Góðar fréttir fyrir Ísland.

 

Ísland hefur ekki við meira lánsfé að gera.

 Íslensk fyrirtæki tóku erlend lán til að fjármagna rekstur frá degi til dags.  Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki tóku erlend lán til að fjármagna stjarnfræðilegan hátt kvótaverð og til að borga út fyrri eigendur.  Sameining fyrirtækja, skuldsettar yfirtökur, allt var fjármagnað með erlendum lánum.  

Það var eins og menn væru búnir að sjá fyrir bankahrunið, og þeir teldu að öll lánin yrðu afskrifuð.  Það var eins og það kæmi aldrei að skuldadögum.

Eins var  það með sveitarfélög, þau fjármögnuðu risamannvirki, skóla, íþróttahús, lóðaframkvæmdir, allt með erlendum lánum.  Þar ríkti sá hugsunarháttur að góðærinu lyki aldrei.  Og gengið myndi styrkjast út í hið óendanlega.  Eða íbúafjöldi vaxa, eða eitthvað, bara eitthvað.

Að skuldadögum kæmi aldrei.

En það kom að skuldadögum.

Og þá var eina svar skuldafíklanna, sem settu fyrirtækin sín, sveitarfélögin sín, sem settu þjóð sína á hausinn;

 

Tökum hærri lán, þetta reddast.

 

Einn af okkar best menntuðum  hagfræðingum, þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir hefur með ítarlegum rökstuðningi sýnt fram á að til að greiða gömlu lánin, og hin nýju lán frá AGS, Norðurlöndum, sem og ICEsave skuldabréfið (gamla), þá fari greiðslubyrði þjóðarbúsins fljótlega yfir 160 milljarða á ári, bara í vexti, þá á eftir að greiða afborganir.  Þetta er  aðeins hægt með því að skera niður allan innflutning, eigilega  allt nema brýnustu lífsnauðsynjar.  

Með öðrum orðum þá er um endalok hagkerfis Reykjavíkur að ræða,  eftir stendur aðeins berstrípað framleiðslu og útflutningshagkerfi.  Samt öskra talsmenn VR og talsmenn Verslunar og þjónustu á ICEsave og AGS lánapakkann.  

 

Til  að styrkja gengið að sögn, þau ætla að byggja stíflu úr vatni.

 

Og á þetta fólk hlustar fjölmiðavitringar okkar, ekki á Lilju, og aðra þá hagfræðinga sem hafa lært það í skóla, að ef þú átt ekki fyrir lánum, þá tekur þú þau ekki.  Nema þú viljir fara á hausinn.

Þessi staðreynd er líka kunn hinni hagsýnu húsmóðir, sem hefur verið kjölfesta hins íslenska efnahagslífs.

En hún er ekki kunn fjölmiðlavitringum.  

 

Og ekki heldur snillingum Fitch, sem eru ekki ennþá búnir að fatta hrun fjármálakerfisins um allan heim.  Fjármálakerfisins sem þeir gáfu AAAAAAAAAA++++++++++  í einkunn, nokkrum dögum áður en það féll.

Og þeirra viska var að lækka lánshæfnismat Íslands, daginn sem forseti Íslands tók af skarið og sagði að þjóðin sjálf ætti að ráða því hvort hún kysi að þræla fyrir breta eða láta afrakstur vinnu sinnar fara í uppbyggingu þjóðfélagsins og hlúa að velferð barna sinna, að sú viska er okkar gæfa.

 

Því við þurfum ekki lán.

Við þurfum að borga niður þá heimsku sem hér ríkti í um áratug, þegar fólk hélt að peningar yxu á trjám í útlöndum, og þá þyrfti aðeins að flytja inn og neyta eins og til dæmis er gert með vínber eða banana.

Stundum þarf að læra "the hard way".

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband