1.5.2011 | 18:26
Maðurinn sem bauð fátæktina velkomna til landsins.
Ætlar að "láta sverfa til stáls".
Þá sjálfsagt við þjóðina því hún neitaði honum um 507 milljarða skuldaklafa ICEsave.
Annars ætti Gylfi forseti að vera mjög ánægður, fram að þessu hefur hann haft sigur á öllum vígstöðvum.
Hann gat knúið stjórnvöld til að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fylgifiskar sjóðsins eru fátækt og örbirgð, og sannarlega glíma stórir þjóðfélagshópar við þá kvilla í landi alsnægtanna, þar sem matur bæði syndir um allt í sjónum eða gengur á fjöll og bítur gras. Og ofgnótt er að húsnæði svo ekki er til fólk að búa í því öllu.
Þeir sem hafa ekki í sig og á í dag ættu að fjölmenna á hverjum degi niður á skrifstofu ASÍ og þakka Gylfa forseta fyrir náð hans.
Og Gylfi forseti gat varið verðtrygginguna og eignaupptöku Hrunsins fyrir réttmætum kröfum almennings um leiðréttingu mála sinna. Hann er líklegast höfundur þeirra öfugmæla að leiðrétting Hrunskulda gagnist hinum ríku, snilld í ljósi þess að Hrunið át upp eigið fé venjulegs launafólks en hinir ríku og hinir ofurríku fengu megnið af skuldum sínum afskrifaðar.
Þeir þúsundir sem misstu allt sitt í Hruninu geta farið niður á skrifstofu ASÍ og þakkað Gylfa forseta fyrir náð hans.
En mesta afrek Gylfa forseta er skjaldborgin sem hann sló um handónýt efnahagsráð AGS og leppa sjóðsins í ríkisstjórn Íslands.
Sannarlega hafa Óráð sjóðsins dýpkað kreppuna og gert illt verra. Hagkerfið er helfrosið og ekkert annað en auðnin framundan. Almenningur er í skuldafjötrum, vaxtaokrið rúði fyrirtæki inn af beinmerg. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki, stöðnun blasir allsstaðar við.
Endalokin verða svo þegar stjórnvöld glepjast til að nota gjaldeyrislán sjóðsins til að greiða út krónubraskara.
Þá lokast skuldgildran, allar tekjur þjóðarinnar fara í vexti og afborganir. Eins og staðan er í dag,þarf ekki ICEsave til að klára það dæmi.
Og snilld Gylfa forseta fólst í að telja nógu stórum hluta þjóðarinnar í trú um að þekktar afleiðingar Óráða AGS, væru ICEsave að kenna. Að atvinnulífið væri frosið því þjóðin hefði ekki bætt á sig 507 milljörðum í beinhörðum gjaldeyri til að borga bretum og Hollendingum.
Og meðan þjóðin reist um ICEsave, þá ræddi enginn um Óráð AGS.
Her atvinnulausra ætti að tölta niður á skrifstofu ASÍ og þakka Gylfa forseta fyrir náð hans.
En í guðanna bænum, það þarf að hindra manninn í að láta sverfa til stáls.
Ef ósköpin fram að þessu eru venjuleg verk, hvað gerir hann þá af sér ef hann lætur sverfa til stáls.
Þjóðin hefur ekki efni á að vita svarið við þeirri gátu.
Segi eins og skáldið, "Gylfi forseti, það er komið nóg."
Kveðja að austan.
Látum sverfa til stáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gildir það sama um gylfa forseta og formenn (stjórnar) liðsins. Á meðan að ekkert er gert er maður tiltölulega öruggur með sig, það eru þá engar nýjar álögur eða kollsteypur þann daginn.
Kveðja í vorið.
Umrenningur, 1.5.2011 kl. 19:25
Já, Umrenningur, það gildir víst um öll skaðræðiskvikindi, þau eru best geymd i Fjarskaistan.
Enda grétu himnarnir í dag, í tilefni dagsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.5.2011 kl. 19:35
Sæll Ómar, þetta er alveg rétt hjá þér, við getum þakkað Gylfa forseta fyrir þá leiðréttingu sem fólst í því að færa gífurlega fjármuni til þeirra ríku og ofurríku í formi verðtryggingar, hækkunar vísitölu beinlínis vegna bankahruns og hruns fjármálakerfisins í landinu. Þá vildi Gylfi velta öllum skuldunum yfir á hinn venjulega vinnandi Íslending. Fjármagnseigendur fengu hins vegar hundruðir milljarða frá skattgreiðendum til að bjarga hinum ýmsu sjóðum. Takk Gylfi, þú varðir eingöngu fjármálakerfið, hinn litli maður, skóflupakkið þrælar áfram og eignast ekkert.
Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 20:03
Ekki bara vildi, heldur var þeim velt. Og þar vó stuðningur ASÍ þyngst.
Litli maðurinn á Gylfa margt að þakka, en ekkert af því er gott.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.5.2011 kl. 20:48
Við eigum Gylfa og Samfylkingunni mestu kjaraskerðingunni síðust ára að þakka, allar skattahækkanirnar sem hafa gengið yfir okkur sem og niðurskurðinn
Það getum við líka þakkað Gylfa og ASÍ/Samfylkingunni/Jón Áskeiri fyrir(ensa allt sama krapið)
Brynjar Þór Guðmundsson, 1.5.2011 kl. 21:09
Brynjar. og þið hinir. Eru þið svoan andskoti blindir að þið sjáið ekki að það var sjálfstæðisflokkurinn sem kom AGS hingað til íslands. Það var sjálfstæðisflokkurinn sem geldi FME það var sjálfstæðisflokkurinn sem GAF bankana til vina sinna (ásamt framsókn) Það var sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir því að ALLIR áttu á fá ALLT til baka úr hruni bankana. Og björguðu ÖLLUM ríkisbubbunum vinum sínum sem áttu miklar fjárhæðir inná bönkunum..
Semsagt það er fyrst og fremst sjálfstæðisflokknum að kenna að allt sé farið til fjandans.
Það má finna hinum flokkurnum ýmislegt til foráttu. En ofangreindir ALLIR eru sekir.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 21:23
Jón Ingi, ertu að seigja mér að Samfylkingin hafi ekki verið við stjórnvölin þegar hrunið varð? Var það ekki Ingibjörg sem þrísti á Geir H. haarde(ásamt bretum) að fara til AGS og var það ekki ESB sem senti tilskipun um að bankarnir skildu einkavæddir þar sem það væri óeðlilegt að þorri bankana væri í ríkiseigu? Annað er ekkert skárra hjá þér
Brynjar Þór Guðmundsson, 2.5.2011 kl. 06:22
Blessaður Jón Ingi, þú virðist ekki gera þér grein fyrir að þegar kveikt er í húsi, þá er kveikt í húsi, sé það fjölbýlishús, þá eru mörg mannslíf í húfi.
Og þá reynir á björgun fólks og vilja til björgunar.
Þú sleppir því ekki að bjarga fólki úr bruna, eða hlynna því eftir björgun, vegna þess að einhver annar kveikti í. Í raun er siðferðisleg sekt þess sem kemur ekki til bjargar, eða ég tala ekki sekt þess sem hindrar að fólk sé bjargað, meiri en þess sem kveikir í, þá er ennþá von og þess vegna geta allir íbúar sloppið lifandi og óslasaðir úr brunanum.
Vissulega dregur enginn úr ábyrgð íhaldsins á því sem gerðist, en mér vitanlega fór andstaðan við það sem gert var, ekki mjög hátt í þjóðfélaginu, þar á meðal í verkalýðshreyfingunni. Mig minnir að deila hafa frekar snúist um hvernig það ætti að útdeila hagnaðinum af útrásinni. Eitthvað heyrðist vissulega í VG en fyrir kosningarnar 2007 voru þeir komnir í beint kapphlaup við Samfylkinguna um að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Allt þetta eftirátal um sekt Sjálfstæðisflokksins er því mönnum til vansæmdar, á meðan þeir hvorki axla ábyrgð á sinni sekt, því aðgerðarleysi er líka sekt, og þeir nota hina meintu sekt Sjálfstæðisflokksins sem afsökun fyrir atlögu sinni að venjulegu fólki í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn var lamaður fyrst eftir Hrunið og réði litlu um gang mála. Og innan hans var hörð andstaða við AGS og ICEsave, andstaða sem kristallaðist í persónu Davíðs Oddssonar. Það var vitað að atvinnurekendur vildu AGS, en þeir voru líka bæklaðir vegna þess að flestir forystumenn þeirra voru beintengdir útrásinni og áttu í gífurlegum fjárhagserfiðleikum eftir Hrunið.
Það sem gerði gæfumuninn var stuðningur ASÍ, þar náðist sú breiðfylking sem kæfði andstöðuna í Seðlabankanum. Ef ASÍ hefði stutt almenning gegn Hrunverjum, þá hefði málin skipast á annan hátt, AGS hefði ekki komið til landsins, og líf fólks hefði verið gert bærilegra varðandi Hrunlán verð og gengistryggingar.
Það er sá sem svíkur og ræður þar með úrslitum í bardaganum, sem ber mesta ábyrgð á ósigrinum, ekki þekktir hermenn andstæðinganna, sem höfðu ekki afl til að vinna orrustuna.
Gylfi forseti er mesti ógæfumaður seinni tíma íslenskra sögu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.