Efnahagsstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í hnotskurn.

 

Dýpri og lengri samdráttarskeið.

Um það eru allir málsmetandi hagfræðingar sammála um.  Nóbel eftir Nóbel hafa gagnrýnt sjóðinn fyrir að valda vanda, í stað þess að taka þátt í að leysa hann.  Þetta var ljóst eftir Asíu kreppuna, þá settu jafnvel innanhúsmenn spurningarmerki við hagfræði hans.

Og eftir Suður Ameríku kreppuna var ljóst að hagfræðileg fífl stjórnuðu sjóðnum, þeirra eina hlutverk að handrukka fórnarlömb sín fyrir hið alþjóðlega braskarafjármagn.  

Gagnrýni á sjóðinn var það mikil að hann neyddist til að skipa nefnd til að yfirfara starfsemi sína, og hann baðst opinberar afsökunar á óhæfuverkum sínum.

 

En sjóðurinn hefur ekkert lært, og núna veldur hann svipuðum hörmungum víða í Evrópu og hann gerði í fátækari löndum áður.   Dýpkar kreppur, eykur hörmungar.  Og leggur drög að skuldaþrælkun almennings.

Fjármagnið er heilagt, almenningur blæðir.

 

Og síðan er alltaf einhverju öðru kennt um afleiðingarnar. 

Í Argentínu var fólki sagt að það væri ekki nógu duglegt að bjarga sér á öskuhaugunum, á Íslandi er sagt að það vanti stóriðju.  Og trúgjarna fólkið sem hélt að það væri hægt að byggja velmegun á skuldum, það trúir þessu líka.  Og rífst um stóriðju i stað þess að koma fólki til valda.

Og láta heilbrigða skynsemi stýra uppbyggingu landsins.

 

Hvernig hjálpar stóriðjan venjulegum fyrirtækjaeiganda að ná endum saman i rekstri sínum eða hinni hagsýnu húsmóður til að gera slíkt hið sama???

Svarið er nákvæmlega ekki neitt. 

Almenn skuldaleiðrétting gerir slíkt, það er árþúsunda þekkt staðreynd, fyrst skráð í hinni fornu Babýlon. 

Því það er fólkið, fyrirtækin sem rífa áfram hagkerfið, ekki einstök stórfyrirtæki.  Gjaldþrot Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra sannaði það.

Síðan þarf að láta fólk og fyrirtæki í friði, nema það á að örva sprota.  Lækkun á rafmagni til garðyrkjunnar eru dæmi um slíka sprota, nýsköpunarsjóður, frjálsar handfæraveiðar upp að ákveðnu marki, lækkanir gjalda á áfengi og bensíni svo einhver dæmi eru tekin.

 

Hlutverk ríkisins á krepputímum er nefnilega að örva, hvetja, stuðla.  

Ekki að draga úr, minnka, kæfa.

 Fyrri leiðin, er leið vitsins og hinnar heilbrigðu skynsemi, sú seinni leið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

 

Og það grátlega er að fjármagnseigendur trúa hinni seinni, og þeir höfðu aflið til að beygja stjórnmálamenn inn á leið ógæfunnar.   En hún er líka svo röng fyrir þá, því samdráttur eyðir fjármagni, pappírsfjármagn er ekki annað en vilji fólks til að greiða, og geta fólks til að greiða.

Örvunin stuðlar að þeim vilja, og skapar getuna, kæfingin hún kæfir, og þar með líka fjármagnið.

 

Stóriðja, drifin áfram af lánsfjármagni, af þegar ofurskuldsettum orkufyrirtækjum, er villuljós.  

Bæði vegna þess að allur ávinningur hennar fer til að byrja með í lánin, og lánin gera það að verkum að fyrirtækin og þjóðfélagið þola engin áföll, hvort sem það er alþjóðleg efnahagskreppa eða náttúruhamfarir, verðfall á mörkuðum orkukaupandanna eða eitthvað annað sem menn sjá ekki fyrir.

Og stóriðjan snertir svo fáa, og hún ýtir undir offjárfestingu í verktakastarfsemi sem kallar alltaf á meiri framkvæmdir.  En þar er botninum náð, það eru ekki svo mörg stórverkefni eftir.  Og hvað gerir bændur þá???

Loks þarf ekki annað en að skoða efnahagsstöðu þeirra fyrirtækja sem komu að stóriðjubólunni þegar öll  ytri skilyrði voru hagstæð.  Allflest verktakafyrirtækin eru búin að rúlla, öll orkufyrirtækin eru í erfiðleikum með endurfjármögnun, sum í raun gjaldþrota.

 

Samt væla menn og skæla um skortinn á henni, og láta Óbermin sem ræna okkur stjórna þeirri umræðu.  

Hávaxtastefna AGS hefur þegar kostað þjóðina hærri upphæð en endurreisn bankakerfisins, og þá í beinum vaxtakostnaði, ekki er tekið tillit til hinna glötuðu tækifæra.

Neitunin á sanngjarni leiðréttingu skulda hefur kæft efnahagslífið, valdið þjóðfélagslegri upplausn.

Braskaralán AGS mun gera ríkissjóð gjaldþrota, verði það notað.

Samt tala menn um skort á stóriðju, að þar liggi meinið.

 

Sú umræða sannar að Hrunið haustið 2008 var ekki tilviljun, og hún var ekki verk auðmanna.

Hrunið var bein afleiðing heimsku.

Heimsku sem ennþá tröllríður þjóðina.

 

Þessi heimska kallast afneitun staðreynda, að láta óskhyggju og bábiljur ráða för.

Og hún kristallast á ICEsave deilunni.  Hvað önnur þjóð myndi halda þjóðaratkvæða um glæp, og þar sem samþykkt hans þýddi dauðdaga hennar????

Og það ömurlegast við þessa heimsku er að fórnarlamb hennar er framtíð barna okkar.

 

Það er tími til kominn að við finnum aftur vit okkar sem þjóð.

Fyrsta skrefið er að segja Nei við ICEsave, næsta er að koma leppum AGS frá völdum.  

Og svo, og svo, sjáum við sjálf um okkar mál eins og skynsamt fólk.  

 

Skynsamt fólk eins og við erum öll.

Það voru aðeins villuljós sem hrakti okkur af leið.

En leiðin er greið þegar á hana er komið.

 

Við segjum Nei við ICEsave, við segjum Nei við AGS.

Og við segjum Já við framtíð barna okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Dýpra og lengra samdráttarskeið hér en í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Þá segir maður bara "amen á eftir efninu".  Kveðjur austur.

Gísli Gíslason, 23.3.2011 kl. 11:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Bætti ekki Hilli Sím alltaf við Guð blessi ykkur????

Kveðja suður í kaupstaðinn.

Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 12:03

3 identicon

Konur sem hata hagvöxt og framkvæmdir ráða nú för.

Mun þessi martröð standa í önnur tvö ár?

Pétur (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 15:09

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Nú ske hlutir hratt, eins þú hefur spáð Ómar ! "First we take Lisboa, then we take Bruxelles" og einungis sviptingarnar í Norður Afríku og austar í arabaheiminum, ná að draga athyglina aðeins frá mikilvægi þess sem er að ske í Evrópu.

Pistillinn er góður Ómar !, kannski ekki þinn besti, en meðal þeirra betri og hentar fréttinni vel, en ég varð pínu hugsi yfir orðalaginu hér:

«Samdrátturinn í íslenska hagkerfinu hefur verið bæði dýpri og staðið lengur yfir en að meðaltali í aðildarríkjum» það var nú þetta með meðaltalið, varaútgönguleið “alhæfingarblaðamennskunnar” ef einhver skildi dirfast að ganga nánar eftir því hvað í þessu liggur.

Og svo þessi setning:

«og þó svo að stofnanir á borð við Seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn spái hagvexti á þessu ári er um að ræða fremur lítinn vöxt miðað við það sem á undan er gengið og eru spárnar háðar töluverðri óvissu.» óvissu já, og í hverju liggur hún, haldið þið ??


Langar að lokum að “linka til þín nokkuð athyglisverðu, sem ég datt yfir við að kíkja á “EFTA surveillanse authority” síðuna, og finnst lítið hafa borið á né verið rætt um, linkaði t.d. inn á blogg Stefáns Júlíussonar, og hann bað mig vinsamlegast að láta sig og aðra í friði eftir það, sem ég og hef gert, en þar stendur m.a.

 ESA hefur komist að þeirri niðurstöðu að innstæðueigendur eru í annari aðstöðu en almennir kröfuhafar og eiga tilkall til ríkari verndar við greiðsluþrot banka. Það er niðurstaða stofnunarinnar að hvorki neyðarlögin né ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi falið í sér ólögmæta mismunun gagnvart almennum kröfuhöfum. Því hafi ekki verið brotið gegn ákvæðum 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns.

Jafnframt telur stofnunin að hefði niðurstaðan orðið sú að þessar ráðstafanir hefðu verið taldar hamla frjálsu flæði fjármagns hefðu þær samt sem áður verið réttlætanlegar.

“Þessi niðurstaða er mjög mikilvæg að því er varðar forsendur fyrir úthlutun eigna úr þrotabúum gömlu bankana og fyrir endurskipulagningu íslenska bankakerfisins” segir Per Sanderud, forseti ESA.

Ákvörðunin um að loka málunum leysir ekki úr álitaefnum er varða tilskipun um innstæðutryggingar og mismunun á milli innstæðueigenda á Íslandi og innstæðueigenda sem áttu innstæður í útibúum íslensku bankanna í öðrum EES-ríkjum.

Svo að áliti ESA, er Icesave óleyst “álitamál” en ekki afgreitt og auðskilið, eins og heittrúuðustu kratasálirnar halda fram.

Alla tilkynninguna má lesa HÉR

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 23.3.2011 kl. 22:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Það veit enginn hver endar verst, við sleppum bærilega ef okkur ber gæfa til að afþakka AGS pakkann, og ulla framan í bretana.  Af því gefnu að við leiðréttum skuldir heimilanna og sköpum sátt í þjóðfélaginu.

Það veit enginn hvernig þjóðir Vesturlanda sleppa út úr skuldakreppu sinni, þetta er líka allt svo samtvinnað, að gjaldþrot í jaðarríkjunum mun hafa í för með sér keðjuverkun inn í kjarnaríkin.

Eina sem er öruggt er að allt er í heiminum hverfult þessa daganna, og sá sem slær lán út á framtíðarvöxt er galinn.

Bara þess vegna er stóriðjulausnin geðveiki, fyrir utan að áhrif hennar eru stórlega ofmetin, þetta eru aðallega nokkrir strákar með hamra sem njóta góðs af uppbyggingunni, og veltan fyrstu árin fer svo í kostnaðinn við uppbygginguna.

En þetta með ESA álitið hefur ekki farið hátt síðustu daga, en ég las ágæta grein eftir Björn fyrrum ráðherra þar sem hann metur einmitt áminningarbréf ESA með tilliti til þessa álits þeirra um að mismunun innheimta gagnvart öðrum kröfum hafi verið lögmæt.  Vissulega er það annað úrlausnarefni að meta hvort það sé mismunun vegna þjóðernis, en rökin skarast.

En þetta heyrist ekki í umræðunni, fjölmiðlar sjá sér hag í að fjalla aðeins um það sem hugsanlega gæti stutt fjárkröfur breta.  Aðeins Mogginn andæfir, en frekar máttleysilega þykir mér.  Það er ekki nóg að hafa annað slagið þunna fréttaskýringu, það á að gefa út sér bækling um þetta, bækling sem Sigurður Líndal ritstýrir.  Hann er gamall og virtur, og á enga hagsmuna að gæta, en að láta rök lögfræðinnar njóta sín, enda búinn að kenna lengur en elstu menn muna.

Og það verður enginn hagvöxtur á þessu ári, allar undirstöður eru að molna.

Bið að heilsa út til Norge.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband