Lagt á ráðin um ICEsave og stóriðju???

 

Sérstakur áhugahópur um  að þjóðin greiði bretum ICEsave fjárkúgunina með þeim rökum að það sé forsenda þess að hægt sé að fá lán til að virkja handa álfurstum, hittist í stjórnarráðinu í dag.

Yfirskin fundarins er sögð kjarasamningar, en það er aðeins eitt mál á dagskrá, hvernig á að hindra yfirvofandi tap þeirra í þjóðaratkvæðinu þann níunda næstkomandi.

Daginn sem þjóðin segir Nei við ICEsave, Nei við bjánabelgjum sem halda að það sé hægt að leysa vanda hálfgjaldþrota þjóðar með því að taka enn eitt lánið, svo hægt sé að taka önnur lán, og önnur og önnur.

Því hvað gera bændur þá???

ICEsave og virkjanir voru þeirra eina ráð.

Eina svar þeirra gagnvart skuldsettum heimilum var, við skulum útvega ykkur næturvinnu í álverum, svo þið getið borgað Hrunskuldir auðmanna.

Eina svarið gagnvart afleiðingum Óráða AGS var að taka lán, og virkja, það átti að vega á móti samdrættinum og uppgjöfinni sem hrjáir allt þjóðlífið.

ICEsave, álver, ICEsave, álver.  

 

Núna er ljóst að erlendir lánardrottnar orkufyrirtækjanna hafa sagt Nei við hagfræði heimskunnar, eftir tíu dag mun þjóðin segja slíkt hið sama.

Og þá er ekki gott að vera í áhugahópnum um fjárkúgun og glæpi.

Það er svo déskoti kalt að standa nakinn á víðavangi, með allt niður um sig.

 

En ég vorkenni þeim ekkert.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Funda með stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Algerlega sammála !

Aðalsteinn Tryggvason, 30.3.2011 kl. 12:49

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála!! Þeim er sama þótt mígið sé yfir þá. Sama er mér!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.3.2011 kl. 12:56

3 identicon

Það ERGIR mann óhjákvæmilega þegar nota á sama eitrið sem meðal... eða eins og Einstein orðaði það:

"The significant problems we have cannot be solved at the same level of thinking with which we created them"

Ég segi Sjálfbært ísland! Við höfum orkuna, vatnið, tæknina og þekkinguna... það eina sem vantar er viljinn!

Diddi (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 13:11

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það sem skóp vandann leysir ekki vandann.

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2011 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 104
  • Sl. sólarhring: 775
  • Sl. viku: 5643
  • Frá upphafi: 1400400

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 4848
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband