Afsögn gjaldþrota liðsins er eina kjarbótin.

 

Það er ekki bara að þetta fólk valdi ekki starfi sínu, það skilur ekki að vandinn sem við er að glíma, eru þau sjálf.

Ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, ASÍ.

 

Förum aftur til ágúst 2008.  Þá skrifaði Jón Ásgeir Jóhannesson grein í Morgunblaðið þar sem hann bar til baka þær gróusögur að veldi hans væri gjaldþrota.  Hann sagði frá miklum hagnaði, að einhver EBITA tala væri í hæðstu hæðum, og að veldi hans hefði handbært fé til fjárfestinga, ekki að það væri í fjárþröng. 

En staðreyndin var sú að hann var gjaldþrota, daginn sem fyrirtæki hans fengu ekki endurfjármögnun.  Vegna þess að veldi hans var byggt á lánsfé.

 

Sömu forsendur lágu að baki bankhrunsins, það var byggt á lánsfé, féll um leið og endurfjármögnun var neitað.  Samt var talað um mikinn hagnað, og traustan eiginfjárgrunn.

Einhver hefði haldið að þjóðin hefði lært af Hruninu, að hún myndi endurskipuleggja rekstur sinn og leggja ekki allt undir, og eiga þar með ekki borð fyrir báru ef eitthvað kæmi óvænt uppá.  Til dæmis að fá neitun um endurfjármögnun.

 

En það var ekki, Hrunöflin, bæði innan stjórnmálaflokkanna, en sérstaklega innan raða atvinnulífsins, sló lán hjá AGS þó að enginn hefði neitt við það að gera.  Það var meira að segja sagt að það ætti ekki að nota lánið, það væri bara svo eitthvað trúverðugt að skulda það.  Þetta AGS lán er til skamms tíma, og ef það er notað, þá er ljóst að Nei við endurfjármögnun bindur endi á sjálfstæði þessarar þjóðar.  Og kostnaðurinn við það nemur öllum þeim peningum sem við erum að skera niður í skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og víðar þar sem almannaþjónusta er fjársvelt.

Og Hrunöflin sömdu við breta að greiða þeim lögbundin útgjöld breska tryggingasjóðsins vegna útibúa Landsbankans í Bretlandi.  Það þarf ekki að taka það fram að Landsbankinn var með fulla tryggingu þar í landi að kröfu breska fjármálaeftirlitsins.

Rökin fyrir þessum útgjöldum voru þau að annars yrði ekki endurreisn, við fengjum ekki lánsfé til virkjunarframkvæmda. Lánsfé til virkjunarframkvæmda, það átti að framkvæma fyrir um 500 milljarða skilst manni.

Fyrstu tveir ICESave samningarnir lágu á bilinu 500-1000 milljarðar og rökin voru þau að hagvöxtur virkjunarframkvæmdanna átti að borga hann.

 

Og áhættan, hún var eiginlega engin, vissulega voru og eru ákvæði í ICEsave samningnum að lendi íslenska ríkið, eða undirfyrirtæki þess í vanskilum, þó það sé ekki nema með eina afborgun, eða þurfi að endurfjármagna lán sín, þá er bretum heimilt að gjaldfella þessa ríkisábyrgð.

Samt var áhættan lítil sem engin.

Og þó orkufyrirtækin skulduðu mikið vegna mikilla framkvæmda áranna á undan, þá var mikill hagnaður, einhver EBITA tala meðal stjarnanna í hæð sinni og nægt framkvæmdarfé innan seilingar, aðeins ef við fengjum meiri lán.

 

Er einhver farinn að sjá samhengið við Jón Ásgeir??? Hjá honum var alltí lagi, aðeins ef hann fengi meiri lán.  Þess vegna vildi hann fá allan gjaldeyrisforða Seðlabankans, því honum vantaði lán, meiri lán.

 

Eigum við að rifja upp umræðuna sumarið og haustið 2010, þá voru brigður bornar á fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu  Suðurnesja, og Landsvirkjunar. 

Þá skrifuðu menn greinar þar sem öllum hrakspám var vísað til föðurhúsa nöldurseggja sem eru á móti öllum framförum, sérstaklega þeim sem eru fjármagnaðar með lánsfé.  Miklar tekjur, sterkur eiginfjárgrunnur, aðeins smá spurning með endurfjármögnun.

 

Og hvað var svo sagt í gær????

Reykjavíkurborg greind frá neyðaraðgerðum til að forða Orkuveitu Reykjavíkur frá gjaldþroti.  

Hún stóð þó betur en hitaveitan suður með sjó, og þar er eigandi sem á ekki bót fyrir rassgatið á sér, hann mun ekki geta bakkað upp  fyrirtæki sitt.

 

Eftir stendur Landsvirkjun???  Hver er staða hennar???

Nær hún að endurfjármagna sig???  Það má guð vita, allt ferlið er það sama og í bankahruninu, orðræðan öll eins, og það er alveg ljóst að valdið er í höndum lánardrottna fyrirtækisins, ekki í höndum íslenskra stjórnvalda.

Allavega er ljóst að fyrirtæki sem er uppi á náðina komið, að það stendur ekki í stórræðum, það rífur ekki landið upp úr hjólförum sjálfskipaðar kreppu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samstarfi við Hrunöflin. 

 

Hvað stendur þá eftir í stefnu ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins?????

Ætlum við að trúa þeim, samþykkja ICEsave, sækja um lán og virkja???

Treysta síðan á lukkuna og endurfjármögnun??????

Eða höfum við eitthvað lært???

Og grípa inn í fyrir hendur þessa veruleikafirrta liðs, og senda þau öll með tölu á elliheimili.

 

Vegna þess að eftir gjaldþrot Orkuveitu Reykjavíkur þá er endanlega ljóst að allt sem gamla valdaklíkan kom nálægt, er gjaldþrota.

Bankarnir, stærstu fyrirtæki landsins með örfáum undantekningum, helstu verktakafyrirtækin sem komu nálægt stóriðjuframkvæmdunum, orkufyrirtækin.

Að ekki sé minnst á almenning vegna verð og gengistryggingarinnar.

Og ríkissjóður mun falla um leið og AGS/ICEsave kemur til greiðslu.

 

Í dag er einn aðili sem ræður landinu, og það er sá sem endurfjármagnar, hann setur öll skilyrðin.

Við breytum ekki fortíðinni, en það þar tafarlaust að hverfa að braut forheimsku og veruleikafirringar.  

Það er forheimska að halda að það sé hægt að endurreisa efnahagslífið með almenning og fyrirtæki hans í skuldafangelsi.  

Það er veruleikafirring að neita að horfast í augun á staðreyndum, að afneita afleiðingum gjörða sinna.  

 

Eina kjarabót íslensku þjóðarinnar er að losna við þetta lið.

Sem fyrst.

 

Við segjum Nei við ICEsave, það er fyrsta skrefið.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Leggja lokahönd á tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ekki má veiða þorskinn sem gónir á okkur hina uppi á landi. Ekki þarf lánsfé til að virkja hann. En heimildin til að veiða hann skal í hendur sægreifanna að pranga með. Það er krafa Samtaka atvinnulífsins!

Jón Kristjánsson, 30.3.2011 kl. 14:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það þarf ekki lánsfé til þess, en veiðar á honum gæti auðveldað þjóðarbúinu að greiða niður lán sín, í stað þess að pissa í skóinn eins og stjórnvöld ætla með stóriðjustefnu sinni, að taka lán, nota veltugjöld af framkvæmdunum til að borga fyrir IcEsave og AGS, og síðan hvað, þegar þessar 2-3 virkjanir eru búnar?????

Það  er ákaflega einfalt að endurræsa efnahaginn og byggja upp öflugt mannlíf.

Það þarf að endurskipuleggja skuldir heimilanna eftir leiðum sanngirnis og réttlætisVið hö og síðan að marka þá opinberu stefnu að næstu 3 árin eða svo, þá verði enginn borinn út, hvernig sem fjárhagur hans er.  Samsvarandi þarf að gera rekstrarhæfum fyrirtækjum, endurskipuleggja og afskrifa skuldir sem féllu til vegna Hrunverðtryggingarinnar eða gengisfalls krónunnar.  Það er búið að semja um þessar afskriftir en það á eftir að koma þeim út þjóðfélagið.

Með þessu skapast grunnur og friður, og almenningur fer að hugsa um hvernig hann getur bjargað sér.  Og það er þrennt sem er hægt að gera sem kostar ekki lánsfé.

1. Lækka álögur á ferðaiðnaðinn, og hliðartengdum þáttum, brennivíni og bensíni (áfengi og eldsneyti) og afnema regluverkið sem bannar fólki að framleiða mat og selja hann hverjum sem vill kaupa. Við höfum hér allt til að hafa ekki síðra mannlíf en í Miðjarðarhafslöndunum, munurinn liggur í skjólfatnaðinum versus stuttbuxur.

2. Selja græna iðnaðinum orkuna á áltaxta, þetta er stórnotandi með þegar þekkt dreifkerfi, magnaukningin vegur upp afsláttinn.

3. Gefa handfæraveiðar frjálsar, þó allir heimsins krókar séu fluttir til landsins, þá hefur það engin áhrif á vöxt og viðgang fiska, umhverfisþættir eru þar ráðandi breyta.  Þó má útfæra þetta útfrá tonnafjölda og binda leyfið við þegar þekktar fjárfestingar.

Með leiðum 2 og 3 á að setja skilyrði um að visst magn afurða sé sett á innlandsmarkað, og á verðum sem fólk ræður við.  Ákaflega auðvelt að útfæra þó ég geri það ekki hér.  

Og þegar fólk á mat, og þak yfir höfuð, þá mega stormar geysa í alþjóðlegum efnahagsmálum, við munum alltaf bjarga okkur.  Og við getum látið næstu stóriðju snúast um að framleiða okkar eigið eldsneyti, hvort sem það er rafmagn, vetni, metan að annað sem hugvitið getur þróað.

Þetta er ekki flókið, það þarf aðeins að losa um tök gjaldþrota liðsins á þjóðlífinu.

Og treysta á mátt fólks, ekki fjárbraskara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2011 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 72
  • Sl. sólarhring: 639
  • Sl. viku: 3853
  • Frá upphafi: 1330029

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 3334
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband