29.3.2011 | 19:29
Það þarf vissa tegund að fávitahætti að segja Já við ICEsave.
Það er ef maður tekur mark á rökum Áfram hópsins.
Og ég skora á alla óbrjálaða að gera það, lesa greinarnar, lesa rök þessa fólks sem ætlar öðrum að borga fjárkúgun breta.
Rökin eru staðreyndavillur, tökum dæmi.
"Þessi baggi er þó innan við 30 milljarðar og hugsanlega ekki neitt eftir að þrotabú Landsbankans hefur verið gert upp. Með Nei-i er hins vegar tekin áhætta á því við sitjum uppi með 700 milljarða skuld "
" Áætlað er að samningurinn kosti ríkissjóð um 27 MIA."
"Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar."
Hræðsluáróður um að landsmenn fái ekki lán, vextir hækka og svo framvegis, plata sem var spiluð fyrir síðustu þjóðaratkvæði og tíminn sannaði að hún var röng, fyrir utan að forsendur áttu sér aldrei stoð í raunveruleikanum.
Og hreinræktað bull eins og að landsmenn séu vanskilamenn eða skuldin hverfi ekki og svo framvegis.
Ég ætla að kíkja á helsta ruglið í 2-3 pistlum hér á eftir, læt þetta duga í bili.
Munum samt að það eru rök með Já-inu, rök sem felast í uppgjöf fyrir kúgun, ásamt vilja til að spila með valdaelítu landsins.
Svo má færa rök að ICEsave sé hindrun á aðild landsins að ESB.
En Áfram hópurinn gerir ekki út á raunveruleikann, og í blekkingum sínum og bábiljum þá gerir hann ráð fyrir að Já sinnar hafi ekki mikið á milli eyrnanna.
Eitthvað sem harðir Nei sinnar eins og ég höfum látið ósagt.
En þeir þekkja örugglega betur til.
Kveðja að austan.
70% segja nei við Icesave á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 19
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 2038
- Frá upphafi: 1412737
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1791
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi segja að Já sinnar væru miklu meira en fávitar, þeir eru Fasistar..
Kristinn J (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:13
Hvers virði verður þrotabú Landsbankans ef niðurstaðan verður já - miklar líkur á að hann verði einskis virði.
Hver borgar þá ? Lnadsmenn eins og ætlast er til
nei (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:42
Æ, æ, óttalega er þetta sorgleg lesning......það er gott að vera viss í sinni sök....og kalla þá fávita, sem ekki eru á sama máli. Mjög þroskað Ómar, mjög þroskað.
Fávitaháttur, blekkingar, bábiljur, hræðsluáróður, fasistar....og þetta er bara brot af því sem nei-sinnar ausa yfir já-sinna. Ég ætla ekki að hafa það eftir, sem snillingar eins og Jón Valur, Gunnar Rögnvaldsson, Loftur Altice aka "The killer" og slíkir láta út úr sér....en það er ljót lesning. Það er hægt að draga vissar ályktanir af slíkri orðræðu en ég ætla að láta það vera að skrifa þær hér. Segjum svo öll JÁ í Apríl!!!!!!!! Kveðja að sunnan.
Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:55
Já við skulum passa okkur á uppnefnum á föðurlandssvikurum.
Eins og Jesú sagði forðum daga þá vita þeir ekki hvað þeir gjöra. Því ber að fyrigefa þeim.
Þeir vita t.d ekki að þrotabúið verður langt því frá eins gjöfult og þeim er trúað fyrir. Dómsmál, bóta og skaðabótakröfur munu stórminka innistæðu þrotabús.
Þeir vita heldur ekki að Íslenska gengið mun aldrei halda þeim stöðugleika sem þeir gefa sér til að skuldinn hækki ekki.
Þeir skilja ekki að Bretar og Hollendingar gáfu eftir 700 milljarða frá fyrri Icesave samningum vegna þess að þeir hafa Ás upp í erminni (Íslendingar fara á hausinn og þeir taka við auðlndir okkar eru eini gjaldmiðilinn sem þá er eftir ( ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÞEIR VILJA MEST )
Þeir einfaldlega vita ekki að málið er hápólitískt og snýst mikið um að fría elítuna á Íslandi við málaferli.
Sleppum að blóta fólki sem veit ekki í sinn haus hvað undir býr.
Persónulega vorkenni ég NEI sinnum með þá samvisku sem þeir þurfa að bera.
Gunnar Már (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 22:37
Smá leiðrétting :)
"PERSÓNULEGA VORKENNI ÉG JÁ SINNUM" átti þetta auðvitað að vera. ( JÁ fólk er algert NEI fyrir mér )
Gunnar Már (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 22:40
Blessaður Jón Kristjánsson.
Þú hefur verið að lesa annan pistil en minn, eða þú þjáist af mislæsi, lest annað en er skrifað.
Fyrirsögn mín tengist Ef setningu, ég vísa í samtök fólks sem nota rök sem eru ætluð fábjánum, og tel það benda til ákveðins mats á heilabúi þess markshóps sem þau höfða til.
Ég kallaði engan fábjána, ég benti aðeins á þessa augljósu tengingu, sbr ef allur textinn væri á pólsku, þá væri augljóst að honum væri beint að pólsku mælandi fólki, ef hann væri á sms máli, þá væri markhópurinn ungt fólk og svo framvegis.
Ég er ekkert að segja um gáfnafar þeirra sem setja fram þessi rök, ég veit um flesta að þeir trúa ekki sínu eigin bulli, þeir eru aðeins í þeirri leiðindastöðu að hagsmunir þeirra krefja þá um stuðning við bresku fjárkúgunina, og þetta er leiðindastaða vegna þess að allar staðreyndir tala gegn henni.
Og ég bendi líka kurteislega á að til eru rök í málinu, hef aldrei borið á móti því, og endrum og eins hef ég bent á Já fólk sem heldur sig við rök, ekki bull.
Það eru alltaf gild rök að gefast upp fyrir ofbeldi og ofbeldismönnum, en þá á að segja það hreint út, algjör óþarfi að ljúga til um staðreyndir mála til að breiða yfir uppgjöf sína, og aumingjaskap. Því það er jú aumingjaskapur að gefast upp fyrir ofbeldi og fjárkúgun. Enda þrífast ofbeldismenn á aumingjaskap.
Þessu held ég öllu samviskusamlega til haga í þessum örpistli mínum, og öllu læsu fólki það ljóst. Ég útskýri af hverju þetta eru fávitarök, tek dæmi um mesta fábjánaháttinn. Orðrétt, geri engum upp orð.
Og ég tek það fram að ég ætla að rökstyðja það betur, ég hreinlega hafði ekki tíma fyrir langlokuna, ég þurfti að gera annað, og seinni hlutinn var sleginn inn undir köllunum, "Pabbi, komdu".
Það er nefnilega til siðs hjá mér að rökstyðja mitt mál, og út frá rökum mínum og forsendum dreg ég ályktanir, um þær má deila, fólk getur dregið aðrar ályktanir, ég stjórna ekki skoðunum annarra.
Það held ég að sé hin stóra skýring þess að pistlar mínir eru lesnir Jón og þú gerir þig bara að fífli að koma hér inn og reyna að tækla mig á annan hátt en með mótrökum.
Hafðu það bak við eyrað ef þú ætlar að kíkja við aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.3.2011 kl. 23:02
Fasistar hvað, Kristinn? Og dapurlegt að lesa skrif Jóns að ofan. Maður getur ekki gert við að stórefast um heilindi og skilning manna sem HEIMTA FJÁRKÚGUN YFIR BÖRNIN OKKAR EN ÞOLA EKKI LJÓT VARNARORÐ .
Elle_, 30.3.2011 kl. 00:40
Hræðsluáróður um að landsmenn fái ekki lán? En hann var réttur, við höfum einmitt fengið lán frá AGS og N.löndunum með því skilyrði að við leystum þetta icesave mál! Álitshnekkirnir verða gríðarlegir ef þetta verður ekki samþykkt og þetta er helmingur(eða minna) en þetta nýlega SpKef mál! Þessi upphæð er pínöts miðað mikilvægi málsins og framtíð Íslands í alþjóðasamfélaginu. Neitun veldur einangraðra Íslandi og líkur á lánafrosti og háum vöxtum sem kemur til með að kosta okkur enn meira í framtíðinni en þessi díll sem uppi er núna. Ég samþykki!
Alli (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 02:09
"Hræðsluáróður um að landsmenn fái ekki lán? En hann var réttur, við höfum einmitt fengið lán frá AGS og N.löndunum með því skilyrði að við leystum þetta icesave mál!" er þér virkilega alvara með þessum skrifum? Veistu um einhverja lánastofnun sem lánar peninga með því skilyrði að lántakandi lofi að borga einhverjar aðrar skuldir einhvertíman seinna?
"Álitshnekkirnir verða gríðarlegir ef þetta verður ekki samþykkt" nei hættu nú alveg, þessi krafa er ólögmæt og það yrði hlegið að okkur erlendis fyrir að láta lénsveldin gömlu sem mergsugu önnur ríki og skildu eftir sem rústir einar takast að kúga okkur til skrifa undir eitthvað skuldabréf sem almenningi í landinu varðar ekkert um. Og talandi um álitshnekki þá skulda Bretar okkur 10falt Icesave í skaðabætur fyrir að leggja okkar efnahagskerfi á hliðina með frystingu gullforða okkar og bankastarfsemi.
Sævar Einarsson, 30.3.2011 kl. 05:43
Ég les það hér að ofan að til er markhópur þess áróðurs sem Áfram hópurinn stundar.
Það er vitnað í lán AGS og Norðurlanda, að þau hafi verið með því skilyrði að við leystum þetta ICESave mál. Núna hafa bæði AGS og Norðulönd lánað, því þau sögðu að þetta tvennt hengi ekki á spýtunni. Önnur rökvilla er að átta sig ekki á að lausn máls, þarf ekki að vera samþykkja kúgun, það er hægt að leysa málið eftir leiðum réttarríkisins og að siðaðra manna hætti. Og út á það gekk yfirlýsing ríkisstjórnar Geirs Harde, að leysa málið eftir lögum, ekki að skrifa upp á einhliða fjárkúgun. Opinberlega hefur AGS ekki gert athugasemd við það.
Þriðja rökvillan er að átta sig ekki á að það var talað um að fá lán, eðli málsins vegna þá er ekki verið að tala um þá aðila sem telja sig hafa stöðu til að hóta ef fjárkúgun er ekki greidd. Það er verið að tala um almenna lánamarkaði, ekki hótanir þeirra sem styðja hina ólöglegu kröfu breta. Og hver maður með lágmarks sens fyrir því að vera manneskja, veit að eina svarið við kúgun, nauðgunum, ofbeldi, er að segja Nei, jafnvel þó ofbeldismaðurinn geti hótað kárínu, þetta eru oftast innihaldlausar hótanir, en ef athöfn fylgir orðum, þá þarf að mæta því, og verjast.
Til dæmis er hægt að benda á að í hvergi í stofnskrá AGS stendur að skilyrði þess að ríki fái aðstoð, sé að þau greiði fjárkúgun breta, og það er hálfvitaháttur að halda öðru fram.
Síðan eru orð um mikilvægi málsins og framtíð Íslands, frasi sem hver sem er getur slegið fram um hvað sem er.
Það fylgja honum engin rök, þvert á móti hefur íslenska þjóðin áunnið sér virðingu alþjóðasamfélagsins með því að standa gegn fjárkúguninni.
Og þetta mál er ekki frá ef þetta er samþykkt, þá er fyrst allt orðið vitlaust.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2011 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.