Evrópusambandið þykist hafa val.

 

Og jafnvel vald á aðstæðum.

Og að það geti stillt Grísku þjóðinni upp við vegg.

En sá tími er löngu liðinn. 

 

Það var hægt að  aðstoða Grikki út úr erfiðleikum sínum, endurskipuleggja skuldir þeirra og veita þeim raunhæfa aðstoð við að ná tökum á ríkisúgjöldum sínum.  En þrælkun almennings og eignaupptaka er ekki leið nema til komi harðstjórn og ofbeldi, kúgun byggða á mætti skriðdreka eins og sjá má í Sýrlandi.  

Og þó leiðtogar Evrópusambandsins hafi pólitískan vilja til slíkra fantabragða, þá hafa þeir ekki hernaðarmáttinn til þess, eiga ekki fyrir bensíni á skriðdreka sína.

Og Grikkir hafa alltaf á beina leið út úr erfiðleikum sínum, þá leið sem Argentína gerði á sínum tíma.  Einhliða endurskipulagning skulda sinna auk þess að láta gjaldmiðilinn falla í frjálsu falli þar til jafnvægi er náð í viðskiptum við útlönd.  Þannig ná menn að vernda innlenda hagkerfið sem er jú forsenda þess að menn greiði yfir höfuð eitthvað af skuldum sínum.  

Og að þjóðin geti lifað í landi sínu, sem frjálst fólk sem hefur i sig og á.

 

Og þessi beina leið Grikkja er bein ógn við ESB.

Því evrópskir bankar eru á brauðfótum, þeir sem best standa, og þola ekki massíva endurskipulagningu ríkiskulda evrufórnarlanda.

Og evran yrði úr sögunni.

 

Þess vegna er það klár brandari að lesa frétt þar sem sagt er frá hvað Evrópusambandið ætli að gera Grkkjum, þegar hin raunverulega frétt er hvað ætla Grikkir að gera Evrópusambandinu.

En eins og Hrunið mikla kom öllum vitgrönnum fjölmiðlamönnum þessa heims í opna skjöldu, þá mun þeir verða jafn hissa þegar næsta Hrun verður.  Hrunið mikla átti sér orsakir, á þeim orsökum hefur ekki verið tekið.  Vandanum aðeins sópað undir teppið.

En fréttir fjalla um orð og tilbúning, ekki staðreyndir og raunveruleika.

 

Og á meðan heldur bullumsullið áfram í Brussel.

Og íslenska þjóðin er blekkt með umræðum um hugsanlega aðild landsins að Evrópusambandinu þar sem evran er aðal gulrótin.

Því þó keisarinn er nakinn, þá vantar litlu stelpuna til að benda á hið augljósa.

 

Hvert skyldi hún hafa farið????

Kveðja að austan.


mbl.is Ósamstaða um Grikklandsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi. Ég átti leið um Sogndal í vestur Noregi í gær og svei mér ef ég sá ekki stelpuna sem bendir á keisarann gæða sér á ís með mömmu í blíðunni sem er hér nú. En hvort það var þessi stelpa eða ekki þá eru því miður töluverðar líkur á að hún sé í Noregi eða öðru landi þar sem Íslendingar eru að koma sér fyrir af ástæðum sem eru flestum kunnar.

Kveðja frá Høheimsvik við Lusterfjörð sem er innfjörður af Sognfyrði.

Umrenningur, 15.6.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur, er það svo að þú sért farinn að sjá fyrir endann á þínum ferðum???

En hafðu ekki hátt um stúlkuna, Hrunverjum væri trúandi til að ræna henni því þeir eiga allt undir að blekkingarhjúpurinn haldi.

Á meðan hún er frjáls, þá gæti hún birst með bendiputtann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.6.2011 kl. 15:47

3 Smámynd: Umrenningur

Blessaður, ekki er ég nú alveg hættur að renna um en það styttist í það. Ég er staddur hér við lengsta fjörð Evrópu í þeim tilgangi að heimsækja frúna sem er búin að vera hér í rúm tvö ár og líkar vel. Konan er að vinna við heimilishjálp og þrif (á taxta) og leigir 3. herbergja íbúð, gerir út og borgar af bíl ásamt öllu öðru sem tilheyrir að lifa sómasamlega. Þrátt fyrir að vinna láglaunavinnu þá á hún afgang um mánaðarmót, ég sé það ekki fyrir mér heima. Ég hef verið að skoða vöruverð hér og bera saman við Íslenskan veruleika, munurinn er hrikalegur Ola Nordman í vil. Bensínverð t.d. er vinsælt umræðuefni á Íslandi, skúringartaxti á Íslandi er u.þ.b. 3,5-4 lítrar á tímann, samsvarandi Norskur taxti er 10,5-11 lítrar af bensíni á tímann. Íslenskt nautahakk t.d. 1-1,5 kg á tímann, Norskt nautahakk 3-3,5 kg á tímann, kartöflur mjög svipað og heima en þegar skoðuð er innflutt matvara þá fær Ola Nordman u.þ.b. tvær einingar á meðan Íslendingurinn fær eina fyrir sama vinnuframlag. Þegar hlutirnir eru bornir saman á þennan hátt þ.e. hversu lengi þú ert að vinna fyrir nauðsynjum þá er ég ekki hissa þó að Íslendingar hrökklist að heiman í stórum stíl, ég er mest hissa að landflóttinn sé ekki meiri en hann er. Annars er ég nokkuð viss um að þér mundi lítast vel á þig hér, þröngir firðir, mjög há fjöll skógi vaxin í um 1000 metra hæð og lognið hlær jafn dátt og á Norðfyrði. Það eina sem ég á erfitt með er að sjá íbúðar og fjárhús hangandi á sillu í 5-800 metra hæð.

Umrenningur, 16.6.2011 kl. 07:22

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, svona er þetta Umrenningur góður, ekkert að því að finna sér skjól eftir mikið flakk á vegum og vegleysum.

Ég hef aldrei komið til Noregs, en finnst það fallegt land, og í dag eru þeir vissulega ríkir.

En ég sé bara váboðana, þeir elta menn uppi hvar sem menn eru.

Það er ekkert eðlilegt við hugarfar fólks á Íslandi í dag, að láta sem að það sé í góðu lagi að tugþúsunda samlanda okkar séu skilin eftir á berangri skulda og eignarupptöku.  Þetta eru ekki við, þetta er ekki eðlilegt, þetta er andstætt lögmálum lífs og náttúru.

Og að hin siðmenntaða Evrópa sé að útfæra rán og rupl á fórnarþjóðum evrunnar, ásamt að skuldaþrælka almenning í viðkomandi löndum, það er líka handan mannlegs skilnings.

Núna er það bara að halda í þá litla heilsu sem maður hefur, og vera svo tilbúinn í slaginn.

Það er uppgjör í námd, og það hildi vil ég há á heimaslóðum.

Mennskan mun að lokum verjast auðræningjunum og þá verður stríð.

Verst að ég var alltaf lélegur í grjótkasti, en ég grýti orðum í staðinn.  Það þarf líka.

Bið að heilsa öllum sem ég þekki þarna í Norge, ef þú rekst á Kristján Hilmarsson fyrir tilviljun, þá skilar þú baráttukveðjum til hans.  Svo á ég ættingja þarna, eins erum margir brottfluttir búandi í gamla landinu.

Góða skemmtun og megi hvíldin vera góð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.6.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband