Af hverju vilja ekki fleiri Lilju kveðið hafa???

 

Af hverju er Lilja Mósesdóttir sá þingmaður sem hefur gleggsta mynd á hvað gerðist í Hruninu, hvað gerðist í aðdraganda Hrunsins, og hvað fór úrskeiðis eftir Hrun???

Af hverju eru aðeins örfáir þingmenn sem hafa reynt að sjá hlutina eins og þeir voru, og reynt að koma með tillögur um hvað þurfti og þarf að gera svo aftur verði lifandi fyrir venjulegt fólk á Íslandi????

Og að þjóðin haldi sjálfstæði sínu og reisn???

Sigmundur Davíð, þingmenn Borgarahreyfingarinnar á góðri stundu, stundum, ein og ein vitglóra frá þingmönnum Sjálfstæðisflokknum, og þar með er það upptalið.

Og jú, margir þingmenn Framsóknarflokksins skilja formann sinn, rétt að taka það fram.

 

En Lilja nær kjarnanum eins og svo oft áður, megi hún hafa síðasta orðið í kvöld.

"Mörgum finnst endurreisnin hafa falið í sér uppbyggingu þess sem var - en ekki umbyltingu kerfisins og endurnýjun meðal þeirra sem fara með völdin í samfélaginu. Umbylting sem hefði tryggt að þeir sem standa höllum fæti vegna atvinnumissis, veikinda og eignabruna yrðu ekki helstu fórnarlömb kreppunnar,“ sagði Lilja og fordæmdi efnahagsstefnuna og áhrif Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á hana. 

„Röng efnahagsstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá hruni hefur kostað mörg þúsund manns vinnuna og aleiguna. Efnahagstefna sem fólst í hávaxtastefna, gjaldeyrishöftum og alltof miklum niðurskurði og skattahækkunum. "

Ekki meir um það að segja.

Kveðja að austan.


mbl.is Bjartsýnin vikið fyrir bölsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þingmenn sem lengi hafa setið þurfa jú eins og aðrir þingmenn að huga að þeim sem kkomu þeim á þing og viðhéldu þeim þar, þeirra egin bakhjörlum (lesist eigendum)

Það er jú nefnilega raunin að auðmenn reyndu ekki að kauða sér einn og einn þingmann og keyra lobbíisma hér 2000-9.... nei, allir 63 fengusst á botn verði þar sem þeirra eina hugsjón er að halda hinu  aðilanum frá.

Óskar Guðmundsson, 8.6.2011 kl. 23:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

".... þar sem þeirra eina hugsjón er að halda hinu  aðilanum frá. "

Eitthvað til í þessu, takk fyrir innlitið Óskar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2011 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband