24.3.2011 | 08:42
Taktu þig saman í andlitinu Jóhanna.
Svona einu sinni og gerðu það rétta í stöðunni.
Og það er ekki að segja af sér, það er móðgun við þjóðina eftir öll þau afglöp sem þú og þitt fólk hefur staðið fyrir, að segja af sér út af máli, sem er ekkert.
Ekkert annað en tímaskekkja frá 20. öldinni.
Viðurkenndu að þessi lög sem þú settir á sínum tíma, hafi verið bull, bull sem fela í sér grófa mismunun og vanhæfir stjórnkerfið. Vegna þess að lög sem skylda stjórnvöld til að meta kynfæri fólks þegar það er ráðið til starfa eru álíka mikil tímaskekkja og umskurður kvenna, brúðarbrennur eða frímúrarareglan.
Í dag mismuna þessi lög körlum því eftir þennan úrskurð mun enginn þora að ráða karl til starfa ef kona sækir um. Reynsla konunnar að hafa passað litla bróður sinn þegar hún var ung mun alltaf vega þyngra en annað sem metið er þegar í starfið er ráðið.
En á morgun mun þetta búmmerang snúast í höndum kvenna, alveg eins og þú ert að reka þig á, grenjandi karlar munu yfirtaka stjórnsýsluna því gleymst hafi verið að taka tillit til þess áfalls sem þeir urðu fyrir í æsku að mega aldrei tjá tilfinningar sínar.
Eða annað sem nefndinni dettur í hug til að ná fram fyrirfram mótaðri skoðun sinni.
Og fordómafull nefnd með alræðisvald er svipa sem vanhæfir stjórnkerfið, það verður ófært um að taka ákvörðun út af ótta við vald geðþóttans. Þetta verður eins og hjá félaga Stalín sem sat uppi með óstarfhæft stjórnkerfi því enginn þorði að taka ákvörðun um ótta við að verða skotin.
Engin mun þora að ráða mann vegna óttans við krossfestingu kærunefndar jafnréttismála. Í stað þess að reyna meta hæfni, þá verður spáð í hvað þarf að gera til að fá ekki á sig kæru.
Mun þetta leiða til þess að karlar fari í kynskipti aðgerð eða konur leggist í heimshornaflakk til að hafa rétta ferilskrá??? Týnist allar og ástandið hjá okkur verði eins og í Kína, eða hverjar verða afleiðingarnar???
Þær verða allavega allt annað en það markmið sem upp var lagt að stað með.
Það þarf manndóm til að játa mistök sín.
Mistök þín Jóhanna voru ekki þau að fá á þig úrskurð, mistök þín voru að útbúa þetta apparat geðþóttans og rétthugsunarinnar, undanfara galdrabrenna allra tíma.
Leiðréttu mistök þín með því að leggja til að kærunefnd jafnréttismála verði lögð niður svo að fullorðið fólk geti aftur farið að tala saman eins og fullorðið fólk, ekki eins og bjánar líkt og umræðan á Alþingi var í gær.
Alþingi og ykkur Alþingismönnum til skammar.
En Jóhanna, þú munt ekki í þessu frekar en öðru skynja þinn vitjunartíma, og þú munt taka þátt í leiksýningu fáránleikans og biðja alla afsökunar, líka þingvörð og tímaklukkuna.
Alveg eins og þú munt reyna að sitja áfram eftir Nei þjóðarinnar þann 9. apríl næstkomandi.
Ætli það sé hægt að stofna embætti umboðsmanns vitjunartímans sem minnir fólk á hvenær þeirra tími er kominn????
Margt vitlausara en það.
Og á þeirri góðu tillögu ætla ég að enda þennan pistil.
Kveðja að austan.
Flytur skýrslu um úrskurð kærunefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 525
- Sl. sólarhring: 666
- Sl. viku: 6256
- Frá upphafi: 1399424
Annað
- Innlit í dag: 446
- Innlit sl. viku: 5301
- Gestir í dag: 409
- IP-tölur í dag: 402
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er nú að mínu mati stormur í vatnsglasi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 10:14
Já það er það Ásthildur. Geti Jóhanna varið vinnubrögðin, þá er ekkert meir um málið að segja. Þetta fólk er ekki guðir, það komst að þessari niðurstöðu, og til þess þurfa menn að taka tillit. En málið er fyrst orðið alvarlegt ef sjálfkrafa á að ráða konu ef hún sækir um. Eða menn ráði ekki neinn því þeir vita aldrei fyrirfram á hvaða forsendum kærunefndin byggir úrskurð sinn á.
En þetta er ekki málið í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 12:00
Þetta er orðin ein hringavitleysa þessi stjórnmál.
Verður að fara að gera eitthvað af viti, ef fólk á að geta lifað
af á þessu volaða skeri, með nautheimska stjórrnmálamenn.
Kalla Lóa Karlsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:36
Blessuð Kalla.
Maður uppskerir eins og maður sáir, við kusum þetta fólk til forystu, og það lofaði akkúrat þessu, að gera landi illbyggilegt. Það er óhjákvæmileg afleiðing af Óráðum AGS.
Og við áttum kost á að losna við þetta lið, hrista upp í stjórnmálunum, en þá hættu allir að mótmæla. Ef það væru ekki þessar ICEsave kosningar, þá mætti halda að það byggi ekki fólk á Íslandi, aðeins sinnulaus vélmenni.
Það verða ekki breytingar nema hvor og einn geri það upp við sig fyrir hvað hann stendur, og hvernig hann vill hafa þetta þjóðfélag okkar, fyrir fólk eða skuldaþræla.
Ef nógu margir ákveða að hætta láta ljúga í sig, og að nota sína heilbrigðu skynsemi, þá kemur hitt að sjálfu sér eða eins og Guðni sagði, þar sem er maður, þar er fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.