel til að sleikja skóna á svokölluðu samninganefndarmönnum ESB þrátt fyrir því að þeir hafi lýst því yfir við fréttamenn Ruv að fjárkúgun breta og lögleysa væri skuldbinding Íslands sem þjóðin yrði að standa við.

Geta samt ekki bent á réttaheimild eða lög máli sínu til stuðnings.

Aðeins fullyrðingar og hótanir, sett fram í trausti þess að íslensku samningarnefndarmennirnir kyngi hverju sem er að boði yfirmanns síns í utanríkisráðuneytinu.

 

Væri fólk í samninganefnd Íslands, þá hefði það krafist tafarlausra skýringa á þessum ummælum, bent síðan hinum svokölluðum samninganefndarmönnum á orð Árna Páls viðskiptaráðherra um að krafa breta væri lögleysa, og teldu þeir annað, þá væri dómsstólar til að skera úr um yfirgang þeirra.

Slitið síðan viðræðum og haldið heim.

 

Svoleiðis gerir fólk.

Það sama gerir fólk á Alþingi, það krefst tafarlaust fundar á Alþingi um þessa nýju stöðu í ICEsave kúguninni, og leggur fram vantraust á öll þau stjórnvöld sem tala við meinta stuðningsmenn þjófnaðar og fjárkúgunar.

Og það krefst Landsdóms yfir þeim sem hana styðja.

Það er nefnilega enginn vafi í ICEsave deilunni, ekki eftir gagnmerkt svar viðskiptaráðherra til ESA.  Það svar afhjúpar allar lygar og rangfærslur ICEsave, ásamt því að benda á að fjárkröfur sem ágreiningur er um, eru ekki innheimtar með hótunum og kúgunum.  Dómsstólar skera úr um ágreining.

Ummælin sem fréttamaður Ruv hafði eftir hinum svokölluðu samninganefndarmönnum ESB í mörgun, eru liður í þeirri kúgun, liður í hótunarferli, liður í að knésetja íslensku þjóðina.

 

Alveg eins og það á að knésetja þá grísku, þá írsku, þá portúgölsku, og ekki eftir svo langan tíma, þá spænsku, ítölsku og flæmsku, auk Vallóna.

Nema Grikkir sýna að fólk rís upp.

Og fólk rís upp gegn samningaviðræðum við stuðningsmenn fjárkúgunar og þjófnaðar.

 

Núna reynir á stjórnarandstöðu Íslands.

Er þetta fólk, eða er þetta mýs???

Kveðja að austan.


mbl.is Táragasi beitt í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þú virkar allavega á mig eins og stóryrt mús.

Eyjólfur Sturlaugsson, 28.6.2011 kl. 14:15

2 identicon

Heill og sæll Ómar Austfirzki; líka sem og, aðrir gesta, þinna !

Ómar !

Þakka þér fyrir; vandaða - sem raunsæja umfjöllun, á hinni raunverulegu stöðu mála, í Grikklandi; fyrrum burðaráss Áustur- Rómverska ríkisins, eins og menn muna.

Þarna; þurfa Hægriöflin, með tilstyrk Hersins, að koma að málum, og segja landið, frá Þýzk- Frakkneska leppríkja bandalaginu (ESB), sem skjótast.

Eyjólfur nokkur Sturlaugsson; er glöggt dæmi um mann, sem hnökralítið/ eða þá; hnökralaust, hefir gengið sinn lífs veg, án nokkura hindrana, að séð verði - og slíkum, fer sízt, að dæma þín skrif, sem annarra, Ómar.

Kannski; Eyjólfur sé, talsmaður hins óbreytta stjórnmála ástands, hér á Vesturlöndum, yfirhöfuð. Þeir eru nokkrir enn; sem mega ekki heyra minnst, á byltingar - hvað þá; umskipti, sem Alþýðu hinna ýmsu landa, kunna að koma hvað bezt, svo sem.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, í Austfirðinga fjórðung /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 14:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við eigum sem betur fer heilsteypta íslenska baráttumenn eins og Ómar Geirsson. Til þeirra mun fólk leita,um þá mun fólk flykkjast, ef þingmenn í stjórnarandstöðu ætla ekki að berjast fyrir þjóðina sem þá kaus.  Við munum láta til okkar taka,þótt Ruv. matreiði lygafréttir fyrir kúgara okkar,tökum á því strax.

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2011 kl. 14:59

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vona svo innilega að þú hafir rétt fyrir þér þ.e. að þjóðin hafi mátt til að rísa upp og henda þeim pólitíkum sem leggja til við sína þjóð 30 ára ánauð, út af þingi og þá út úr Grikklandi.

Eggert Guðmundsson, 28.6.2011 kl. 15:12

5 identicon

Heill og sæll.

Það getur oft reynzt þjóðum erfitt að ganga inn í 21. öldina og með inngöngu í ESB hafa Grikkir heldur betur þurft að fara vanda til verkanna þegar kemur að rekstri ríkisbúskaparins. Allmenn fælni við að greiða skatta hefur reynzt þeim dýrkeypt og má segja að þeir súpi nú seyðið af því að geta ekki falið þennan subbuskap með veikingu gjaldmiðilsins.

Nú er bara að vona að með þáttöku Íslands í ESB samstarfinu lyftizt gæði íslenzkra stjórmála upp á hærra plan og íslenska þjóðin farið að skapa hér auðævi sem endist til framtíðar líkt og nágrannalönd okkar (sem ekki reiða sig eingöngu á olíuna) hafa náð að gera frá upphafi þáttöku í ESB samstarfinu.

Enda beinast þessi mótmæli ekki gegn Evrópusambandinu né evrunni heldur langþreytu á spillingu og slakri skattheimtu heima fyrir.

Lifið heil.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 15:34

6 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jón Sigurðsson !

Láttu ekki hvarfla að þér; ágæti drengur, að hlutfall spillingar minnki, hér á landi, með óverjanlegri þátttöku; Norður- Ameríku ríkisins Íslands, í gamla Evrópska nýlenduvelda bandalaginu, suður á Brussel völlum.

Þú hlýtur að vera; skynugri en svo. Barrosó; og hirð hans, halda sér - og sínum, Milljarða veizlur, af hinum minnstu tilefnum, sem skattborgarar ESB landa eru nauðbeygðir til, að borga.

Manstu; Versala fagnaði, þeirra Loðvíks XVI. og Drottningar hans, sem hirðar, fyrir Bastillu byltinguna, Sumarið 1789, Jón minn ?

Þó svo; Íslendingar búi við kröm óréttlætis og vanhirðu, núverandi valda stéttar hér, sem þeim er nauðugur kostur, að hrinda af sér - með vopna valdi, ef ekki vill betur, væri það;; að æra óstöðugan, að innlima land og fólk og fénað Íslands, inn í sukk og seyru veizluhöldin, suður í Evrópu, ágæti drengur.

Nóg; er nú samt, við að kljást - hér; heima fyrir !

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 15:46

7 identicon

Heill og sæll Óskar,

Allt satt og rétt hjá þér, nema með tilkomu evrunnar neyðast ríki bandalagsins til að grípa til annarra úrræða en að fikta í gjaldmiðlinum til að fegra bókhaldið. Að þessu eru Grikkir að komast núna með tilheyrandi áfalli fyrir ríki og þjóð.

En til lengri tíma litið munu þær breytingar sem út úr þessari krísu koma koma Grikkjum til góða og tiltektin leiða af sér sterkara og stöndugra samfélag, vilji þeir búa í slíku samfélagi þ.e.a.s. Hin er þá leiðin að segja sig úr ESB samstarfinu og taka upp gömlu góðu grísku dröchmuna vegna vangetu í eigin efnahagsstjórn. Menn verða þá að meta það hvort það verði grízku þjóðinn til framdráttar.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 16:08

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ég held að ég hafi ekki lesið svona hugarfar frá því að ég var að grufla í eldri sögu, og las um Arbeit macht frí.  Það er í kulda og vanvirðingu gagnvart öðru fólki.

Þú virðist lítt skilja til hvers gjaldmiðill er, en hann er til að endurspegla kaupgetu efnahagskerfis.  Grikkir sátu upp með gjaldmiðil sem gaf þeim of mikinn kaupmátt, að kenna um einhverri spillingu eða annað, það er afglapaháttur af hærra stigi.  

Grikkir hafa glímt við efnhagsmál frá stofnun síðríkis þeirra um 1830, þeir áttu í erfiðleikum með að fjármagna sjálfstæðisstríðið, lentu fyrir vikið reglulega í efnhagskrísum.  En eftir að þeir losnuðu við Tyrkina, hefur aldrei verið rætt um þrælkun þjóðar þeirra, ekki fyrr en þið Arbeit macht frí menn ræðið um það sem valkost af fullri fyrirlitningu gagnvart kjörum fólks og lífsskilyrðum.

Efnhagstjórnun Grikkja frá seinna stríði, hefur oft verið mun slakari en í dag, eiginlega alltaf.  Samt hefur aldrei staðið til að nota skattfé þjóðarinnar til að greiða tilbúnar gjaldmiðilsskuldir, og að þjóðin greiði síðan fyrir þá þjónustu sem skattar hennar eiga að tryggja, með tekjum sínum  eftir skatta.  

Og aldrei hefur verið rætt áður, þrátt fyrir áralanga óstjórn, að þjóðin selji eigur sínar á hrakvirði, til að greiða tilbúnar gjaldmiðilsskuldir.

Og það sem meira er, þjóðir hafa áður lent í greiðsluþroti.  Mjög oft.  Slíkt var eiginlega lenska, frekar en undantekning á síðmiðöldum og nýöld.  Þá var konungsræði, jafnvel einveldi, samt var aldrei rætt um að þrælka þjóðir, heldur féllu umframlán á þá sem lánuðu upp á vonina, ekki á almenning, enda ef slíkt var reynt, þá gerði hann uppreisn. 

Og þá urðu ráðgjafar að víkja, ef konungar þráuðust við, þá viku, þeir jafnvel hauslausir.

En eigur almennings, skattfé almennings, rann ekki í vasa þeirra sem lánuðu ríkisvaldi fram yfir greiðslugetu þess.

Eða alveg þar til þið Arbeit mact fríí fólkið tóku yfir stjórn Evrópu, þið sem teljið það lausn á vanda ríkja, að níðast á almenningi, sem hafði ekkert með þær ákvarðanir að gera sem leiddu til greiðsluvanda viðkomandi ríkja.  

Þið eigið ykkar einu samsvörun til framkomu Rómverja til íbúa skattlanda sinna, það er á fyrri hluta keisaraveldis þeirra.  En að sjálfsögðu reis fólk upp, mótmælti spillingu og skattaþrældómi.  Og stjórnkerfið var endurbætt.

Hvort ESB fatti að endurbæta sitt stjórnkerfi, áður en sambandið splundrast, veit ég ekki. 

En hrokinn og heimska sem drýpur af hverju strái í Brussel, bendir ekki til þess.

Eurokratinn sem stýrir Svíþjóð, sagði að Grikkir yrðu að taka til í sínum málum, líkt og hans þjóð varð að gera.  Hann gleymdi að minnast á að sú tiltekt fólst í 25% gengisfellingu sem dreifði byrðunum jafnt á þjóðina, og vissulega tók þjóðin á sig þá kjaraskerðingu.  

En í Grikklandi á almenningur, launfólk, sjúklingar, aldraðir að taka á sig kjaraskerðinguna bótalaust á meðan evrueigendur bóluhagkerfisins hafa allt sitt á þurru.  

Á því er mikill munur, grundvallarmunur, grundvallarmunur sem Churchil útskýrði fyrir ómennum flokks síns, "það er annað hvort velferð, eða rússneska leiðin", og þau ráð eru ennþá í full gildi.

Og Brussel mun reka sig á þau sannindi, ef hagsmunir hinna hinna moldríku móta áfram stefnu sambandsins.  

Siðblinda og græðgi Nýfrjálshyggjunnar elur alltaf af sér byltingu, því fólk er fólk, ekki þrælar.

Hvorki á Íslandi eða Grikklandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2011 kl. 19:28

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Var að sjá í fréttum að mánaðarlaun ungra menntamanna í Grikklandi væru 500 evrur á mánuði. Þetta eru laun sem ekki væri hægt að lifa á. Ég undrast ekki að ekki sé greiddur skattur í Grikklandi, þegar laun ungs menntaðs fólks,  eru undir íslenskum atvinnuleysisbótum.

Ég held að Grikkland eigi að segja skilið við evruna og ESB. Það er þeirra eina von.

Eggert Guðmundsson, 28.6.2011 kl. 20:43

10 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr - og áður !

Ómari; sem og Eggert Guðmundssyni, vil ég þakka fyrir það ómak, að svara Jóni Sigurðssyni, á þann máta, sem ég hefði viljað, að nokkru.

Vonum; að Jóni; sem öðru hrekklausu og ESB trúgjörnu fólki, megi ljúkast upp sá sannleikur sem : Grikkir - Írar - Portúgalir - Spánverjar - Ítalir; og bráðum Austurríkismenn og Frakkar o.fl., muni vakna til, á næstu misserum, gott fólk.

Með; ekki lakari kveðjum, en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 20:55

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Eggert, það eru ýmsar menningarlegar skýringar á hvernig Miðjarðarhafsþjóðir reka sín samfélög, en það er bábilja að þær hafi ekki tekjur.  En þær hafa ekki þann strúktúr og stöðugleika sem þarf til að standa undir föstum gjaldmiðli og hvað með það???, vilja ekki allir flytja þangað í sólina???

Það er fleira matur en feitt kjet, og þjóðfélagsgerð Norður Evrópu er ekkert réttari en þeirra í suðri.  Framkoma okkar og hroki lýsir aðeins okkur sjálfum, við erum ekki á nokkurn hátt fremri hinum fornu menningarþjóðium Miðjarðarhafsins.  Vissulega getum við framleitt dýrari hluti, og líklegast hærri laun (hversu há eru þau annars ef arðránsþátturinn er tekinn út úr jöfnunni???), en við framleiðum ekki meiri lífsgæði.

Eða vellíðan.

Enda eiga Þjóðverjar bara hunda, þeir deyja út innan nokkurra ára, þeir þola svo illa annað fólk, líka sína eigin afkomendur.  Þjóðfélag þeirra er engum til eftirbreytni og láta þá komast upp með að eyðileggja Evrópu, er synd og skömm.  Alvarleg synd, óheyrileg skömm.

Evrópu má aldrei steypa í eitt mót, styrkur hennar er fjölbreytni hennar og sköpunarkraftur.  Og ef mótið er þýska nískan og geðvonskan, þá erum við glötuð.

Ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2011 kl. 23:30

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Mig minnir að á æskuárum mínum hér í þessum bæ fyrrum róttæklinga, hafi það verið einhlítt að öll græðgi og arðrán kæmi frá hægri.  Og þannig séð tel ég það ekki hafa breyst þó jafnaðarmenn álfunnar hafi verið keyptir til fylgis við ósómann, hægri menn og stórauðvald hafa oftar en ekki átt samleið.

En ég skal viðurkenna að þjóðlegt íhald kann ekki að meta alþjóðlegt auðvald sem rænir innviði samfélagsins, og þjóðlegt íhald hefur rumskað og er margt hvert að átta sig á að við erum öll fórnarlömb þess ránskapítalisma sem náði yfirhöndinni á Vesturlöndum seint á síðustu öld.

En seint sé ég það leiða andófið gegn ránsskapnum.

Nei Óskar, núna er komið að okkur, hinum venjulega manni.

Það mun enginn annar verja framtíð barna okkar en við sjálf.

Því miður því mörg furður eiga eftir að eiga stað áður en það gerist.

Jafnvel eiga steinar eftir að tala og hverir að kala áður en við Íslendingar sameinumst um að verja líf okkar og limi, en maður veit aldrei.

Við lifum fordæmalausa tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2011 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband