22.4.2011 | 09:58
Viðreisn íslensk efnhagslífs háð aðgengi að erlendu lánsfé!!
Já, hérna, ég sem hélt að það væri komið undir vilja þjóðarinnar til að búa hérna.
Og fyrir utan taugar fólks til lands síns þá skiptu lífsskilyrði mestu máli, og þá lífsskilyrði í víðustu merkingu.
Hangir þetta ekki allt á sömu spýtunni???
Og svarið er í stuttu máli Nei, ekki ef samhengið er það að öllu sé fórnað fyrir þetta svokallaða "aðgengi að erlendu lánsfé", og erlent lánsfé sem slíkt hefur ekkert með vöxt og viðgang samfélags okkar að gera. Það er bara tæki eins og olía eða bensín, eða hveiti og sykur, nauðsynlegt í ákveðnu samhengi, en hvernig tækið er nýtt, er komið undir þjóðinni sem þau nota.
Og röng notkun á þessu tæki, erlendu lánsfé, eyðir þjóðfélögum í bókstaflegri merkingu, ósjálfbær skuldastaða sýgur til sín fjármagn úr innviðum þjóðfélaga, þau grotna og samfélögin gliðna í kjölfarið.
Það er menntunin, heilsugæslan, menningin, samfélagsgildin sem ráða hvar fólk vill lifa, slíkt byggist vissulega á heibrigðu atvinnulífi, en heilbrigt atvinnulíf hvílir á þessum grunngildum samfélags, ekki öfugt.
Skilningleysið á þessu orsakasamhengi er höfuðmeinsemd íslensku þjóðarinnar í dag. Það er að hún lætur valdklíku stjórna sér sem heldur að öllu sé fórnandi fyrir hið svokallaðnn "aðgang að erlendu lánsfé". Og það átti að fórna öllu; fólkinu, innviðum samfélagsins, vegna ICEsave og risaláns AGS sem þjónar þeim eina tilgangi að greiða út krónubraskara.
Og á rústum samfélagsins ætluðu menn að blása til nýrrar hagvaxtarsóknar með þessum "aðgangi að erlendu lánsfé."
En með hvaða þjóð, skuldaþrælum??? Áttu átthagafjötar binda fólk við yfirskuldsett heimili og samfélag þar sem skólar og heilsugæsla væri í rúst. En næg vinna í verksmiðjufabrikkum útlendinga?????
Já, segir valdaklíkan, en hún er vitfirrt, ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og algjörlega svipt því sem kalla má heilbrigða skynsemi.
Hvað hrundi haustið 2008???
Efnhagslífið??? Svarið er Nei, það stóð ágætlega eftir Hrunið, það er sá hluti þess sem var sjálfbær, knúinn áfram af arði og ávöxtun þess sem reksturinn gaf af sér.
Það hrundi aðeins ákveðnir þættir efnhagslífsins, það sem var beintengt erlendu lánsfé, ódýru erlendu lánsfé. Fjármálageirinn og verktakageirinn.
Annað stóð og stendur ágætlega. Og það mun rífa þjóðina áfram ef það fær að vaxa og dafna í friði.
Spurningin er því hvort við höfum eitthvað lært af Hruninu.
Hvort við ætlum að endurreisa þá hugsun að endalaust sé hægt að framkvæma og byggja upp fyrir lánsfé, eins og að aldrei kom gjalddaginn, heldur alltaf þessi svokallað endurfjármögun.
Eða hvort við ætlum að nota vit okkar og skynsemi til að skapa hér öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem fólk, menntun þess og þekking, drífi áfram hagvöxtinn.
Spurningin er hvort við skiljum af hverju meginþorri verktakafyrirtækja átti ekki einu sinni kaffivélina skuldlausa eftir mesta uppbyggingartímabils þjóðarinnar og rúlluðu umvörpum um leið og veislunni lauk.
Hvort við skilum af hverju orkufyrirtæki okkar, eftir allar þessar "arðsömu" framkvæmdir eru algjörlega upp á náð og miskunn lánardrottna sinna komin og hafa engan fjárhagslegan styrk í frekari framkvæmdir eins og staðan er í dag.
Og við áttum okkur á því að það er ekki endalaust hægt að framkvæma án fyrirhyggju.
Ef við áttum okkur á hvað gerðist, og lærum af því, þá munum við breyta hugsun okkar í grundvallaratriðum, því sú gamla var komin á endastöð gjaldþrota og skuldakreppu.
Vonandi munum við sjá og skilja að framkvæmd, hver sem hún er, þarf að vera arðsöm, hún þarf að vera viðráðanleg, og hún þarf að þola áföll. Það þurfa að vera til svör við "Hvað ef" spurningum, það er ef áætlanir ganga ekki eftir. Og ef menn ráða ekki við afleiðingarnar á hinu óvænta, þá eiga menn ekki að leggja allt undir.
Hið "stóra" er aðeins gott í hófi, hið smáa skapar fjölbreytnina og gróskuna.
Hið smáa erum við og athafnir okkar.
Þeir sem átta sig á gildi hins smá eru þeir sem munu endurreisa landið.
Ekki ICEsave, ekki AGS, ekki Moodýs.
En á meðan öll umræða er eins og ekkert hafi gerst við Hrunið 2008, hvorki hér eða erlendis, og það eina sem hafi gerst er að "aðgangur að erlendu lánsfé" hafi truflast, þá er ljóst að við skiljum ekki baun í bala af hverju við komust í þrot, og öll okkar orka mun fara í að endurskapa það ástand sem var, að efnahagslífið sé drifið áfram með skuldsetningu.
Og þá er aðeins eitt öruggt, við förum á hausinn, og það endanlega.
Viðreins Íslands er ekki háð aðgengi að erlendu lánsfé.
Viðreisn Íslands er háð lífskilyrðum fólks og fyrirtækja þess, að því sé gert kleyft að lifa og starf án skuldaklafa útrásarinnar og án eyðandi skattheimtu stjórnvalda, án kerfisafskipta og án afskipta þess fólks sem að það sé kjörið til að "búa" til störf í stað þess að skapa þau skilyrði að einstaklingar og fyrirtæki dafni á þokkalegum frjálsum markaði.
Og það er alveg tími til kominn að við föttum þessi einföldu sannindi.
Kveðja að austan.
Margt sem getur leitt til lækkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 455
- Sl. sólarhring: 724
- Sl. viku: 6186
- Frá upphafi: 1399354
Annað
- Innlit í dag: 384
- Innlit sl. viku: 5239
- Gestir í dag: 353
- IP-tölur í dag: 348
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér!
Ég hélt í nokkra daga í hruninu að nú myndum við læra. Ég var hins vegar fljótur að átta mig á því að við höfum ekkert lært og kannski munum við aldrei læra. Þegar meirihluta almennings og allt Alþingi vill frekar nota gjaldeyristekjur okkar í neyslu og fresta í staðinn atvinnuuppbyggingu (nema ef við værum svo heppin að fá erlent lánsfé) þá er verið að fara lengri og erfiðari leið út úr kreppunni.
Innlendur sparnaður er nauðsynlegur sjálfbærum hagvexti.
Lúðvík Júlíusson, 22.4.2011 kl. 11:50
Blessaður Lúðvík, og kannski ekki endilega innlendur, lánsfé er lánsfé, saman hvaðan það kemur.
En þú átt að stjórna lánsfénu, ekki öfugt.
Og slíka stjórnun nærð þú með skynsömu mati á arðsemi framkvæmdar, sem og að fjármögnun henti tekjuinnstreymi, eitthvað sem menn hafa algjörlega flaskað á í virkjunarframkvæmdunum.
Og það þarf ákveðið eigið fé svo menn rúlli ekki við minnsta bakslag.
En kjarninn er sá að heilbrigður rekstur á aldrei í neinum vanda með að fjármagna sig, hitt eru bara draugasögur sem vanhæf elíta heldur að þjóðinni.
Einnig má benda á að það er örugglega hollt að lánsfé kosti næstu árin, þá læra menn að spyrja hvað menn þurfi mikið, ekki hvað þeir fái mikið.
En aðalatriðið er að eplið er endastöð ræktunar sem hófst með fræi, og umönnun þess. Það er þessi ræktun og umönnun sem við klikkum á, til dæmis með rangri gengisskráningu, eða vanrækja grunnstoðir þjóðfélagsins því menn vilja leika stóra kalla og fara með 100-150 milljarða árlega í ICEsave og AGS, svo hægt sé að fá lánsfé handa gjaldþrota orkufyrirtækjum.
Vilji menn virkja, þá gæta menn þess að þær framkvæmdir setji ekki allt á hliðina, eins og síðast, og það má stofna félag um nýjar virkjanir með aðkomu erlendra fjárfesta, allavega er það glæpur að setja almannaveitur eða nýtingarréttinn í heild undir. Og svo framvegis.
Og við munum læra, hin alþjóðlega kreppa mun kenna, the hard way.
Eða hefur þú áður upplifað tíma þar sem enginn ræðir styrk dollars eða framtíð evrunnar, heldur hvort þessir gjaldmiðlar lifi af, og þá hvernig??????
Eða raunhæfur möguleiki á nýrri borgarastyrjöld í Kína, eða allsherjar byltingarástandið í Arabalöndum og þar með truflun á olíuviðskipum. Eða hunguruppreisnir milljóna vegna þess að braskarar knjýa upp matvælaverð, og á sama tíma virðumst við upplifa tíma þar sem náttúran er illskeytt, bæði veðurfarslega sem og í jarðskorpunni.???
Allt á sama tímapunkti.
Nei, að gera gott úr sínu er eina leiðin sem vitborið fólk fer úr þessari kreppu. Allt annað er óvissunni háð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.4.2011 kl. 13:47
Gerður Pálma, 22.4.2011 kl. 14:29
vá flottir,Gleðilegt Sumar.takk
gisli (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 14:55
Þú ert farinn að skrifa hverja greinina annarri betri eins og á færibandi, Ómar. Það er svo satt og rétt sem þú segir, ekki hægt að mótmæla einu né neinu.
Gleðilegt sumar!
Magnús Óskar Ingvarsson, 22.4.2011 kl. 16:21
Voru fjármálageirinn og verktakageirinn virkilega einu "Geirarnir" sem hrundu?
Hafði hrun þeirra ekki afleiðingar á aðra geira þjóðfélagsins?
Agla (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 20:41
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Já Agla, mér vitanlega hrundi ekki annað.
Og vissulega hafði það hrun afleiðingar, til dæmis á arkitekta, verkfræðinga og fleiri stéttir.
En á móti kom uppgangur í öllu sem tengdist útflutningi, og hruninu fylgdu líka tækifæri fyrir ýmsar stéttir, til dæmis lögfræðinga, handrukkara og fleiri.
Síðan má ekki gleyma einni grundvallarstaðreynd, það veit enginn hvað hefði orðið 2009 ef hagfræði dauðans hefði ekki verið boðin velkomin og látin stjórna "endurreisninni".
Það er til sögn um bæ í Þýskalandi í upphafi nýaldar sem varð fyrir plágu af áður óþekktum uppruna. "Hefðbundnar" lækningar eins og blóðtökur virkuðu illa, en grasafræði ýmiskonar skilaði árangri. En ríkjandi hugmyndaheimur kallaði slíkt galdra og það var kallað á rannsóknardómara Rannsóknarréttarins. Hann lét brenna grasafræðinga, og þá versnaði sóttin, fléru féllu þegar ráðin sem þó hjálpuðu, voru forboðin. Og það kallaði á ennþá dramatískari aðgerðir gegn meintum útsendurum þess í neðra. Aðgerð sem vissulega sló á sóttina því hið veraldlega endaði líf margra vegna galdragrunns. Loks gekk sóttin yfir og rannsóknaradómaranum var þakkað afrekið, ekki gangur lífsins um að þeir féllu sem voru veikir fyrir og mótefni hinna hafði styrkst.
Ergo, hið ranga getur sigrað sóttir eða kreppur, en bara með miklu meira tjóni eða mannfalli.
Við Íslendingar erum að upplifa okkar myrku miðaldir þessi misserin í líki skottulækna AGS. Og þökkum mikið fyrir að kreppan er í rénum, en enginn spyr af hverju þufti kreppan að vera svona djúp.
Alvöru hagkerfið féll ekki, aðeins sýndarhagkerfið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.4.2011 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.