31.3.2011 | 15:27
Loksins tekur einhver undir með Jón Ásgeir.
Maður er ekki gjaldþrota þó maður getur ekki greitt af lánum sínum. Ekki ef tekjuflæðið er gott.
Þetta er bara allt einn stór misskilningur.
Það þarf bara að endurfjármagna lánin.
Hvað á að segja um svona málflutning???
Það að Jón Ásgeir var misskilinn hefur hefur valdið íslenskum almenning ómældum erfiðleikum, eignamissi, atvinnuleysi, gífurlegri tekjuskerðingu. Og ekki hvað síst, misskilningur hans, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar, var afsökun auðstéttarinnar að festa þjóð sína í skuldagildru AGS.
Misskilningur lánardrottna er sama eðlis, þeir neita að endurfjármagna, vilja cash. Og þeir hafa vald til að gjaldfella öll lán ef til vanskila kemur. Aðeins inngrip eigandans, Reykjavíkurborgar bjargaði fyrirtækinu.
Samt er tekjuflæðið flott segir Hanna Birna.
Ef hún hefði ráðið þá hefði ekkert verið gert, aðeins framkvæmt meira, og styrk stjórn hennar hefði kveðið niður allan misskilning.
Og Reykvíkingar ættu ekki Orkuveituna í dag, ekki frekar en að Jóhannes í Bónus á ekki Bónus í dag.
Allt vegna misskilnings.
Kveðja að austan.
Ábyrgðarleysi að tala um gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 571
- Sl. sólarhring: 640
- Sl. viku: 6302
- Frá upphafi: 1399470
Annað
- Innlit í dag: 487
- Innlit sl. viku: 5342
- Gestir í dag: 447
- IP-tölur í dag: 440
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.