7.4.2011 | 10:15
Ótrúlega margir segja Já við þjófnað og yfirhylmingu.
Landsbankinn var tryggður í London og því var útilokað að skuldbindingar hans féllu á íslenskan almenning. Trygging hans tók við þar sem íslenska tryggingin þraut og hún var greidd út þegar Landsbankinn féll.
Samkvæmt reglum breska tryggingasjóðsins þá fjármagna fjármálafyrirtæki sjóðinn og það voru iðgjöld þeirra sem greiddu út ICEsave innistæðurnar.
Það féll ekki króna á breska ríkissjóðinn vegna lögbundinna innstæðutrygginga Landsbankans en vissulega greiddi breski ríkissjóðurinn út þá aðila sem áttu hærri innistæður en hin lögbundna tryggingarvernd náði yfir. Slíkt er alfarið bresk stjórnvaldsákvörðun.
Staðreyndirnar eru því að
"breski ríkissjóðurinn ekki neina kröfu á þeim íslenska, því hann lagði aldrei út fyrir neinu, hann borgaði aldrei neitt. Breski tryggingasjóðurinn á aðeins kröfu á þrotabúið, eins og stendur skýrt í tilskipun ESB, og því er málið dautt. Eða réttara sagt, það var aldrei forsenda fyrir kröfu breta vegna ICEsave.
Hvorki lögleg eða ólögleg. ".
svo ég vitni í sjálfan mig í innslagi við pistilinn
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1156654/
þar sem ég fjalla um þessa tryggingu sem breska fjármálaeftirlitið krafðist að Landsbankinn tæki áður en hann færi í innlánastarfsemi á breska fjármálamarkaðnum.
Bretar eru því að tvírukka sama hlutinn, löglega önnur fjármálafyrirtæki sem eru með tryggingu hjá breska innlánstryggingasjóðnum og síðan algjörlega fram hjá lögum og rétti með því að rukka íslenska skattgreiðendur.
Kallast þjófnaður á lagamáli. En bölvað svínarí og þjófnaður á mannamáli.
Að þagga niður þessa tryggingu, að láta eins og hún sé ekki til, eða hafi verið greidd út, er yfirhylming, og glæpur í sjálfu sér.
Auðvita er það stjórnvöldum í sjálfsvald sett hvort þau taki þátt í að hylma yfir þjófnað breta, það er ekkert sem bannar mönnum að stela, það liggur aðeins refsing við því.
En að almennir borgarar þessa lands, í tugþúsunda tali skuli segja Já við þjófnaði og samþykkja þar með yfirhylmingu stjórnvalda, það er óskiljanlegt.
Þegar Já menn eru spurður um afstöðu sína, þá segjast þeir allflestir taka ákvarðanir sínar út frá rökum og staðreyndum málsins.
Líklegast vissu þeir þá ekki um tilvist þessarar tryggingar Landsbankans í London.
Ef þeir eru sjálfum sér samkvæmir, og halda áfram að taka ákvörðun út frá rökum og staðreyndum málsins, þá segja þeir ekki Nei í þjóðaratkvæðinu, heldur krefjast þeir tafarlausrar rannsóknar á þessari yfirhylmingu stjórnvalda og af hverju þau hafa haft Já menn að fífli allan tímann.
En kyngi þeir þessu ógeði undir yfirskini góðrar rökleiðslu, þá er ljóst að afstaða þeirra til ICEsave mótast ekki af staðreyndum málsins, heldur að trú, þeirri trú að þeir verði að segja Já.
Annars ???, já annars gerist eitthvað sem trúmenn allra tíma óttast, vist utan sæluríkis himnaríkis. Sem í þessu tilviki er sælusambandið ESB.
Sambandinu sem er að siga Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á þau ríki sambandsins sem eiga í fjárhagserfiðleikum.
Þess vegna er öllu kyngt.
Líka þjófnaði breta og meðsekt íslenskra ráðamanna i þeim þjófnaði.
Ég spyr bara, hvers á Evrópusambandið að gjalda að eiga slíka stuðningsmenn á Íslandi???
Við hvað glæpi setja þeir mörkin????
Svari því hver fyrir sig.
Kveðja að austan.
PS. Annar pistill um sama efni þar sem má lesa frumrök málsins, sérstaklega í athugasemdum Lofts Altice er á þessum link.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1156139/
54,8% ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 537
- Sl. sólarhring: 656
- Sl. viku: 6268
- Frá upphafi: 1399436
Annað
- Innlit í dag: 456
- Innlit sl. viku: 5311
- Gestir í dag: 418
- IP-tölur í dag: 411
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað margir eru miklir auðtrúa sauðir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 10:23
þeir sem láta mata sig á PÓLITISKUM SKOÐUNUM ,Tilheyra Auðvaldi, kliku og vinasamfelagi og hugsa ekki mikið sjálfstætt og bara elta til að þóknast Vina -klikunni Þeir segja "JÁ "..þetta eru þeir sem hafa komið ser vel fyrir mata krókinn og láta aðra vinna skitverkin.....og ætla auðvitað ekki að breyta þvi ....EIGA SEM SAGT EFTIR AÐ LÆRA VINNA FYRIR SER OG SINUM og að þurfa hafa fyrir lifinu .!!! Kanski munu þeir læra það ..næstu árin ... ??? OG AÐ SJÁLFSÖGÐU kennum við þeim það og segjum Nei ...þá kanski getum við aftur byrjað á jafnrettisgrunni ?? ......þegar búið verður að fara i gegnum öll afglöpin sakamálin og svinariið sem alltaf eru að koma betur og betur i ljós og eiga eftir að koma !...Ef "Jáið" yrði ofaná þá yrði ekkert meir i þeim málum gert en "Neiið ",skiptir þar öllu ...margir hafa ekki áttað sig á þvi ...það er Stansmerki !!! á mörum ósómanum ,sem JÁ LIÐIÐ vill ekki að verði skoðað :::::::..það eru mjög glögg skiptingin i þessu ! ..... frá minum bæjardyrum seð .......
Ransý (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 11:00
Mér finnst Samfylkingin vera hrein eftirmynd gamla sjálfstæðisflokksins, en sjallar virðast hafa séð ljósið, flestir. Nú þarf að spýta í lófa og klára dæmið. Koma þessari ríkisstjórn frá, og gefa fjórflokksklíkunni langt nef.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 11:04
Það er ljóst að hinn gífurlegi samningsvilji Íslensku Elítunnar er vegna hræðslu !
Hræðslu við að Bretar upplýsi/leki lista með nöfnum, reikningsnúmerum og upphæðum,
þeirra Íslensku dólga, sem fengu feitar summur út úr Icesave þjófnaðinum.
Bjarni og co skiptu um skoðun eftir að 8. greinin var felld út úr Icesave III.
Því miður situr stór hópur glæpamanna á Alþingi Íslendinga.
Birgir Rúnar Sæmundsson, 7.4.2011 kl. 11:36
Þetta er efnislega rangt. BULL.
Þú ruglar saman top-up tryggingu og grunntryggingu. Ótrúlega heimskt, af annars vel hugsandi og skrifandi manni eins og þér.
En ég næ ekki að sannfæra þig um það fyrir laugardag. Þú vilt fara leið Bjarts í Sumarhúsum. Verði þér að góðu. Nógu rollukjöt fyrir austan.
Og þið fenguð ykkar virkjun. Ekki fáum við lán fyrir fleirum, með ykkar leið. Samt eru útlendingarnir nógu góðir til að borga ykkur laun og kaupa af ykkur álið. En það má ekki semja við útlensk ríki í bróðerni. Nei, þá skal leggjast í gólfið or orga.
Ég hef sjálfur aldrei verið jafn nálægt því að íhuga flutning af landi brott. Ef Nei-ið verður ofan á.
Ég segi JÁ - fyrir framtíðina, fyrir samvinnu þjóða, fyrir hamingju og heill Íslands. Með góðri samvisku.
Einar Karl, 7.4.2011 kl. 11:52
Ætli maður geymi ekki þennan yfirlestur til uppryfjunar, og fleiri öskurillar raddir fólks sem sér fram á tap. Einhverntíman eigið þið eftir að þakka okkur Neijurum fyrir að bjarga ykkur frá þrældómi líkt og nú er að skekja Írland, Grikkland, Portúgal, bráðum Spán og fleiri lönd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 11:58
Nákvæmlega Ásthildur ! frábært .........
ransý (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 12:34
Ég virði það að fólk sé mér ósammála, en finnst sorglegt ef fólk myndar sér skoðanir á grundvelli rangfærslna, eins og röksemda Ómars í pistlinum.
Ég held líka að flestir þeir sem hyggjast segja Nei, hafi t.d. ekki hugmynd um það hvernig Nýi Landsbakinn varð til úr þeim gamla.
Einar Karl, 7.4.2011 kl. 12:57
Blessaður Einar.
Hvað er bull í þessu:
""“ICEsave was the trading name of Landsbanki Island HF. It was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001. It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS. Consumers in the United Kingdom could (thus) be sure of the level of protection they had. We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.”"" (Yfirlýsing frá FSA dagsett 8. mars 2010).
Eða þessari útskýringu um að cvoertryggingin taki við þegar trygging heimalands þrýtur:
""Incoming EEA firms which obtain cover or 'top up' under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default". (Handbók FSA, breska tryggingaeftirlitsins)"
Er það letrið hjá mér, eða er það vegna þess að ég peistaði úr Firefox vafra??? Explorinn minn er bilaður ef það er það sem er að pirra þig Einar???
Eða ertu virkilega að rífast við mig um skjalfest orð breska fjármálaráðuneytisins um að "FSCS will pay compensation to the maximum limits,", hvað ábyrgð ber ég á því??? Eða þeirri staðreynd að tryggingakerfi Breta tók við þegar heimtryggingu þraut því breska fjármálaeftirlitið krafðist fullrar neytendaverndar. Til lítils fyrir smábanka frá smálandi í útrásarhug að vísa tryggingasjóð heimlands sem tryggingarvernd. Það þarf ekki mikinn stærðfræðisnilling, jafnvel þó þeir kæmu af félagsfræðibraut, að reikna það út að slík vernd virkar ekki ef smábankin nær umtalsverðri markaðshlutdeild. Og lögin skýr um að ekki séu ríkisábyrgð svo ég reikna með því að þess vegna hafi bretar haft þessa viðbótartryggingu, og það er örugglega skýring þess að þeir requieruðu að Landsbankinn tæki tryggingu í Bretlandi.
En hvað veit ég Einar, ég er aðeins peistari á staðreyndir. Ef þú efast um þær, þá skaltu bara framvísa gögnum um að þessar upplýsingar séu rangar, en hættu að skamma mig.
Ég get alveg endurtekið, þar sem mér er annt um hið rétta, þá kröfu mína sem ég setti fram í pistli mínum í gær, að það er réttmætur vafi sem krefst rannsóknar, opinberar rannsóknar.
Þú ættir kannski að taka undir þá kröfu ef þér finnst staðreyndir skyggja á trú þína í ICEsave. Ég veit fyrir víst að Nei menn telja sigur en sannleika skipta meira máli, sem er trú út af fyrir sig svo ekki biðja þeir um rannsóknina.
En ég frábið þig Einar að vega að mér persónulega þegar þú ert í heimsókn. Vissulega leystu margir einvaldar fyrri tíma svona vanda með því að skjóta sendiboðann, þekkt er þegar Mongólar lögðu næstum Burma í rúst eftir að einvaldurinn í Burma ákvað að losna við Mongólsku hættuna með því að láta negla nagla í hausinn á sendiboða stórkansins.
En þetta virkar bara ekki á þessari síðu. Ekki það að orðið er frjálst, en ég svara í sömu mynt, það eru gestirnir sem ráða leikreglunum. Og ég kann alveg þá tækni að vega persónulega að fólki.
Hvað varðar röksemdir þínar um neyðar eitthvað, eða Nýja eitthvað, þá kemur það ekki við þeim staðreyndum sem ég er einfaldlega að benda á.
Og á meðan stjórnvöld gera ekki hreint fyrir sínum dyrum, því þau hafa sannarlega leynt tilvist þessara trygginga, og notað það sem er umfram 20000 evrur sem hótun á fólk ef það samþykkir ekki þennan samning, að þá fái það allt að 1.000 milljarða í hausinn. Það má reyndar þakka guði fyrir að okkur sé ekki líka hótað með tryggingartjóni Loyds líka, að fyrst að Sjóvá fékk greiða hjá Steingrími, þá séum við samkvæmt mismunareglunni skyldug til að borga Loyds út úr sínum fjárhagserfiðleikum líka. En ef þið samþykkið ICEsave, þá skulum við láta okkur þann hluta skyldutryggingar Landsbankans í London sem var fyrir neðan 20.000 evrur duga.
Já, ég gleymdi mér aðeins, held að Loyds hafi brotist inn til að auglýsa sig, en já á meðan stjórnvöld gera ekki hreint fyrir sínum dyrum, þá eru þau að viðurkenna að þau vissu af þessari tryggingu, og hymluðu yfir með bretum um þjófnað þeirra.
Því Einar, tvírukkun er þjófnaður.
Aðeins staðreyndir hnekkja staðreyndum Einar, ekki orðanotkunin bull, rangfærslur eða annað sem þú kýst að skreyta rökþrot þitt með.
En takk annars fyrir vingjarnlegu orðin sem flutu með, passaðu þig samt á að Áfram hópurinn sjái þau ekki, þeir eru víst í einhverri fýlu við mig.
Skil ekki af hverju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 13:50
Viðbótartrygging er einmitt það viðbótartrygging, ekki varatrygging.
Það er fásinna að halda að vegna þess að hinn íslenski TIF hafi ekki haft handbært fé til leysa vanda Icesave reikningseigenda strax, að þá hafi bara mátt algjörlega ignora íslensku innlánstrygginguna!
Er það ekki það sem þú ert að segja?!
Heldurðu að hinn breski FSCF hafi legið með alla peningana inní bankahólfi, til að greiða til Icesave reikningseigenda? Nei ó nei, þeir þurfut auðvitað aðstoð frá sínum ríkissjóði. Og fengu hana. LÍKA fyrir grunntryggingunni sem TIF átti að ábyrgjast.
Og ekki nema sanngjarnt að setjast svo með íslenskum stjórnvöldum og semja um frágang málsins.
Þú vilt segja: "Takk fyrir að bjarga okkur, við vorum í klemmu, en þar sem þið björguðu málunum erum við stikkfrí!"
Þetta varðar innlánstrygginguna. Þú forðast eins og heitan eldinn að nefna hina málsástæðu B&H, nefnilega mismununina við uppskiptingu Landsbankans gamla, þegar eignir voru teknar úr bankananum til að dekka íslenskar innstæður. Það er staðreynd.
Hefur hún ekki borist austur??
Einar Karl, 7.4.2011 kl. 14:21
Ég vona að ég hafi ekki móðgað þig með að rifja upp þá staðreynd að Austurland nýtur þess svo sannarlega að hafa fengið hagstæð erlend lán til stórframkvæmda, til að skapa atvinnu og eiga viðskipti við útlönd.
Seljið þið ekki líka álið til "nýlendukúgara"??
Góð og heilbrigð samskipti aðrar þjóðir eru gulls ígildi, eða áls ígildi, segiði kannski fyrir austan.
Börnin okkar vilja ekki flytja öll uppá Möðrudalsöræfi og rækta skjátur, eins og Bjartur í Sumarhúsum, þau vilja út að læra, til Bretlands og víðar, og þau skila sér vonandi heim, ef hér verða sköpuð tækifæri.
Þess vegna segi ég JÁ.
Einar Karl, 7.4.2011 kl. 14:48
Einar, núna ert þú í fyrsta skiptið að gera heiðarlega tilraun til að svara mér eins og maður.
FSCS er fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum, þau greiða iðgjöld í sjóðinn, en hvar hann geymir þau veit ég ekki, allavega ekki í eldhússkápnum hjá mér. En það kemur þessari tryggingarvernd ekkert við, og hvað þá íslenskum skattborgurum.
Að öðru leyti þá skilur þú ekki að þessi trygging kemur ICEsave, eða Íslendingum ekkert við. Hún var hönnuð til að tryggja fulla neytendavernd á breska fjármálamarkaðnum fyrst að reglur ESb leyfðu starfsemi útibúa frá EFTA ríkjum. Reglurnar sem ég vísa í eru samdar löngu fyrir ICEsave, en ICEsave var prófraun á þær.
Það kemur skýrt fram í bréfi FSA, sem ég vona að þú sért ekki að bera upp á mig að sé falsað, að breskir viðskiptavinir ICEsave nutu fullrar verndar og slík vernd felst ekki í að benda á tóman tryggingasjóð smáríkis.
Þar sem ég veit að þú getur alveg vitnað í gögn máli þínu til stuðnings Einar, þá veit ég líka að þú veist að þú setur þínar eigin hugleiðingar niður á blað, en vitnar ekki í gögn máli þínu til stuðnings.
Það geri ég hinsvegar.
Ég ætla ekki að elta ólar við hugleiðingar þínar hér, en ef þú vilt skilja hvað felst í þessari neytendavernd bretanna, þá máttu lesa útskýringu mína til Marínós sem ég var að slá inn núna rétt áðan. Ég skal meiri að segja auðvelda þér verkið, með því að peista það í innslagi við þennan þráð.
Mundu svo að ég hef ekkert með þetta að gera, ég samdi ekki reglurnar, en ég skil þær.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 15:35
Hér er innslagið þar sem tilvísun í reglugerðina um þessa top-up tryggingu kemur fram.
Blessaður Marínó, svona skyldi ég líka þessa top up tryggingu fyrst, að hún tæki við eftir lágmarkið, og að þrotabúið væri i bakábyrgð fyrir íslenska tryggingasjóðinn. Skal því játa að ég gerði lítið með þennan flöt Lofts, þetta var hans svið og hans að kynna.
En þegar Lee Buchheit notaði umfram 20.000 evrumarkið sem hótun um að við yrðum að samþykkja hans samning því í honum væri greiðsluþak og greiðsludreifing sem við gætum ekki verið viss um að fá ef við yrðum dæmd til að greiða það sem var umfram. Og þá vorum við í djúpum skít.
Svona bull er í lagi hjá fólki sem veit ekki betur, en hjá sérfræðingi í alþjóðlegum skuldamálum eða hvað sem hann er, þá er svona framsetning út i hött. Og þá rifjaðist upp fyrir mér viðbótartryggingin sem Loftur var alltaf að tala um.
Og ég fór í skóla hjá Loft. Og hann neyddi mig til að lesa reglurnar og útskýrði fyrir mig hvað þær þýddu. Lykilatriðið er þetta:
Hér er verið að lýsa fullri tryggingavernd, óháð því sem heimaríkið býður upp á. Ef það er til reiðu, þá er það til reiðu, annars gildir breska tryggingin.
Ef þetta væri ekki svona, þá væri gat á neytendaverndinni, og það gæti leitt til upplausnar á fjarmálamarkaðnum ef banki smáríkis færi á hausinn. Þrotabúið er alltaf baktryggingin en það er alltaf tímlengd frá gjaldþroti fjármálafyrirtækis og þess að það fari að greiða.
Þess vegna er þessi viðbótartrygging, neytandinn finnur ekki fyrir því þó banki fari á hausinn, ekki ef bankinn er með bresku trygginguna.
Þetta er það sem ég kalla réttmætan vafa í málinu, mér er þetta ljóst, en það tók smá tíma að rífa mig frá þessu lágmarki. Ég naut reyndar hjálpar Peters Örebck því hann útskýrir mjög vel uppbyggingu tryggingarkerfis ESB í lagaáliti sínu þar sem hann bendir á að full tryggingarábyrgð geti ekki komið á fyrsta degi þar sem það tekur tíma að byggja upp sjóði.
Líka meikar bréf breska fjármálaeftirlitsins ekki mikinn sens nema ef fyrirkomulagið er svona, það er full tryggingarvernd, annars hlytu þeir að hafa orðað hlutina á þann veg að þeir hefðu greitt yfir lágmarkið (hámarkið samkv. ESB reglugerðinni).
Ég ætlast ekki til þess Marínó að menn gleypi við þessu einn tveir og þrír, allavega gerði ég það ekki, ég var svo bundinn af þeirri hugsun að bretar hefðu treyst á íslenskan tryggingarsjóðinn til að tryggja neytendavernd á sínum eigin markaði.
En gögnin sem Loftur vitnar í eru staðreynd, ekki bjó hann til bréfið frá FSA, og ekki bjó hann til þá reglugerð sem hann vitnar í. Hvað þá að hann hafi samið útskýringarnar.
Þess vegna ætti fólk að gefa þessu tækifæri, að íhuga rök málsins, og viðurkenna að þarna er komin ný vídd í málið.
Eða til vara, að viðurkenna réttmætan vafa.
Því ef ICEsave verður samþykkt á þeim forsendum sem er í dag, þá geta menn gleymt öðrum útgjaldaliðum, til dæmis leiðréttinga á lánum fólks, eða rekstur sjúkrahúsa á landsbyggðinni.
Það er enginn afgangur í annað.
Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 15:38
Sorglegt að fólk taki mark á seríospakkalögfræði Lofts. Ef þetta er svona augljóst, af hverju bentu ekki allar þrjár eða fjórar samninganefndir Íslands á þetta??
Teitur Atlason tætir þetta í sig í bloggpistli í dag, með rökum og staðreyndum:
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2011/4/7/grein-loft-altice-krufin/
Einar Karl, 7.4.2011 kl. 18:24
Blessaður Einar.
Þar sem vaktinni minni líkur um og uppúr miðnætti annað kvöld, þar sem ég er aldrei með áróður á kjörstað (dag)og ég ætla í langgggt bloggfrí eftir ósigur ykkar á laugardaginn, þá get ég alveg játað að ég taldi þig hættulegasta andstæðinginn sem óvant fólk gat fengið inná bloggsíður sínar því þú ert bæði málefnalegur, byggir afstöðu þína á ákveðnum grunnprinsippum og alveg laus við bullið sem hefur eyðilagt svo mikið fyrir ykkur Já mönnum. Til dæmis er sjónarhorn þitt á ríkisábyrgðina, að hún stafi af endurreisn bankakerfisins sú eina vitræna sem ég hef lesið hjá ykkur borgunarsinnum um það mál. Annar flötur, um meintan kostnað þó Nei-ið sigri er yfirleitt rökstudd án öfga. Lagt saman þá hefur þetta áhrif á óákveðna ef sá sem er til varnar þekkir ekki nógu vel til málsins, eða hefur ekki þjálfun í debati.
Vissulega mitt mat, en fólk eins og þú tel ég eina hópinn í Já hópnum sem þarf eða þurfti að hafa áhyggjur af. Og mér fannst áróðurinn sem var skipulagður fyrir þetta þjóðaratkvæði, vera á þessum nótum til að byrja með, og þá var hann stórhættulegur enda við undir lengstum og vendipunkturinn var ekki fyrr en í síðusutu viku. Og þá byrjaði vitleysan frá því í fyrra, hótanir, dómsdagsspár og annað sem fælir frá í stað þess að styrkja vörnina og hefja svo gangsókn.
Sem betur fer mótuðu menn eins og þú ekki brandarasíðuna kennda við Áfram hópinn.
En ég er nú ekki að segja þetta að gamni mínu, hef ekki tíma í djókið fyrr en á laugardaginn þegar þetta er úr mínum höndum. Ég er að benda þér á að ég veit að þú veist að þú átt ekki svör. Vissulega telur þú þetta bull, en þú getur ekki rökstutt af hverju. Þess vegna endar þú á órökum í stað þess að segja til dæmis, málið er fullrætt og við komust ekki lengra með það.
Málið er að fólk les þetta debat okkar og tekur eftir að á móti beinu peisti mínu í staðreyndir, átt þú aðeins frasa, Cherios frasa. Hann getur alveg verið réttur hjá þér, en það eru rök þín sem rökstyðja það, ekki fullyrðing þar um.
Og ég held að þú vitir það mjög vel Einar enda ertu miklu betri í rökstuðningi en frösum, og hefur alltaf verið.
En þú átt víst innslag á mig á öðrum pistli þar sem þú reyndir, og vissulega mun ég svara þér þar, en hér gafstu upp.
Að lokum þetta, Teitur ofurbloggari er einn besti stuðningsmaður okkar Nei sinna og hefur snúið mörgum í okkar raðir með skrifum sínum. Hann er ekki maður í að tæta eitt eða neitt í sig, ég myndi ekki einu sinni nenna að eyða orðum á hann ef mér væri málið skylt.
Þess vegna skil ég ekki að þú skulir lenda í því að bendla þig við hann, það er gjaldfelling fyrir þig en stöðuhækkun fyrir hann. Ég hélt að svona tilvísanir væri deildin hans Magnúsar Helga, en léleg dómgreind hans á efni er líka góður liðsmaður okkar Nei fólks.
Hefur þú aldrei spáð í það Einar, af hverju þið hafið tapað þremur orrustum í röð, þrátt fyrir að hafa lykilfjölmiðla með ykkur og meginhluta akademíunnar????
Ég skal alveg segja þér svarið, það er vegna skelfilegs taktleysis, að hafa engan sens hvað gengur og hvað ekki. Og þá er ég ekki að tala persónulega um þig, vísa í fyrstu orð mín um að menn eins og þú voru okkar hættulegustu óvinir.
En í netheimum voru menn eins og nafni minn Kristjánsson og Magnús Helgi okkar bestu vinir og meðal bloggara standur Teitur McQuin upp úr.
En aftur að efni dagsins, þú plataðir mig til að kíkja á Teit og það var illa gert að eyða tíma mínum í það áðan því ég var með skyldur og fékk skammir í hattinn. Grein Lofts var ekki um þetta sem ég er að segja, ég er meira að segja höfundur af þeim vinkli sem gaf upplýsingum Lofts vægi og kom þeim í umræðuna. Teitur var að fjalla um Margréti og gerði það af hógværð sem fór honum ekki vel, ég hefði hjólað beint i hana á allt annan hátt. Á beinagrindina til en hef ekki fundið nógu góða frétt til að tengja við.
En um réttmætan vafa var Loftur ekki að fjalla líkt og ég gerði í pistli mínum um sprengjur og skírteini.
Og ég var ekki svo einn um að ná þessum pistlum á flug, þar voruð þið Lúðvík betri en enginn að leyfa mér að kynna forsendur mínar og samhengið í rökfærslunni. Ef þú kíkir á spjall okkar Lúðvíks á sprengjupistlinum þá sérðu játningu mína að það þurfti að lemja þetta inn í hausinn á mér áður en ég náði hugljómuninni og treysti mér í orrahríð um hana. Það er því ekki skrítið að Nei fólk almennt hafi ekki stokkið til þó gufustrók leggi upp af þéttbýli landsins í dag, Ip tölur á þessar greinar eru núna komnar í 3.400.
Og þið Lúðvík eigið drjúgan þátt í því vegna þess að menn eins og ég þrífast illa í lognmollu og ég missi yfirleitt áhuga á efni ef ég er eingöngu að tala við sjálfan mig.
Þannig að ég taldi rétt nota þessa eyðu núna í að þakka þér fyrir þinn þátt í að koma þessu á flug.
En aftur að efninu, það er þetta með þessar samninganefndir, þarna er ég sammála þér, hvað voru þær að hugsa??? Allavega ekki um hagsmuni Íslands, það eitt er víst.
Og Ingibjörg Sólrún hefði aldrei látið þessi hrakvinnubrögð líðast.
Þannig er nú það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 20:40
Ómar minn,
takk fyrir þessar skylmingslotur. Sjáum hvað setur á laugardag. Við eigum víst bara hvor sitt atkvæðið. Ég er upptekinn allan morgundaginn, fæ gesti heim annað kvöld, svo þú færð frið frá mér í bili!
Bestu kveðjur austur héðan úr höfuðborginni,
Einar Karl, 7.4.2011 kl. 22:00
Blessaður Einar, ég hef sjálfsagt nóg að snúast líka, þetta er stærsti vindmylluslagur sem ég hef tekið að mér. Og sem betur fer fékk ég foreldra mína úr Reykjavíkinni i dag svo drengirnir mínir sem eru með flensu, fá einhvern félagsskap, hef ekki verið félegur undanfarna daga, hlaupandi i og úr tölvunni.
En vissulega höfum við aðeins eitt atkvæði en við höfum, og í okkar tilviki, höfðum líka mátt orðanna, og þau hafa tekist á, það er eðli umræðunnar ef hún á að þróast af einhverju viti, að það sé tekist á um sjónarmið og mismunandi áherslur.
Og ég hef verið heppinn í dag með það þó mikill tími hafi farið í það en samt mun skemmtilegra en að reyna endalaust að finna útgangspunkt að blogga út frá. Færslulistinn sagði mér að ég væri með 1936 bloggfærslur frá því ég byrjaði, og allflestar komið rúmlega síðasta árið. Og athugasemdirnar eru óteljandi, því ég er sjaldan orðmagur.
Hvernig sem fer þá er það guðs blessun að losna við ICEsave, allavega finnst mér það.
Bestu kveðjur í borgina.
Ómar.
Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 22:52
Þú hefur staðið þig vel í baráttunni Ómar, takk fyrir það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 23:21
Og að lokum þá vil ég þakka ykkur hinum sem voru ekki að herja á mig, fyrir innlitið.
Það er líka alltaf gott að vita að það er samhljómur í gangi við gott fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.