Árni Páll þekkir sinn vitjunartíma.

 

Á ögurstundu þjóðarinnar standa menn saman, og verja þjóð sína.

Þá er liðið, liðið og verður ekki rætt meir.

Árni Páll veit þessi sannindi og með einarðri aðstöðu sinni hefur hann tekið forystuna í ICEsave vörn þjóðarinnar.  

Megi sem flestir fyrrum ICEsave sinnar fylgja Árna núna þegar á ríður að þjóðin standi saman.

En hinir, þeir brenna sínar brýr, og verða teknir og dæmdir þegar EFTA dómurinn hnekkir hinni bresku fjárkúgun.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


mbl.is Órofa samstaða um málsvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta kom mér þægilega á óvart.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2011 kl. 22:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hann er að líkjast gamla prestinum mínum,föður sínum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2011 kl. 23:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað á hann annað að gera? Á hann að halda áfram að vera á bandi kúgarana sem fyrr?  Hann ætlar sér varla í pólitískt sjálfsmorð. (þótt hann sé í raun löngu búinn að fremja það) 

Nú þarf bara að hjálpa honum svo hann klúðri þessu ekki. Hann er vís með að sýna meiri festu í fjölmiðlum en í gjörðum eins og einatt.

Annars hvarflaði  eitt að mér varðandi þetta "álit" ESA. Hvernig í ósköpunum geta þeir innifalið gjalddaga í þessu áliti? Er það þeirra hlutverk?  Þetta verður meiri þvæla eftir því sem maður skoðar það betur.  Bara svona afþvíbara og liggaliggalá, af því að formaðurinn hafði dæmt fyrirfram í málinu og ákveðið að engin rök breyttu því.

Nú vil ég fara að fá rökstuðninginn.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 23:31

4 Smámynd: Björn Birgisson

HYm ...............

Björn Birgisson, 10.6.2011 kl. 23:48

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hm ......................

Björn Birgisson, 10.6.2011 kl. 23:49

6 Smámynd: Elle_

´Afþvíbara og liggaliggalá´ hafa verið EINU rökin fyrir ICESAVE, EVER.

Elle_, 10.6.2011 kl. 23:59

7 identicon

Árni Páll fær vissulega stórt prik fyrir að taka einn 180° Steingrímssnúning "á einu augabragði" á málið.  Gaman að sjá föðurlandsvinina miklu Jóhönnu, Steingrím og Bjarna Ben þurfa að sleikja upp það sem Tryggvi Þór lýsti svo smekklega og það með flestum úr þingflokki þeirra og ganga niðurlút í lið meirihluta þjóðarinnar sem sagði klárt NEI við löglausri handrukkun Evrópusambandsins fyrir hönd Breta og Hollendinga. 

Það var kominn tími til að þessir lánlausu gengilbeinur þjóðarinnar gengu í lið með henni og hættu að ganga erinda erlendra ofbeldisafla. 

Hvort það er eitthvað sem er hægt að stóla á að Steingrímssnúngur þessarra þriggja og þeirra manna er raunverulegur en ekki enn ein lýðskrumsbarbabrellan er ekki gott að segja.   Sennilega er full ástæða að taka öllu því sem frá þeim kemur með miklum fyrirvara. 

Batnandi mönnum er best að lifa ... segir einhverstaðar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 01:06

8 Smámynd: Elle_

STEINGRÍMSSNÚNINGUR???  Já, það var orðið.  Hvar er Ómar?  Núna svarar hann ekki af því Guðmundur rakkaði niður veðrið í heimabyggðinni hans í siðasta pistli.  Það má ekki, hann verður voða pirraður.

Elle_, 11.6.2011 kl. 01:20

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Árni Páll þakkar meira að segja okkur sem börðumst fyrir NEI-inu, spöruðum >130.000 kall á mann, og sköffuðum honum öll þau rök voru notuð í svarbréfinu.

Verði ykkur að góðu segi ég nú bara en í guðs bænum sleppið Fálkaorðunni. Mannsæmandi laun fyrir verkið væru hinsvegar vel þegin.

Ekki aðeins hefur tekist að hrinda skæðustu árás sem landið hefur orðið fyrir í seinni tíð, heldur einnig að sameina sem einn mann eitthvað sundurlyndasta þing sem setið hefur, um þá vörn sem nú tekur við. Þessi árangur NEI-hreyfingarinnar á sér líklega fáar hliðstæður í sögu íslenskra stjórnmála.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 01:33

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni og hinum flestum líka :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2011 kl. 01:47

11 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Eigum við einhvern annan kost úr því sem komið er?

Sigurbjörn Sveinsson, 11.6.2011 kl. 02:47

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Elle mín, stundum er faðmur fjölskyldunnar það stór að maður sleppur ekki i tölvuna enda rólegt á öllum vígstöðvum, líka í veðrinu, glampandi sól líkt og svo oft áður núna í vor.  Man varla eftir öðru og skil ekkert í þessum snjó sem væflast um í fjöllunum, hann er líkt og ESA, þekkir ekki sinn vitjunartíma.

Annars vil ég aðein ítreka þá skoðun mína að við eigum að þakka Árna Pál málsvörn hans, það þarf ekki annað en að hlusta á Steingrím og Jóhönnu til að átta sig á að einörð málsvörn er ekki sjálfgefin ef sá sem heldur utan um er með lögheimili á stjórnarheimilinu.

Og það er eðli stríða að þau snúast um núverandi orrustu, og hún tapast ef vörnin nær ekki saman ef út af kítingi í skotgröfunum.

Og það er alltaf framistaða í nútíð sem ræður uppgjöri sögunnar.  Sáið þið ekki myndina með Lee Marvin, The Dirty Dozen???

Munum að fjendur Árna innan ESB trúboðsins eru margir, og það er stanslaust grafið undan honum.  Pistlarnir frá MIG 6 í Speglinum segja allt um heiftina út í Árna fyrir að voga sér að standa með þjóð sinni.

Það er okkar að verja hann, alveg eins og það var okkar að verja þjóð okkar gegn hryðjuverkárás breta.

Þannig er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.6.2011 kl. 11:32

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við verðum alltaf að hlú að því sem vel er gert.  Láta fólk vita ef maður er ánægður með eitthvað, jafnvel þó menn hafi hrasað um eitthvað áður.  Það er EINA leiðin til að leiðrétta og betrumbæta samfélagið.  Eða eins og ein amman sagði við mig, sem er að ala upp barnabarnið sitt, ég skamma hann aldrei, en ég hrósa honum alltaf fyrir það sem hann gerir vel, læt hann samt finna að hann er að gera rangt þegar við á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2011 kl. 12:17

14 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ómar sem og gestum þínum öllum.  Ég tók þó eftir því að líkast til er B. Birgisson slæmur í hálsinum, en hugsanlega er þetta bara kækur.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 11.6.2011 kl. 14:35

15 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Hér kveður við einhver nýr tónn finnst mér Ásthildur.

" Við verðum alltaf að hlú að því sem vel er gert.  Láta fólk vita ef maður er ánægður með eitthvað, jafnvel þó menn hafi hrasað um eitthvað áður.  Það er EINA leiðin til að leiðrétta og betrumbæta samfélagið."

Á þetta líka við um álit þitt á Sjálfstæðisflokknum? 

Mér finnst nefnilega að margir séu tilbúnir að sætta sig við núverandi stjórnvöld þó hundóánægðir séu, bara af ótta við að Sjálfstæðismenn komist aftur til valda. Gæti það verið verra en það sem við sitjum uppi með núna? 

Finnst þér t.d. að það sé spillingarlaus og hrein stjórn sem situr. Hún er að vísu "Hrein vinstristjórn" en er hún að öðru leit hrein?

Væri bara ekki allt í lagi að hleypa Sjöllunum að aftur og láta þá moka flórinn sjálfa eins og Steingrímur og Jóhanna segjast vera að gera fyrir þá eða eftir þá og notar alltaf sem afsökun fyrir öllu sem þau gera eða gera ekki? 

Viðar Friðgeirsson, 11.6.2011 kl. 15:11

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viðar ég er ekki að mæla þessari ríkisstjórn bót, síður en svo, ég er að segja að eitt lítið skref hjá viðskiptaráðherra sem nú loksins hefur tekið afstöðu með þjóðinni eigi að fá að heyra það.  Enda mun það hvetja hann áfram í að gera betur.  Ríkisstjórnin per se er alveg á margan hátt út úr kú og ég er ekki að mæra hennar aðkomu.  Hins vegar hvað varðar sjálfstæðisflokkinn þá sé ég ekki margt það á bæ sem gefur tilefni til að hrósa þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2011 kl. 15:29

17 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Skil þig Ásthildur. Sagði ekki að þú hefðir þá skoðun sem ég var að lýsa heldur bara að margir virtust vera þeirrar skoðunar.

Er hinsvegar sammála þér að lofa beri það sem vel er gert, en það er sárgrætilega fátt um það hjá þessari ríkisstjórn finnst mér og fer ekki dult með þá skoðun mína að ég vil hana burt.

Eigðu annars góðan dag og þið öll. 

Viðar Friðgeirsson, 11.6.2011 kl. 15:49

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vil hana líka burt, bara veit ekki hvað kemur í staðinn, hef ekki áhuga á Sjálfstæðisflokki og Framsókn, vona samt að þessir litlu flokkar sem lofa góðu taki sig saman og sýni þann þroska að bjóða fram sameiginlega, svo við höfum val gegn fjórflokknum.  Eigðu sjálfur góðan dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2011 kl. 16:13

19 identicon

Spá um endalok IceSave:

Þegar Íslendingar eru búnir að tapa málinu fyrir EFTA dómurinn, þá bjóða Bretar og Hollendingar Íslendingum að taka upp síðasta IceSave samninginn, sem Íslendingar samþykkja með eða án þjóðaratkvæðagreiðslu.

jkr (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 18:31

20 Smámynd: Elle_

En ég held rukkararnir muni enn standa upp við vegg eins og fávitar í lokin.  Nákvæmlega eins og núna.   Og óttast ekki neitt nema ísl. ICESAVE-STJÓRNINA sem munu þó engu ráða, heldur landslýður.  

Elle_, 11.6.2011 kl. 19:28

21 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Spá um endalok IceSave:

Þegar Íslendingar eru búnir að tapa málinu fyrir EFTA dómurinn, þá bjóða Bretar og Hollendingar Íslendingum að taka upp síðasta IceSave samninginn, sem Íslendingar samþykkja með eða án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Efta dómstóllinn hefur engin réttarfarslegvöld hér á landi og skiptir niðurstaða hans okkur akkúrat engu, það sem skiptir máli er hvernig Íslenskir dómsstólar dæma í þessu máli.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.6.2011 kl. 19:41

22 identicon

Heill og sæll Ómar; æfinlega - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Ómar; og aðrir skrifarar, hér að ofan !

Fagnið ekki; of snemma. Persónulega; treysti ég Árna Páli Árnasyni, EKKI fyrir næsta húshorn, hvað þá, lengra.

Gildir einu; hvort meintur viðsnúningur hans, séu 180° - eða þá; 360°, gott fólk.

Þið eigið, að vita betur, en svo.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 21:04

23 identicon

Svona til glöggvunar fyrir Halldór spámann, þá skiptir EFTA dómstóllinn okkur í sjálfusér ekki neinu máli.  Hann hefur ekki neina lagalega þýðingu hvað málið varðar og dómsniðurstaðan er ekki á neinn hátt bindandi.  Eina dómsniðurstaða sem skiptir okkur og handrukkarana máli er þar sem málið yrði rekið ef að Bretar og Hollendingar drullast til að fara með málið fyrir dóm, eða Héraðsdóm Reykjavíkur.  JÁ gengið vælir um einhvern brottrekstur úr EES, sem er stór spurning hversu bagalegur yrði þjóðinni, vegna reynslu okkar á því og þeim reglugerðum sem það batterí er varðað, sem tryggðu okkur ma. Icesave hörmungina og frjálsa fjármagnsflæðið sem banka og útrásarauðrónarnir nýttu sér í botn með þekktum afleiðingum.  Merkilegt að enn hefur athygli fjölmiðla ekki beinst að EES samningnum og hvað hann hefur kostað þjóðina í raun.  En auðvitað eru þeir aðeins uppteknir af því sem flýtur á yfirborðinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 22:47

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar, þetta snýst ekki um traust, heldur um það sem er.

Og það er staðreynd að nútíðin gerir upp fortíðina, og hún dæmir eftir því sem menn eru að gera í núinu, standi Árni sig, þú mun honum verða fyrirgefið ICEsave.

Og það er okkar að halda kúrsinn, og sjá til þess að ráðamenn haldi kúrsinn.  Og verja þá fyrir atlögum undirróðursfólks sem gengur erinda bresku leyniþjónustunnar og þar með breskra stjórnvalda.

Við eigum ekki að vera svo barnalega að halda að undirróður sé aðeins stundaður í öðrum löndum, að Ísland sé svo lítið og saklaust að samlandar okkar svíki aðeins þjóð sína vegna "hugsjóna" en ekki að þeir séu mútufé eins og þeir sem vinna gegn þjóðum sínum í öðrum löndum.

Um fáar stofnanir Bretlands hefur verið skrifaðar eins margar bækur eins og MIG 6, 5 eða hvað sem þetta heitir allt hjá þeim, og um hvað þeir gera, og hvernig.  Og þeir aðstoða sín stjórnvöld í ICEsave deilunni, það er öruggt, ekkert annað getur skýrt til dæmis brenglaðan fréttaflutning Ruv og beinskeyttan vilja stofnunarinnar til að dreifa röngum upplýsingum í þágu breta, eða allan þann hræðsluáróður sem á landsmönnum hefur dunið.

Hinsvegar má færa rök fyrir því að fáar þjóðir eru það barnalegar að láta slíkt athæfi viðgangast, en það er önnur saga.

Í dag skulum við láta okkur nægja að láta ríkisfjölmiðilinn, og alla nafnleysingja netsins,  tala illa um Árna Pál, við skulum láta hann njóta vafans, við höfum ekki tök á að stýra málum á þann hátt sem okkur hugnast, en við eigum að viðurkenna að það er þó reynt í dag að halda uppi vörnum fyrir þjóð okkar.

Og miðað við fyrri framgöngu ríkisstjórnarinnar, þá er það kraftaverk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.6.2011 kl. 23:50

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur annar.

Það var ekkert í EES samningnum sem sagði að útrásarliðið þyrfti að féfletta mann og annan.  Og ef þú ert að vísa í ICEsave, þá er ekkert í EES samningnum sem segir að krafa breta sé lögleg, þvert á móti, samkvæmt honum er hún skýr og klár þjófnaður.

Vegna þess að EES samningurinn gerir ráð fyrir ákveðnum ferli sem verður að fara ef svona mál kemur upp.  Ferli sem bretar fóru ekki. 

Það er vont í dag að segja að þessi samningur hafi verið mistök á sínum tíma, hann hafði og hefur sína kosti og galla.  Og var gerður miðað við ákveðnar aðstæður sem þá voru.

En ég vil benda þér á einn kost, svona fyrir þig þar sem þú ert harður ESB andstæðingur.  Ég leyfi mér að fullyrða að eins og mál þróuðust í Evrópu, allir voru að renna saman í eina heild, þá var aðild okkar að EES stóra skýring þess að hér urðu ekki alvarlegar umræður um að þjóðin gengi i ESB.

Og ef kreppan þarna nítíu og eitthvað hefði haldið áfram aðeins lengur, þá er ég ekki viss um hvernig sú umræða hefði endað, finnst jafnvel líklegra að þjóðin hefði verið kjöftuð inn.

Þú sérð stuðninginn í dag þegar allt er í rjúkandi rúst í Evrópu.  Hvernig hefði hann verið þegar uppgangurinn var???????????

En ég bloggaði í gær um gleðifrétt, ég sé að þú hefur ekki alveg íhugað þann pistil til enda. 

Ítarlegt rökstutt lagaálit ESA vísar í enga réttarheimild, enga reglugerð, engin lög, enga þekkta framkvæmd, sem styður niðurstöðu stofnunarinnar.  Þar að leiðir að enginn dómsstóll mun dæma stofnuninni i vil, frekar en með öðrum sambærilegum fjárkúgunartilraunum.

Enda fara fjárkúgarar ekki með mál sín fyrir dóm.  Fari ESA með ICEsave fyrir dóm, þá er það fyrsta dæmið í nútíma réttarsögu þar sem slíkt yrði gert.

Og Evrópa þolir ekki pólitískan dóm í þessu, þó það henti hugsanlega kannski framkvæmdarstjórninni.

Ástæðan er mjög einföld, og það er fordæmi dómsins.  

Þetta er það sem fólk virðist ekki alveg skilja þegar það lætur blekkja sig til að taka þátt í umræðu um að eitthvað sé að óttast í ICEsave, að ESA vinni sín mál og svo framvegis.  Það þurfa að vera rök fyrir því, í þessu máli, en ekki vísa í einhver önnur mál sem stofnunin vann, líklegast vegna þess að hún hafði rétt fyrir sér.

Það er ekki nóg að ESA bulli eins og illa gefnir menntskælingar, eða að stofnunin vitni í lagatexta eða dóma sem koma málinu ekkert við, heldur áttar stofnunin sig ekki á að grunnhugsun hennar er röng, hún brýtur gegn allri þekktri aðferðarfræði lögfræðinnar.   

Og dómsstóll sem samþykkir niðurstöðu ESA, hann er um leið að dæma sig frá réttarríkinu.  

Og menn munu ekki gera það vegna ICEsave,, menn eyðileggja ekki trúverðugleika Evrópudómsins vegna smámáls.

Þess vegna fagnar hugsandi fólk að ICEsave fari í dóm, og það hlær að þeim sem eru fastir í svartnætti forneskjunnar þegar afl, ekki réttur, réði niðurstöðu dóma.

Við brosum að greyjunum sem  spá því að ESA vinni fyrir dómi.  Jafnvel vorkennum þeim, annað ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.6.2011 kl. 00:16

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er mín spá um endalok IceSave, EES, ESB, Evrunnar, og alls heila klabbsins. Í henni eru þrír möguleikar, misjafnlega líklegir í hækkandi röð sem hér segir:

1) Þegar EFTA dómstóllinn hefur dæmt að ríkisábyrgð skuli vera á innstæðum þá er EES-samningurinn í uppnámi því slík niðurstaða gengur gegn meginreglu hans sem bannar ríkisaðstoð við einkarekstur. Enn fremur telst þá EES-samningurinn brjóta í bága við stjórnarskrá Íslands og lögin um aðildina þar með ógild, Ísland er þá í raun og veru utan EES og því óbundið af ríkisábyrgðinni. Evrópusambandsríkin sitja hinsvegar uppi með ríkisábyrgðir upp á margfalda þjóðarframleiðslu sem þau neyðast til að færa í þjóðhagsreikninga sína (innstæður í Bretlandi eru t.d. níföld þjóðarframleiðsla og þar er tryggingin fimmfalt hærri en hér). Þessi skarpa hækkun skuldbindinga veldur víðtækri og stórfelldri lækkun lánshæfiseinkunna Evrópuríkja, þau verst settu eins og Grikkland, Írland og Portúgal fara lóðbeint á hausinn og taka meirihlutann af bankakerfum hinna ríkjanna niður með sér, þar á meðal Belgíu sem hýsir höfuðstöðvar ESB. Fjármálamarkaðir súpa hveljur, og slík ringulreið grípur um sig að haustið 2008 verður eins og minniháttar óþægindi í samanburði. Myntbandalagið splundrast, ESB hrynur, og EES verður þar með úr sögunni.

2) EFTA dómstólinn dæmi að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Efasemdir um baktryggingu innstæðna ollu einmitt áhlaupinu á IceSave í ársbyrjun 2008 sem endaði með hruni íslenska bankakerfisins. Í þetta sinn mun það sama eiga sér stað um alla álfuna. Þeir bankar sem eru verst settir fara á hausinn og taka niður með sér ríkissjóðina sem hafa verið að lána þeim fé til að halda í þeim lífinu. Eftirleikurinn: sjá númer 1).

3) Málið kemur aldrei til kasta EFTA dómstólsins. Efnahagsbandalagið hrynur af sjálfsdáðum. Íslensk ríkisskuldabréf verða eftirsóttur fjárfestingarkostur.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2011 kl. 00:57

27 Smámynd: Elle_

Guðmundur 2, hann Halldór var að svara spámanni í no. 19.

Elle_, 12.6.2011 kl. 01:10

28 Smámynd: Elle_

Og ég er sammála Jóni Steinari og Óskari Helga um Árna Pál og mun ekki fyrirgefa neinu fyrri kúgunarliði, Ómar.  Hann hefur verið alltof viljugur að kóa og kúga með Jóhönnuflokknum í hinum ýmsu málum, EU, ICESAVE, skuldamálum, etc.

Elle_, 12.6.2011 kl. 01:20

29 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil að almenningi verði gefin kostur að kaupa húsbréf til 30 ára, og geyma rafrænt og taka upp beingreiðslur á lámarks ellífeyrir, sömu upphæð fyrir alla.  Það er er mjög auðvelt að skipta um skoðun á Icesave.   Það tekur 45 ár að leysa til sín reiðufé úr 45 ára veðbréfasjóði. Það er dýrt að festa peninga í veðbréfum, sem gera ekki ráð fyrir nema 30 % standi í skilum og kaupandi fá sér aukavinnu til að viðhalda eigninni.  Ég vil fá elllífeyri sem ég get lifað af.

Júlíus Björnsson, 12.6.2011 kl. 02:20

30 identicon

Jú jú ... auðvitað Elle.  Takk fyrir ábendinguna og Halldór bið ég forláts fyrir fljótfærnina.  Það var jkr no. 19 átti að fá svarið. 

Fínar athugasemdir og skýringar frá meistara Ómari eins og hans er von og vísa.  Það sem er einn að verst í þessu áróðursstríði ESB fíkla að EES er æðislegt en samt handónýtt og þess vegna verður að ganga í ESB.  Hruninu er frjálshyggju Dabba vonda og Sjöllunum að kenna þegar öll sú frjálshyggja sem skiptir máli fyrir hrun er einmitt komin beint úr EES tilskipunum. 

Allt rétt varðandi viðbótina frá pistlinum á undan.  Vonandi druslast Bretar og Hollendingar til að leggja fram kærur í stað þess að fela sig á bak við einhverja stofnanir brusselskra blýantsnagara eins og ESA.  Aldrei hefur heyrst andað frá þeim í áttina að fara með málið fyrir dóm.  Aðeins að við eigum að borga einhverja meinta ólögvarða skuld, sem þeir hafa ekki einu sinni sent neinn reikning fyrir.  Það eru einungis JÁ menn með stjórnvöldum sem haldið slíku á lofti.  Magnað að ekki fari fram nein umræða um öll lánin sem hafa fengist á þessum tveim mánuðum frá að NEI no. 2 frá þjóðinni varð ljóst.  Steingrímur og Jóhanna dásama alla sigrana og engin fjölmiðla álfur lætur sér detta í hug að rifja upp öll gífuryrði landsfeðranna og hvað af því hafi ræst, og hver vegna eru þau svona glöð með allan meinta árangurinn...???

Andstaða mín á ESB er ekki meiri en svo að ég bíð eftir að fá vitræn rök og umræðu frá ESB sinnum áður en ég geri upp hug minn.  Vinnubrögð og óheiðarleiki þeirra sem stýra ferðinni opinberlega og óopinberlega á bak við þjóðina er þess eðlis að ég segi stopp á nákvæmlega sama máta og ég sagði NEI við Icesave.  Upphrópanir, fullyrðingar og beinar rangfærslu fíklanna er yfirleitt afar auðvelt að hrekja með smá leit á netinu.  Sorglegt að verða vitni að því hversu ódýrt þetta lið selur sig, sem um leið er það sama og orgaði sem hæst um skilyrðislausar greiðslur á Icesave og það frá fyrsta degi með sömu áróðurstækni og gegnheilu heimildum og rökum.  Tilviljun..???  

Þegar auglýsinga og áróðursherferð ESB linnir og einhverjir úr þeim röðum fara að segja sannleikann um hvað málið snýst í raun og veru, þá má vera að maður sjá eitthvað vitrænt í sambandinu.  Ennþá bólar ekki á neinu frá ESB sinnum sem minnir á eðlilegt upplýsingaflæði og vitrænar umræður.  Endalausar upphrópanir þeirra um að við erum fífl og hálfvitar að trúa því sem stendur í ESB reglugerðum og ráðamenn sambandsins segja að ekki verði breytt, í stað þess að trúa fíklunum og öllum þeirra ímynduðum breytingum sem apparatið mun örugglega samþykkja til að þessi stórkostlega þjóð komi með á hripleka fleytuna.  En þessi ójafni áróðursleikur með botnlausum evruaustri og í anda mestu áróðurskúrka sögunnar, segir manni að eitthvað meira en lítið er að ef svona þarf að standa að málum og full ástæða að spyrna við fótum strax, áður en það er um seinan.  Sennilega er ágætt fyrir fólk að átta sig á þeirri staðreynd að Coka Cola Company er í öðru sæti sem stærsti áróðurs - og auglýsingaapparat veraldar, -  á eftir Evrópusambandinu.

Takk fyrir smá austfirsku hlýindin .. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 03:10

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, það er á fundi kirkjuráðs sem menn ræða um fyrirgefningu, bæði synda sem venjulegra brota.  Hafa sjálfsagt ekki ennþá fattað til hvers lögreglan er.

Hér erum við í stríði, og stríð vilja menn vinna.  Nema örfáir sem kjósa stríð stríðsins vegna.  Þeir leita alltaf af nýjum orrustum, jafnvel skapa stríð, en sjaldnast kjósa þeir að leita ráða til að tapa stríðum.

ICEsave stríðið vannst vegna einbeitts vilja fólks til að vinna það, það sama mun gilda um glímuna við ESA, hún mun vinnast vegna þess að það er til fólk sem vill vinna hana.  Og það spilar úr því sem það hefur, ekki því sem það vildi hafa.  Það þýðir lítt að taka taktíkina hjá þjálfaranum úr borginni sem var fenginn til að þjálfa landsbyggðarjúðana sem unnu sig upp um deild.  "Ekkert mál að halda sér uppi" sagði þjálfarinn, "það þarf aðeins að skipta um lið".

Við erum bara ekki í aðstöðu til þess, hin sögulegu svik íhaldsins haustið 2010, þegar það stakk fólk með Hrunskuldir auðmanna á bakinu, í bakið, tryggðu núverandi ríkisstjórn völdin, og hún fer ekki á meðan forysta Sjálfstæðisflokksins þorir ekki að stjórna landinu, eða almenningur að skipta út vanhæfum stjórnmálamönnum.

Þetta er raunveruleikinn, pistlar mínir fjalla um raunveruleikann.

Og hvernig við sigrum stríðið í raunveruleikanum, en ekki í huga okkar eftir að við vorum yfirbuguð á vígvellinum.  

Margt má segja um Árna Pál, sumt misjafnt.  En í deilunni við ESA látum við Evróputrúboðið um það, það froðufellir því það vildi Jóhanna málið.  Og segja síðan, "sögðum  við ekki".  

Það er engin ástæða fyrir okkur að skipta okkur af þeim innbyrðis vígaferlum, hvað þá aðstoða Evróputrúboðið að vega Árna.

Okkar óvinur er ESA.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.6.2011 kl. 11:42

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Njóttu hlýandanna Guðmundur, veðurguðirnir virðast enn einu sinni ekki hafa fattað til hvers guð skapaði sunnanáttina og gróandann. 

Ég man svo langt aftur að ég var þokkalega opin fyrir ESB og þá vegna þess að mér fannst heimurinn stefna í blokkir, og þær blokkir myndu takast á.  Hafði getað verið erfitt að vera ekki í skjóli.  Annars hafði ég aldrei hugsað þessi mál, skyldi aldrei æðubunuganginn sem fylgdi trúboðinu en skyldi alveg þjóðernisrök þeirra sem voru á móti.  

Hef ekki hugmynd um hvernig ég hefði greitt atkvæði ef kosið hefði verið um aðild fyrir svona tíu fimmtán árum síðan.

Í dag ræðir fullorðið fólk ekki aðild að ESB eins og Árni bendir réttilega á innleggi sínu við pistilinn um Gleðitíðindi dagsins.  Þú gengur ekki til samstarfs við þjófa og ruplara, hvort sem þeir eru að ræna þig eða aðra. 

Kallast að haga sér eins og siðaður maður, sem aftur útskýrir að þjófar og ræningjar vilja gjarna enda í steininum, því fólk umber ekki hegðun þeirra.

En þeir sem þekkja ekki muninn á réttu og röngu, og réttlæta þjófnað og rán, ef það hentar hagsmunum þeirra, eða að þeir halda með þjófunum af einhverjum ástæðum, þeir tala um ESB.

Og í dag eru rökleysur þeirra það miklar að ekki er hægt að tala um umræðu, heldur lýsir orðið trúboð því miklu betur.

Það er rætt um kosti og galla evrunnar eins og ennþá væri árið 1995, ekki 2011 þar sem evran er búin að vera og skilur eftir sig sviðna jörð í mörgum löndum sambandsins.

Og öll umræðan er eftir því, "stórveldi innan ESB" er annað dæmi um fávitatal og svona má lengi halda áfram.

Vissulega getur harðskeyttur áróður blekkt fólk, hugsanlega inní ESB.  En ósköp þarf andstaðan að vera aum, aumari en hjá skuldurum þessa lands, til að sú ætlan peningaaflanna takist.

En það skiptir engu, ESB dó þann dag sem huglausir siðblindir Eurokratar ákváðu að þrælka jaðarþjóðir sambandsins í þágu fjármagns og evru.  Þar með brást siðferðisgrundvöllur sambandsins og aðeins hervald getur farmfylgt þeirri stefnu.  Sem ég tel ekki líklegt.

Og evran verður ekki lífguð við, það er ekki bara Grikkir og félagar sem eru gjaldþrota, sjálfur evrópski seðlabankinn er það líka, og þar með er spilið búið.

Aðild að ESB er ekki áhyggjuefni dagsins í dag, eða ógn morgundagsins.  

Hinn óleysti skuldavandi þjóðarinnar er það, ásamt þeim höfuðglæp Alþingis að afhenda amerískum vogunarsjóðum bankanna okkar til blóðmjólkunar almennings og fyrirtækja.  

Og það er tími til kominn að fólk átti sig á því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.6.2011 kl. 12:02

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svíar fengu að fjáfesta í Eystrasaltlöndum með YTM íbúðalnum, þeir nú að fá slatta af aukatekjum þaðan.

Júlíus Björnsson, 12.6.2011 kl. 15:28

34 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hafðu engar áhyggjur af þessu Guðmundur, og takk Elle fyrir leiðréttinguna 8)

Ég sé einnig Guðmundur að það er litlu að bæta við þar sem við erum alveg sammála um EFTA dómstólinn, þeir sem sjá um það battery geta dæmt sig fram og til baka þangað til þeir verðar bláir í framan og breytir það engu fyrir okkur, þeir hafa ekkert vald til að dæma okkur til að greiða eitt eða neitt, eina sem þeir geta er að dæma á okkur samningsbrot sem gæti kostað okkur EES samninginn og ekki myndi ég fella mörg tár yfir því þar sem hann kostar okkur meira en við fáum fyrir hann.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.6.2011 kl. 19:01

35 Smámynd: Björn Birgisson

Hér er margt ritað um ekkert. Ísland er eyland. Líka í samskiptum við aðrar þjóðir þegar það hentar. Það er málið. Ekkert kostar aldrei neitt.

Björn Birgisson, 12.6.2011 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 2040
  • Frá upphafi: 1412739

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1793
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband