Fólk segir Nei..

 

Nei við þrældómi og smán.

Nei við lygum og blekkingum.

Nei við fjárkúgun og þjófnaði.

 

Og ekki hvað síst, Nei gegn þeirri skoðun höfðingjanna að þeir megi ráðstafa skattpeningum okkar að vild, í eigin sérhagsmuni eða sérhagsmuni vina þeirra.

Fólk segir Nei við kostun auðmanna á stjórnmálamönnum og hagsmunaöflun.

Fólk segir að auðmenn geti átt sínar skuldir sjálfir.

 

En það er ótrúlegt að það skuli finnast 2.800 hræður sem segja Já við öllu hér að ofan.

Hvað fór úrskeiðis í uppeldi þeirra að þekkja ekki muninn á réttu og röngu???

 

Veit ekki, efa að það viti það sjálft.

Kveðja að austan.


mbl.is Yfir 10 þúsund líkar við Nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Ómar - Þessar 2800 "hræður" er það ekki gervi elítan - kúlurnar - vafningarnir og útrásin - þetta lið hefur kosningarétt og berst fyrir sinni velsæld.

Benedikta E, 7.4.2011 kl. 10:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Benedikta, vissulega er mikið að skrýtnu liði þarna sem er fyrirmunað að skammast sín, gegnst ekki við sinni ábyrgð á Hruninu, og kennir ICEsave um þekkar afleiðingar þess, en ekki Hruninu sjálfu.  Og vissulega er þarna lið sem laug í fyrra sama hlutnum og núna.

En samt, það útskýrir aðeins hlutann af hræðunum.

Þarna inná milli sér maður gjörvulegar stúlkur sem maður gæti alveg hugsað sér að fá sem tengdadætur ef strákarnir væru á þeim aldri, og líka gjörvulegir piltar sem maður gæti fengið sem tengdasyni ef hlutirnir væru þannig æxlaðir.

Og þetta gjörvulega unga fólk segir Já, framtíðarinnar vegna, það finnst mér skrýtið.

Svo sé ég líka reffilegar ömmur sem hvað barn sem er vildi eiga fyrir ömmu, og þær segja Já barnabarna sinna vegna.

Og þá er ég alveg mát.

Hættur að skilja og samdi þennan pistil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 10:51

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæl verið þið ! Benedikta ! það eru ekki alveg allir 2800 þarna tilheyrandi elítunni, undirritaður skráði sig þarna til að geta sett inn smáglósur og tókst til og með fyrir rest að setja inn link á innlegg Ómars um "Skírteini FSA No.207250" og hvatti fólk til lesa hann og kommenta á hann hjá Ómari, gerði sama á NEI síðunni og minni eigin FB síðu.

Eitthvað hef ég pirrað einhverja þarna hjá "Áfram", var beðinn um að "pilla" mig og skrifa annarsstaðar og láta þau í friði með sína "Áfram" síðu, en sá/sú eða þau sem andsvara fyrir sjálfa síðuna, hafa verið kurteis og óskað mig velkominn og svarað kurteislega, en ekki að sama skapi alltaf tengt málinu, enda er mikið "Hallelúja" þarna, fallegir frasar og gömul gullkorn, algerlega án annarrar tengingar við málið, nema vera á þessari síðu.

En svo er líka að finna ótrúlegar skoðanir og fullyrðingar hjá nokkrum á NEI síðunni, flestir eru þó með báðar lappir á jörðinni og "fattarann" á.

Hafandi sagt það þá sé að fleira NEI fólk hefur gert það sama og ég, skráð sig hjá "Áfram"  og er að kommenta/andsvara þar, hef enn ekki séð einn einasta "JÁ" aðila kommenta á "NEI" síðunni ennþá, en getur samt verið að einhverjir séu skráðir þar, en í báðum tilfellum er þetta líklega lítill hópur "Crossovers" svo munurinn 10.000 + og 2800  er vel marktækur.

Ómar ! það er óhugnanlegt (eða ekki eiginlega) að sjá hve sannspár þú ert búinn að vera varðandi "áróðursmaskínuna" sem myndi fara af stað á endasprettinum, og hvaða öfl myndu standa að baki, í ljósi þess eru hlutföllin á FB síðunum og nýjustu skoðanakönnunum ekkert minna en glæsileg staðfesting á því að grasrótin er langt frá því að vera áhrifalaus.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 7.4.2011 kl. 12:17

4 Smámynd: Benedikta E

Valdið er hjá fólkinu gleymum ekki því - ég er búin að kjósa ég segi - NEI gegn  allri Icesave III ánauð - mér þykir vænt um börnin mín og barnabörnin - mér þykir vænt um þjóð mína ég vil þeim ekki þau grimmu örlög sem samþykkt á opnu skuldabréfi á ríkissjóð gæti orðið - sem enginn veit hvað mörg hundruð  milljarða það skuldabréf gæti orðið  árið 2046 -

Koseningarnar snúast um synjun eða samþykkt á opnu skuldabréfi á ríkissjóð slíkur gjörningur er löglaus fjárkúgun og brýtur gegn stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. - NEI - við Icesave III - Sameinuð stöndum vér !

Benedikta E, 7.4.2011 kl. 12:58

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Það er nú bara vegna þess að ég kann taktíkina, og í þvi felst að átta sig á ferlinu, setja fram tilgátu, og fylgjast svo með hvernig hún rímar við atburðarrásina, aðlaga svo hana fljótt að frávikum.  En yfirleitt svona opinberlega þá er ég líka alltaf að stríða, ég set hlutina yfirleitt upp á verri veginn fyrir þann sem ég herja á.  Ef satt best að segja þá trúði ég aldrei sjálfum mér, því ég hélt að þeir væru ekki svona vitlausir, fannst önnur taktík betri, orðaði hana þegar ég þakkaði Einari fyrir daginn.

Í alvöru talað Kristján, það má aldrei taka algjörlega mark á mér í þessum pistlum mínum, þeir lúta lögmálum stríðsins, en tjá ekki endilega mínar hugsanir.  Ég er nú víðsýnni en halda mætti miðað við hrokann og djöfulganginn þegar ég þykist vera viss í minni sök.

Innslögin ná mér betur, það er þegar ég er hvorki að hrekkja eða stríða.  

En þeir hafa tekið sig á hjá Áfram hópnum, eru orðnir umburðarlyndari en páfinn.  En þöggun er alltaf röng taktík, þá getur þú ekki brugðist við umræðunni.  

Ég held til dæmis að þetta bréf frá FSA sé komið það víða að það sé farið að hafa áhrif, og þá okkur í hag.  Og of seint að ráðast gegn því núna, það munu svo fáir lesa þá gagnrýni, aðeins almestu áhugamenn um ICEsave kynna sér hvað er verið að spjalla á lið númer 80 og eitthvað, og þeir sem það gera þurfa ekki endilega að vera ósammála mér.

Enda er ég kominn í pásu, er eiginlega að pikka þetta inn til að ná mér niður því ég ætla ekki gera neitt annað á morgun en að láta illum látum, kannski semja einn pistil í viðbót, til að láta hann standa á laugardaginn fyrir þá sem koma þá inn.  

En annars verður það bara kjafturinn og stríðnin sem stjórna á morgun.  Ekki svona streð eins og í dag.

En svona vinna eins og þú ert í,  hún er líka ákaflega mikilvæg, að kynna umræðuna og sýna mönnum fram á að það séu tvær hliðar á öllum málum, ekki bara einhliða áróður.

Bið að heilsa út til Norge og góða nótt Kristján.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 02:59

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Benedikta, mega orð þín fara sem víðast.

Þið mæðurnar og ömmurnar eruð bjargið í andstöðunni, og hvatning fyrir mann að standa í þessu.

Og vonandi munið þið uppskera betra samfélag en samfélag AGS og þeirra skjólstæðinga.

Nei, er aðeins upphafið að lokaorrustunni, að losna við þá sem taka fjármagn fram yfir fólk.

Og fá fólk í staðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 1412719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1773
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband