Samdrátturinn er hafinn að fullum þungum.

 

Þjóð sem notar tekjur sínar í fjármagn, ekki fólk, er þjóð sem lepur dauðann úr skel.

Til að mæta samdrætti, þá hækkar ICESave rukkarinn skattana, og magnar þar upp samdráttinn, því það er ekki bara að hlutirnir verða dýrari, fólk leitar með peninga sína annað þar sem það fær eitthvað fyrir þá.

Til dæmis svart, eða finnur sér eitthvað sem ICEskattmann hefur ekki ennþá náð að læsa klóm sínum í.  En hann kemur alltaf, um leið og hann finnur peningalyktina.

Afleiðingin er ennþá meiri ICEsamdráttur, stöðnun og afturför.

 

ICEmanni er alveg sama, hans draumur er jöfnuður allra í örbirgð.  Sú tilraun mistókst í Austur Evrópu, en lærisveinar bóndans í Kreml finna sér aðeins ný fórnarlömb.

Þess vegna grípa þeir gæsina þegar hún gefst, hvort sem það er þjónusta við blóðsugur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða handrukkara Evrópusambandsins.  

Jöfnuðurinn er þeirra markmið, og fyrir hann er öllu fórnandi.

 

Fyrir okkur sem er ætlað þessi jöfnuður í örbirgð, er aðeins eitt ráð.

Segjum Nei þann níunda.

Nei við að lepja dauðann úr skel. Nei við þjóðfélag hafta og hinna ofurríku.  Nei við draumsýn kommúnista um örbirgð öreiganna.

 

Við segjum Nei við ICEsave.

Kveðja að austan.


mbl.is Sögulegur samdráttur í akstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt.

NiceMan (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 11:02

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ætli icesave3JÁ-maðurinn haldi að erlendir fjárfestar bíði í röðum til að lána honum fyrir bensíni á bílinn eftir 9. apríl?

Magnús Sigurðsson, 2.4.2011 kl. 11:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Maður veit ekki, það er svo erfitt að útskýra hið óskiljanlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2011 kl. 11:48

4 identicon

Það má eiginlega segja það Magnús ,sumir ganga með dollaramerki i augunum !.Þann dag sem Icesave verði fellt  ..... þá sko  !!!!!!!!!!!!!!!! geti allir seð munin á hvitu og svörtu !! ....Ja eg er algjörlega sammál þvi að það munum við sjá !.... þess vegna verður stórt NEI frá mer

Ransý (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 12:57

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nákvæmlega

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.4.2011 kl. 21:49

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðar stöllur.

Þjóðin segir Nei, eina óvissan er hvað höfðingjarnir hafa náð að kaupa sér marga þræla sem mega kjósa.  

Höfðingjarnir og leppar þeirra eru um 2% þannig að þeir mega vera ríkir ef þeir ætla að vinna, og svo þarf líka nóg framboð af fólki sem vill þræla fyrir þá.

Hef ekki trú á því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband