Stormur í vatnsglasi skekur Alþingi.

 

Þess var jafnvel krafist að forsætisráðherra segði af sér.  Fóru þar fremstir í flokki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, langstærsta stjórnarandstöðuflokksins.

Vegna þess að þeir einstaklingar sem skipa kærunefnd jafnréttismála telja það órétti að karl sé tekinn fram yfir konu.  Alvarlegri glæp er víst ekki hægt að fremja, forsætisráðherra verður að víkja.

 

Það er þekkt sögn að á meðan Róm brann, hafi Neró spilað á fiðlu.  Hann var víst að halda upp á hið ómælda tækifæri sem hann fékk til að byggja nýja höfuðborg.

Tilhlökkun Sjálfstæðisflokksins yfir hrösun Jóhönnu minnir á svipaðan kulda.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í stríð við ríkisstjórnina vegna þess að hún sveik ungt fólk í skuldaerfiðleikum, o nei, Sjálfstæðisflokkurinn studdi þau svik.  Enginn talar í dag um 6 milljarðana sem var lofað eftir Helgi.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í stríði við ríkisstjórnina vegna þess að fjárskortur vegur að grunnþjónustu á meðan fjármagnið á fjósabitanum fitnar, o Nei hann þarf að hugsa um sína.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í stríð við ríkisstjórnina vegna þess að hún þröngvaði í gegnum Alþingi fjárkúgun breta sem er ekki bara glæpur, heldur er ríkisábyrgðin sem var samþykkt, brot á stjórnarskránni, gróft brot því hún vegur að fjárhagslegu sjálfstæði landsins.  Sjálfstæðisflokkurinn studdi víst þessa fjárkúgun, þessi lögbrot.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í stríði við ríkisstjórnina vegna Óráða AGS sem hafa lamað hér efnahagslífið, og staðfest er að kreppan er komin til að vera.  Slíkt hvarflar ekki að honum, hann var jú upphaflegur gestgjafi AGS, og það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði forgöngu um krónubraskaralánið sem mun gera þjóðina gjaldþrota, verði gengið á það.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er yfir höfuð í engu stríði við ríkisstjórnina nema einu, honum langar sjálfum að kynda undir eldunum sem eru langt komnir að eyða tilveru þjóðar okkar.  

Og þegar hann er sammála ríkisstjórninni í einu og öllu, þá er vandfundið það mál sem hægt er að gera ágreining um.

 

Alveg þar til að það fannst nefnd sem sér mun á fólki eftir því hvort það er með sníp eða pung.

Já, þjóð sem glímir ekki við meiri vanda en þann, að gera upp á milli fólks eftir því hvort það er með typpi eða hitt, er þjóð sem er í góðum málum.  Ef vanþekking á þessum líffærum er talin það alvarlegur glæpur, að forsætisráðherra þurfi að víkja, þá hljóta hin afglöpin að vera á þeirri stærðargráðu að það þarf mikinn vilja til að sjá þau.

Annað hvort erum við svona rosalega lánssöm með stjórnvöld okkar, eða við erum virkilega óheppin með stjórnmálafólk okkar.

 

Því miður er það síðarnefnda reyndin.  Umræðan á Alþingi endurspeglar svo gífurlega veruleikafirringu, að þetta hlýtur að vera sviðsett leikrit, skrifað af einhverjum áður óþekktum farsasnilling.

Örvinglunin, uppgjöfin, vonleysið sem hrjáir þúsundir sem hafa ekki í sig og á, eða eru að missa heimil sín undir hamarinn, hefur ekki skilað sér inn á Alþingi.

Þar hefur fólk ekki frétt af því að Hrunið 2008 kom við fólk.  Sjálfsagt hafa Alþingismenn haldið að eftir að öllum milljörðunum var dælt í peningareiknissjóðina svo efnafólkið tapaði ekki á bankahruninu, að þá hafi allur vandi verið úr sögunni.

Amerískir vogunarsjóðir fengu bankanna og bretar skatttekjur ríkisins.  Og þar með allir ánægðir, allir nema þá kærunefnd jafnréttismála.

 

Búddistar trúa því að karma okkar í þessu lífi mótist af gjörðum okkar í hinum fyrri.  Ef það er rétt, þá hlýtur íslenska þjóðin að hafa virkilega klúðrað málum í fyrri lífum.

Enginn lifandi maður á svona stjórnvöld skilið, eða þá skrípasamkomu sem Alþingi okkar Íslendinga er  því miður orðið.  Svona á aðeins að gerast í skáldsögu, farsa sem lætur hið óhugsandi gerast.

Og aðeins ímyndunarafl höfundar takmarkar atburðarrásina.

 

En Stormur í vatnsglasi á Ögurstund þjóðar er eitthvað sem engin þjóð á að þurfa þola.

Það eiga að vera takmörk fyrir vitleysunni sem henni er boðið uppá.  Og alveg eins og lög tryggja lágmarks bætur eða lágmarkslaun, þá eiga lög að tryggja að það séu viss mörk á vitleysisganginum.

Og þegar þeim mörkum er náð, að þá verði þing sjálfkrafa rofið og þjóðin fái tækifæri til að afvitleysa það.  Tækifæri til að skipta út verstu vitleysingunum.

Þeir sem hrópuðu hæst í þessari umræðu, en sögðu ekki orð þjóðinni til varnar í ICEsave fjárkúguninni, eru dæmi um þá sem mættu alveg fá sér nýja vinnu.

 

Ekkert i fyrra lífi getur réttlætt að við sitjum uppi með þetta fólk.

Ekkert.

Það hlýtur að vera vitlaust lagt saman þarna í karmastjórnuninni.  

 

Ég krefst endurtalningar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Segir kærunefnd hafa mat ráðgjafa að engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ekkert og hvað höfum við gert til að verðskulda þennan hroða?

Sigurður Haraldsson, 23.3.2011 kl. 23:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég held að það sé kominn tími á kvörtun við stjórnandann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 00:18

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Snilldarlega skrifað, vel uppbyggt og flott!

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2011 kl. 09:10

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Þorsteinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 09:30

5 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

flottur pistill Ómar - en gaman væri að kalla þá til umræðunnar sem hafa vit á karma þessarar þjóðar okkar - ég heyrði einhvertíma að karma væri það að við kæmum út úr karma í jafnvægi, semsagt ef þú hefur það skítt núna, færðu tækifæri seinna til að hafa það gott (og öfugt)...............

Eyþór Örn Óskarsson, 24.3.2011 kl. 10:13

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyþór, ég er nú enginn karmafræðingur, þetta var aðallega stílbragð hjá mér til að botna greinina. 

En ég trúi ekki á fjöldarefsingu, það hlýtur að vera vitlaust talið þegar karmastjórnendur ákváðu forlög okkar Íslendinga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 603
  • Sl. sólarhring: 1126
  • Sl. viku: 5811
  • Frá upphafi: 1328624

Annað

  • Innlit í dag: 508
  • Innlit sl. viku: 5180
  • Gestir í dag: 474
  • IP-tölur í dag: 462

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband