3.4.2011 | 11:32
Björgólfsfeðgar eru ekki skúrkar málsins.
Vissulega eru þeir skúrkar, en ekki skúrkar ICEsave málsins.
Um ICEsave gilda lög, bresk lög um innstæðutryggingar og íslensk lög um gjaldþrot.
Við skulum gera okkur grein fyrir því að Landsbanki Íslands var með aukatryggingu í Bretlandi sem tryggði viðskipavinum Landsbankans þar fulla tryggingarvernd. Tryggingin var kölluð aukatrygging því aðaltrygging Landsbankans var á Íslandi, hjá íslenska tryggingasjóðnum, og hún var kölluð aukatrygging því Landsbankinn fékk afslátt af tryggingaiðgjaldinu sökum þess að hann var tvítryggður.
Sá afsláttur var greiddur af öðrum fjármálastofnunum í sama flokki og Landsbankinn en viðskiptavinir hans urðu ekki varir við muninn, þeir voru að fullir tryggðir sbr. þessi yfirlýsing úr bréfi breska tryggingasjóðsins ""We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maxium limists, irrespective of the size of the levy paid to them"."
Miðað við lög og staðreyndir málsins, þá er ekkert til sem heitir ICEsave mál. Bresku innlánsþegarnir nutu fullrar tryggingaverndar heima fyrir og þurftu því aldrei að snúa sér til íslenska tryggingasjóðsins enda réði hann ekki við svo mikið tjón, ekki frekar en allir aðrir tryggingasjóðir Evrópska efnahagssvæðisins. Breski tryggingasjóðurinn átti svo kröfu í þrotabú Landsbankans samkvæmt íslensku gjaldþrotalögum og naut þar forgangs innstæðna samkvæmt íslensku neyðarlögunum. Og það sem uppá vantar að þrotabúið eigi fyrir kröfunum virðist vera fundið.
Hver er þá skúrkur málsins?????
Landsbankinn var með skyldutryggingu og því átti enginn að tapa á falli hans nema ofurríku innstæðueigendur en þeir nutu íslensku neyðarlaganna sem var leið íslenskra stjórnvalda til að axla ábyrgð á ICEsave reikningunum. Og Björgólfur mun örugglega endurgreiða þessa smápeninga sem hann fékk óvart að láni, enda búinn að ávaxta þá.
Samt er skúrkur í málinu???
Förum þá aðeins aftur í tímann. Og skoðum viðskiptasögu Björgólfs í Rússlandi. Sú saga er á kreiki að mafíutengsl hafi útskýrt skjótan fram hans og eins og venjulega hugsa menn ekki nema hálfa söguna. Mafíutengsl eru ekki nóg, það þarf líka að fóðra stjórnmálamenn, og þar dugar ekki að gefa þeim í nös eins og hægt er að gera til að tryggja tryggð íslenskra rithöfunda við fjárkúgun þjóðar sinnar.
Björgólfur sýndi greinilega gífurlega herkænsku í Rússlandi og virðist hafa náð tengslum við alla þá sem máli skiptir.
Komum þá aftur heim með þeim feðgum. Augljóst var frá upphafi að tengsl þeirra inn í Sjálfstæðisflokkinn voru sterk, og ætti enginn að rífast um það í dag. Þess vegna hefur ICEsave verið klínt á Sjálfstæðisflokkinn og ekki með réttu, því ítök Björgólfs voru miklu víðtækari.
Maðurinn var búinn að sanna afburða stöðumat með því að lifa af Rússlandsdvölina. Af hverju hefði hann, maðurinn sem ætlaði að eignast Ísland, látið tengsl við Sjálfstæðisflokkinn duga?????
Og eftir Hrun þá hafa tengsl hann inní Samfylkinguna opinberast. Ríkisstjórnin semur við hann um viðskipti eins og ekkert hafi gerst, og þjónar hans eru áhrifamenn innan Samfylkingarinnar, og í íslensku viðskiptalífi. Hver skyldi bakka þessa stráka upp sem alltí einu kalla sig fjárfesta, halda menn að Magnús Ármann hafi verð eini töskuberinn í alheiminum????
Ítök Björgólfs sönnuðust svo í nýjasta ICEsave samningnum, þar breyttist þrennt; lægri vextir, byrjað að greiða strax, og rannsókn á köngulóarvef Björgólfs stöðvuð. Fyrstu tveir liðirnir skiljanlegir, en að rándýr samninganefnd skuli hafa lagt megináhersluna á það þriðja, það segir allt um hver stýrir þessari ríkisstjórn.
Og ef enginn skyldi ekki vita það, þá er það ekki Jóhanna Sigurðardóttir. Og jú það er ekki Steingrímur Joð, hann skúrar og tekur til.
Af hverju þá ICEsave????
ICEsave dróst inní fall bresku bankanna, og á þeim örlagaríku mínútum sem bresk stjórnvöld höfðu til að hindra fall þeirra, þá var gripið til fyrirfram gerðar áætlunar um að setja hryðjuverkalög á íslensku bankanna. Af hverju sú áætlun hafði verið gerð með fyrirvara (Sigrún Davíðsdóttir hefur upplýst um þetta) veit ég ekki, bretar eru sjóaðir i hernaðartaktík eftir margra alda átök við nágranna sína og því vanir að vera viðbúnir óvæntum aðstæðum. Og þeir vissu örugglega að bankar sínar voru að falla.
Hvers vegna halda menn að bresk stjórnvöld hafi bara talað um Ísland og íslensk stjórnvöld þessa örlagaríku daga???? Jú, þau náðu að beina athyglinni annað en að sinni eigin katastrófu og gátu því bjargað sínum bönkum án þess að til áhlaups kæmi.
Bresk stjórnvöld vissu samt að aðgerð þeirra var kolólögleg, bæði hryðjuverkaárás þeirra sem og að krefja íslensk stjórnvöld um tryggingar sem voru lögbundnar. Vopnið gat því snúist í höndunum á þeim. Og breskir stjórnmálamenn eru ekki fæddir í gær í refsskák, hún byrjar þegar þeir fara 5 ára gamlir að heiman til að pissa undir á heimavistarskólum forréttindastéttarinnar.
Og þar kom Björgólfur Thor inn í dæmið.
Um hvað var samið veit ég ekki, ég var ekki á svæðinu. En ég veit að málefni hans hafa ekki verið rannsökuð í Bretlandi, rannsókn var meira að segja stöðvuð á seinni stigum. Og ég veit að hann klifrar hratt eins og vanur klettaklifrari upp breska auðmannalistann.
Samt féll önnur megin stöð valda hans og auðæfa, og hin var yfirtekin af þýskum bönkum.
Svona nokkuð gerist ekki að sjálfu sér, ítök eru tryggð, um afskiptaleysi er samið.
Framlag Björgólfs er augljóst. Hann tryggði breskum stjórnvöldum stuðning íslenskra stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna við hryðjuverkaárás þeirra, íslensk stjórnvöld hafa leitast við að sinna breskum hagsmunum, þau hafa leitast við að koma ICEsave skuldinni, sem var aldrei skuld, á þjóðina, og þau hafa algjörlega hundsað að sinna vörnum, að verjast með vopnum laga og reglna.
Því bæði hryðjuverkaárásin og ICEsave fjárkúgunin er kolólögleg samkvæmt breskum lögum, og það eina sem þarf að gera er að kæra, og djeilið yrði að lokum heimkynni þeirra Brown og Darlings, auk ríflegra skaðbóta sem kæmu í íslenskar fjárhirslur.
Það gilda lög í Bretlandi. Þess vegna varð að hindra að til þeirra var gripið.
Sú margfalda vanhæfni og aumingjaskapur sem íslensk stjórnvöld hafa sýnt, alveg frá upphafi hryðjuverkaárásar breta, ásamt hinum algjöra stuðningi vinstriflokkanna við málstað breskra stjórnvalda í ICEsave deilunni, á sér engar náttúrulegar skýringar nema eina.
Þarna er keypt fólk á ferð.
Eða réttara sagt, keypt fólk hannar atburðarrásina þó flestir sem dansa með séu aðeins hreinræktuð fool svo ég sé kurteis í orðalagi.
Það er engin önnur skýring á því að íslensk stjórnvöld hafa ekki sagt satt orð í deilunni frá upphafi, þau hafa alltaf hundsað rök Íslands, aldrei lyft litla fingri til að kynna málstað þjóðarinnar og alltaf passað sig á að leita aðeins til handlangara breta eða Brusselvaldsins þegar þau hafa leitað ráðgjafar.
Og hafi einhver efast, þá þarf ekki annað en að skoða starfsemi Áfram hópsins sem með fullar hendur fjár, útbreiða lygum og blekkingum um núverandi samning. Blekkingaráróðurinn er svo markviss, þar sem sömu lygasíbiljurnar koma fyrir aftur og aftur, að hann er hannaður fyrir stórfé.
Og auglýsingarnar borga sig ekki sjálfar.
Hver er þá skúrkur málsins????
Það læt ég lesendur um að svara, þeim sama hafa haft nennu til að setja sig inn í rökfærslu mína.
Svarið er ekki augljóst.
Eru það þeir sem létu kaupa sig til illra verka????
Eru það trúgjörnu bjánarnir sem dansa með???
Eru það þeir sem trúa fólkinu sem þegar er búið að ræna okkur einu sinni, og eru langt komnir með að skipuleggja annað rán??? Það er Já fólkið þann níunda.
Þessu verður hver að svara fyrir sig.
Mitt svar er ekkert að þessu. Skúrkur eins og Björgólfur, er bara skúrkur. Þeir sem þiggja mútur hafa einfaldlega fengið slæmt uppeldi, ekki umgengist ömmur sínar nægilega vel til að þekkja muninn á réttu og röngu. Trúgjörn fífl, eru bara trúgjörn fífl, og hafa fullan rétt til þess.
Svar mitt sá ég svo glöggt í gær þegar ég skoðaði feisið hjá Áfram hópi Björgólfs, og Kjosa.is sem er vefurinn okkar ásamt Advice vefnum.
Það voru 600 og eitthvað likes á vef fólksins, 2500 og eitthvað hjá hópi Björgólfs.
Það segir allt sem segja þarf, auðmaður getur aldrei fíflað þjóð nema þar sem fólk metur nennu sína, og þá réttara sagt nennuleysi sitt meira en líf sitt og framtíð barna sinna.
Þjóðin er skúrkur málsins.
Það fíflar enginn þjóð sem ver hendur sínar.
En það er auðvelt að fífla þjóð sem nennir ekki að verja sig, lætur örfáa einstaklinga sjá um baráttuna gegn auðmanninum og ægivald hans á fjölmiðlum, og lyftir ekki litla fingri þeim til stuðnings.
Slík þjóð er þjóð án framtíðar.
Og finnst ofsalega auðvelt að kenna öðrum um, hvort sem það er ríkisstjórn Björgólfs Thor, eða Björgólfur sjálfur.
Þess vegna er svona komið fyrir okkur.
Kveðja að austan.
32 milljarða millfærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð sending að austan!
Ómar Bjarki Smárason, 3.4.2011 kl. 17:51
Takk nafni, bætti annarri syrpu um leiksýningu Björgólfs, núna rétt áðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.